Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Page 25
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 30. APRlL 2005 25 Díana Mjöll Sveinsdóttir hafði barist við aukakílóin alla sína ævi. Hún náði loksins árangri eftir að hafa kynnst Herbalife og nú hreyfir Díana sig af ánægju en ekki kvöð. Díana segir andlega heilsu sína hafa stórbatnað í kjölfarið enda er hún yfir sig ánægð með lífið og tilveruna í dag. „Ég var ekkert að flýta mér heldur tók ég einn dag í einu og allt í einu var ég búin að léttast um 18 kíló/' „Þetta er ótrúlega góð tilfinning og í rauninni nýtt líf, það er ekkert flóknara en það,“ segir Díana Mjöll Sveinsdóttir sem missti 18 kíló á níu mánuðum með hjálp Herbalife. Díana Mjöll, sem er þrítug og býr á Eskifirði, hefur barist við aukakílóin alla sína ævi. „Mér hefur oft tekist að ná af mér nokkrum kílóum en aldrei náð að halda því, og í raun- inni vissi ég ekki hvað virkaði, hreyfingin eða matarræðið. Það var ekkert eitt sem ég gat bent á þannig að ég gafst fljótt upp," segir Díana Mjöll. Missti tökin eftir barnsburð „Núna hreyfi ég mig ásamt því að nota Herbalife og í dag er hreyf- ingin ekki lengur kvöð heldur ánægja. Ég er miklu orkumeiri og er enn að ná árangri í sentimetrum. Ég var ekkert að flýta mér heldur tók ég einn dag í einu og allt í einu var ég búin að léttast um 18 kíló,“ segir Díana Mjöll og bætir við að hún sé ánægðust með að hafa tekist að halda sinni núverandi þyngd. Díana MjöU þurfti að sjálfsögðu að endurnýja fatáskáp sinn sem hún segir hafa verið ákaflega ánægjulegt. „í dag klæði ég mig aUt öðruvísi en áður og versla í allt öðrum verslun- um. Hér áður fýrr keypti ég öll mín spariföt í Stórum stelpum, en þarf ekki lengur á því að halda." Díana MjöU á tvö börn og missti tökin eftir að seinna barnið fæddist. „Ég hafði grennst áður en ég varð ófrísk og hélt að ég gæti haldið mínu striki eftir meðgönguna en þá missti ég tökin og þyngdist og þyngdist. And- lega h'ðanin var orðin mjög slæm og munurinn á skapinu er mUdU. Fjöl- skyldulífið er aUt annað því ég er miklu jafnari í skapinu," segir hún brosandi. Var sjálf með fordóma Díana Mjöll segist aUs ekki vera í stífu prógrammi í ræktinni. Hún fari í líkamsrækt tvisvar í viku og sé einnig í blaki. „Mörgum finnst það fyndið en hér á Eskifirði skiptist hreyfingin í tvennt, sumar- prógramm og vetrarprógramm. Yfir vetrartímann æfum við inni í salnum en á sumrin er gólfið tekið af og þá fer maður í sund,“ segir hún hlæjandi. Díana Mjöll starfar við ferðaþjónustu auk þess að selja Herbalife. „Það er heilmikið að gera í þessu enda hafa fordómarnir minnkað mjög mikið. Ég var sjálf með fordóma gegn þessu, enda hélt maður að þetta væri eitthvað svelti- prógramm. Sannleikurinn er hins vegar sá að maður á alls ekki að verða svangur og þegar ég byrjaði borðaði ég fimm til sex sinnum á dag sem var stórkostlegt fyrir konu í yfirþyngd. Ég var borðandi allan daginn en léttist samt og því fóru fordómarnir mjög hratt.“ inöiana@dv.is Montana Peter Lybecker sérfæðingur frá Montana verður í Epal í dag og á morgun laugardag og veitir faglegar ráðleggingar um val á húsgögnum frá fyrirtæki sínu. Fyrsti stóll Verner Pantons verður til sýnis í Epal. Stóllinn var hannaður árið 1955 og hæfir jafnt heimili. skrifstofu. kaffihúsi. garðinum og veröndinni. Teinahillurnar. hönnun Vemer Panton frá 1970. eru einnig komnar í Epal í nýrri útfærslu Verner Pantons og Peter J. Lassen hjá Montana. Skeifunni 6 / Sfmi 568 7733 Fax 568 7740 / epal@epal.is www.epal.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.