Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 Fréttir DV Þúsundir lagðir í einelti Um fjögur þúsund börn á grunnskólaaldri eru lögð í einelti hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri könnun á vegum Olweusaráætlun- arinnar sem er áætíun gegn einelti. í tilkynningu frá samtökunum kemur fram hvar eineltið fer fram. Yngstu nemendur grunn- skólans segja skólalóðina hættulegasta í tengslum við einelti en eldri nemendur telja gangana óöruggasta. Meira en helmingur nem- enda í 8.-10 bekk hafa orðið að þola eineltí í átta ár eða lengur. Innbrot um hábjartan dag íbúi í Akraseli í Breið- holtí hringdi á lögregluna þegar hann kom að tveim innbrotsþjófum í íbúð sinni um hádegisbilið í gærdag. Mennirnir hlupu cif vett- vangi með bakpoka og inn- kaupapoka undir þýfi. Ná- granni tilkynnti að tveir menn á hlaupum hefðu hent frá sér innkaupapoka og bakpokinn fannst skammt frá. Að sögn lög- reglunnar í Reykjavík sást bíll í hverfinu sem talið er að tengist þjófunum og íbú- inn sem brotist var inn hjá gaf greinargóða lýsingu af þeim. Málið er í rannsókn. Umdeild könnun Kosið er milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Öss- urar Skarphéð- inssonar á vef Samfylkingar í Hafnarfirði. Hafa deilur um stefnu þessa elsta Samfylk- ingarfélags á landinu sett svip sinn á starfið en félagið er klofið í afstöðu til frambjóðendanna tveggja. Mikill áhugi virðist þó vera fyrir kosningunum því skömmu fyrir kvöldmat í gær höfðu um tvö þúsund manns greitt atkvæöi. Hafði össur vinninginn með um 60% meðan Ingibjörg fylgdi eftir með tæp 40%. ÍNú er ég að undirbúa fertugs- afmælishátíöina mlna sem fer fram á morgun, ég átti reynd- ar afmæli í gær en þaö veröur mikil veisla hérna á morgun," segir Björn Þorláksson fréttamaður á Akureyri. Landsíminn heitir Hreindýriö 2005 og ég ætla að stefna að því aö halda upp á árlegt fertugsafmæli mitt, allt er fertugum fært. Þaö veröur mikil tónlist þar sem harmonikka, gítar og flygill koma við sögu. Þaö er svona mýverskur blóðhiti sem krist- allastí tónlistinni." Skattayfirvöld í Norður-Noregi leita Guðmundar Þórs Þormóðssonar og Níelsar Jóns Þórðarsonar vegna meintra skattalagabrota. Norski lögmaðurinn Hugo Storo segist ítrekað hafa reynt að ná í íslendingana en án árangurs. Guðmundur Þór er nú á ís- landi en Níels Jón mun enn vera í Noregi. Guðmundur er einn stofnenda Sæplasts. Stolnandi Sæplasts flúinn frá norska skattstjóranum Skattayfirvöld í Narvik í Norður-Noregi leita tveggja Islendinga vegna gruns um brot á skattalögum. Mennirnir Guðmundur Þór Þormóðsson og Níels Jón Þórðarson eru grunaðir um að hafa flúið til íslands. Guðmundur Þór dvelur nú á Islandi og hefur verið hér síðustu mánuði. Hann kannast ekki við að vera eftirlýstur í Noregi og skilur ekki þessar dylgjur eins og hann kallar málið. Grunur leikur á að peningar hafi verið færðir milli fyrirtækja. blaðsins voru um 2,2 milljónir norskra króna milhfærðar á fyrirtæki í Lettlandi sem heitir IPR Industrial ltd. Guðmundur segir það fyrirtæki hafa verið verktaka og kannast ekki við að þar hafi eitthvað ólöglegt farið fram. Hugo segir ítrekað hafa reynt að hafa upp á mönnunum án ár- angurs. Grunur leikur á að mennirn- ir hafi flúið til íslands. „ÞaÖ er grunur um að það hafi verið ein- hverjar millifærslur á peningum sem eru brot á norskum skattalögum." Fiskikör Fyrir- tæki Guðmund- ar GLM/Balis átti að framleiða fiskikör. Myndin tengist ekki efni greinarinnar beint. „Við erum að rannsaka þetta mál. Það er grunur um að það hafi verið einhverjar millifærslur á peningum sem eru brot á norskum skattalögum," segir Hugo Storo lögfræðingur sem leit- ar íslendinganna tveggja vegna málsins. „Við erum ekki komnir með heildarmyndina og því get ég ekki gefið þér öll