Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Síða 16
76 LAUGARDAGUR 30. APRlL 2005 Helgarblað DV Logi og Svanhildur Brúðkaup ársins verður í Dómkirkjunni 16. júní þegar tvær skærustu sjónvarpsstjörnur landsins ganga í hjóna- band eftir stormasamt tilhlaup. Fjögur hundruð manna veisla verður í Iðnó á eftir og veðurfræð- ingar spá sólskini. höfðu flestir veðjað á séra Pálma Matthíasson. í heilagt hionahand síðast , fréttist Logi Bergmann Gengur aö eiga sína heittelskuöu hinn ló.júní næstkomandi. Athöfnin fer fram í Dómkirkjunni. w&f-m Ellý Ármanns - Spámaður.is Sjónvarpsstjömurnar Logi Berg- mann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir hafa ákveðið að festa sitt ráð og staðfesta með hjónavígslu landsþekkt ástarsamband sitt sem staðið hefur um hríð. Þau Logi og Svanhildur hafa valið 16. júní fyr- ir brúðkaupið og er það vel við hæfi þar sem brúðkaupsveislan gæti þá teygt sig inn í sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hjónavígslan fer fram í Dómkirkjunni að viðstöddu fjölmenni og verður um 400 gestum boðið til athafnarinnar. Boðskort hafa ekki enn verið send út en brúðhjónin tilvon- andi hringja þessa dagana í fólk og biðja um að dagurinn sé tekinn frá. Ekki hefur verið gefið upp hvaða prestur þjóðkirkjunnar fær þann heiður að gefa þau Loga og Svanhildi saman og eru víða veðmál í gangi vegna þess. Þegar Veislan í Iðnó Brúðkaupsveislan verður haldin í Iðnó við Tjörnina sem lengi hefur verið eftirlætisstaður Svanhildar og Loga. í byrjun tilhugalífs þeirra sáust þau oft ganga hönd í hönd umhverf- is Tjörnina áður en þau hurfu suður Laufásveginn eins og segir í ljóðinu. Glæsilegar veitingar verða í boði og engu til sparað þannig að veislan getí orðið öllum þeim sem hana sækja eftirminnileg og helst ógleym- anleg. í vinahóp Loga og Svanhildar eru margir af þekktustu skemmti- kröftum landsins og munu þeir ef- laust láta til sín taka í brúðkaups- veislunni. Veislustjórar verða Gísli Marteinn Baldursson og Inga Lind Karlsdóttír, bæði landsþekkt úr sjónvarpi lfkt og brúðhjónin sjálf. Múgur og margmenni Búast má við að múgur og marg- menni eigi eftir að fylgjast með brúð- kaupi þeirra Svanhildar og Loga og þá sérstaklega þegar brúðhjónin koma úr kirkju í hrísgrjónaregni vina og vandamanna. Er ekki ólíklegt að lögreglan verði að standa vörð um og við Dómkirkjuna þannig að ekkert fari úrskeiðis. Beiðni um slíkt hefur þó ekki enn borist embætti Lögreglu- stjórans í Reykjavík. Þá má einnig gera ráð fyrir að þjóðhátíðarskreyt- ingum Reykjavíkurborgar verði flýtt örlítið í ár þannig að sölutjöld og fán- ar setji svip sinn á þennan dag eins og þjóðhátíðardaginn sjálfan. Bein útsending? Atburður sem þessi mun vitaskuld vekja mikla eftirtekt og er ljóst að ákveðnar sjónvarpsstöðvar myndu stökkva á það tækifæri að fá að senda beint frá athöfninni. Sér- staklega mun forsvarsmönnum Skjás eins þykja það spennandi, enda hefur stöðin lengi markað sér sérstöðu í þessum geira með brúð- kaupsþættinum Já. Þau Logi og Svanhildur hafa þó sett algert fjölmiðlabann á brúð- kaupið svo ólíklegt verður að telja að af útsendingu verði. Gott veður Það verður hátíð í bæ og veður- fræðingar eru á einu máli um að veðrið verði gott: „Þetta lítur vel út og veðr- ið er jákvætt í kortunum þótt erfitt sé að spá svona langt fram í tímann,“ segir Sigurður Þ. Ragn- ars.son veðurfræðingur og gamall samstarfs- maður Svanhildar og Loga á báðum sjón- varpsstöðvum. „Veðrið verður bjart og fallegt. Því get ég svo gott sem lofað," segir veðurfræðing- urinn. Svanhildur Hólm Valsdóttir Sjónvarpsstjarnan sem féll fyrir annarri stjörnu. Ást þeirra verður staðfestljúnl. L. ' •. Hérna gerist þetta Brúðhjónin verða gefin saman / Dómkirkjunni.A eftir fagna þau með 400 gestum í Iðnó. >■ 7Jj*r Líf þeirra gætt töfrum og hjörtun slá í takt Bwi Logi Bergmann Eiðsson er bog- maður, fæddur 2. desember árið 1966. Svanhildur Hólm Valsdóttir er vog, fædd 11. október árið 1974. Logi verður því 39 ára á þessu ári og Svanhildur 31 árs. Þegar stjörnur Svanhildar og Loga eru skoöaðar kemur fram að þau vita bæði að hjartað er og verður ávallt óskeikull áttaviti sem býr innra með öllum mann- eskjum. Þau vita að það er hjart- ans að leiöa og hugans að fylgja (ekki öfugt). Annars einkennir uppreisn bogmanninn (Loga) því innra með honum logar stöðugur en breyti- legur eldur. Djúpstæð þrá hans til að kanna hefur eflaust dregið vog- ina (Svanhildi) að honum strax í upphafi. Hann situr sjaldan kyrr á meðan hún dekrar sjálfa sig með því að njóta tilverunnar á réttan máta. Líf þeirra er gætt töfrum sem birtast hér án skilgreininga eða útskýringa. Hjörtu þeirra slá vissu- lega í takt. Svanhildur-vog Hepnar elskhugi verður að vera þolinmóður og skilningsríkur og viðurkenna þörf hennar fyrir aðdá- un og blíðu. Svanhildur er: - undanlátssöm - kýs aö þóknast öörum en getur líka verið árásargjöm í eöli sínu - nákvæm og vandlát - henni er ilia við hiröuleysi og rökleysu - kýs maka sem getur nært hana á tilfinninga- og líkamlega sviöinu og er jafnframt fáskiptinn Logi - bogmaður Hann er fær um að skapa skín- andi stemmingu við hvaða aðstæð- ur sem er og býr til rómantíska stund án fyrirhafnar með krafti sfn- um og hugsjónum. Logi er:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.