smáatriðin,“ segir Hugo sem hefur árangurslaust reynt að ná í Guðmund Þór og Níels Jón. Ætlaði að framleiða fiskiker Fyrirtækið GLM/Balis AS er í eigu GLM fsland sem Guðmundur á. Það fór í gjaldþrot rétt eftir að það var stofnað. Ætlunin var að framleiða nýja gerð fiskikerja úr plastefni en skattayfirvöld fóru fram á gjaldþrotameðferð áður en fyrsta karið var framleitt. Hugo segir margt undarlegt vera í rekstri fyrirtækjanna og grunur leikur á undanskotum á virð- isaukaskattí. Samkvæmt heimildum Hugo Storo Lög- fræðingur f Narvik sem leitar tveggja fs- lendinga vegna brota á skattalögum. Kominn til íslands Guðmundur Þór kannaðist við hinn norska Hugo og sagði Níels sem var framkvæmdarstjóri í fyrirtækinu hafa átt fund með honum í síðustu viku. „Ég skil ekki af hverju menn sem eru að reyna að ná tali af manni hringja ekki bara, ég var í Noregi fyrir þremur vikum," segir Guðmundur sem dvalið hefur hér á landi í þrjá mánuði. „Ef ég hef verið að gera eitthvað ólöglegt hljóta menn bara að kæra það, það þýðir ekkert að vera með einhverjar dylgjur. Níels félagi Guðmundar er ísfirðingur og vaktí athygli útvegsmanna í Noregi þegar hann fann upp nýja ísvél sem mun vera svo lítil að hægt er að hafa hana um borð í smábátum. Ekki náðist í Níels Jón sem býr í Solvær í Nor egi. breki@dv.is . -- Guðmundur Þór Þor- móðsson Flúði til ís- lands eftirað fyrirtæki hans fór I gjaldþrot. Nýstárlegur kirkjugarður í Ástralíu Bæjarstjórinn skrifar undir Vistvænar útfarir Hópur ástralskra bænda nálægt borginni Melbourne hefur fengið leyfi til að opna kirkjugarð, ef kirkju- garð skal kalla, hvar fólk er grafið lóðrétt í stað hefðbundinnar láréttr- ar stöðu. Hugmyndin er að gera vist- vænan kirkjugarð sem síðar má nota sem beitiland fyrir búfénað. Aðferð- in sparar landsvæði og fólk er grafið í vistvænum plastpokum. Hugmyndin kom fyrst upp fyrir tuttugu árum og hafa bændurnir unnið að henni síðan. Forsvarsmað- ur bændanna, Tony Dupleix, lýsir þessu sem látiausum valkosti í stað hefðbundinna útfara. Tony bendir á að á þennan hátt sé fólki á einfaldan hátt komið fyrir í gröf sinni og ekkert prjál eins og legsteinar hafi áhrif á umhverfið. Andrúmsloftið sé ekki mengað með gasi eins og við brennslu og komist sé hjá viðhalds- Óþarfa prjál? Kostnaður við viðhald hefð- bundinna grafa er talsveröur og hjá því er komist I nýjum kirkjugarði I Ástrallu. kostnaði hefðbundinna grafa. Lík- hús í Melbourne sér um að geyma líkin sem síðah verða grafin í hóp- um, 12-15 saman, hvert í sína holu, um þriggja metra djúpa. Kostnaður- inn við útförina er rúmar 70 þúsund krónur og áætía bændurnir að þeir geti grafið um þrjú til fjögur hund- ruð lík á ári. Reykjanesbær kaupir sjö ný skip Reykjanesbær hefur fest kaup á sjö nýjum bátum í flota sinn. Arni Sigfússon bæjarstjóri skrifaði á fimmtudaginn undir samning um kaup bæjarins á bátunum Braga GK 479, Glöðum GK 405, Erlingi KE 20, Baldri KE 97, Keflavík GK 15, Gróttu SI75 og Gullborgu RE 38. Það eru þó ekki fljótandi bátar með kvóta sem keyptir hafa verið heldur líkön af þessum bátum eftir Grím Karlsson bátalíkanasmið. Reykjanesbær heldur útí miklu safni í Duushúsum þar sem nú eru til sýn- is 60 bátalíkön eftír Grím sem öll eru í eigu bæjarins. Að kaupunum stóð félag áhuga- manna um Bátasafn Gríms Karls- sonar en félagsskapurinn fékk tvær milljónir í styrk frá fjárlaganefnd Árni Sigfússon Bæjarstjórinn skrifaði undir kaup á sjö skipslíkönum. Alþingis í ár og var sú upphæð notuð til líkanakaupanna. Bátasafhið hefur verið starfrækt frá því að Listasafn Reykanesbæjar opnaði í Duushúsum og hefur það notið mikilla vinsælda hjá íslensk- um sem erlendum gestum safnsins enda lætur bátasmiðurinn oft sjá sig á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.