Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Side 31
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 30. APRlL 2005 31
Eg var heppin að fá hlutverk í
Fame enda var ég í fyrstu
valin sem dansari en þar
sem ein stelpan, sem átti
ágæta rullu, slasaðist á
fimmtu sýningu var ég fengin til að
læra hennar hlutverk, þannig að
þetta var í rauninni lán í óláni," segir
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir,
sjónvarpskona, áhugaleikkona, nemi
og fyrrverandi fegurðardrottning.
Ragnhildur Steinunn fékk einn sólar-
hring til að læra textann og var síðan
kastað í djúpu laugina.
Leikur í Kalla á þakinu
„Ég þurfti að spila á trommur
þannig að ég var alla nóttina berjandi
á potta og að reyna að læra textann.
Ég var mjög heppin því ég hafði aldrei
áður leikið og ég held að þetta hafi
gengið alveg sæmilega, svona miðað
við fyrstu tilraun," segir Ragnhildur
en þessa dagana leikur hún eitt hlut-
verkanna í leikritinu Kalli á þakinu
sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Þar
leikur Ragnhildur Betu, sem er systir
Bróa sem leikinn er af Sigurbirni Ara
Sigurbjömssyni, en furðufuglinn
Kalli er leikinn af Sverri Þór Sverris-
syni, betur þekktum sem Sveppa í
Strákunum. Ragnhildur segist hafa
verið treg í fyrstu til að takast á við
hlutverkið og Sveppi hafi eytt löngum
tíma í að sannfæra hana um að hún
gæti þetta. „Ég er náttúrulega enginn
atvinnuleikari en Óskar Jónasson
leikstjóri er mesti snillingur sem ég
hef hitt. Hann er með góðar skoðanir
á öllu og er mjög hreinskilinn og
skipulagður. Ef eitthvað er ekki nógu
gott, þá leiðbeinir hann manni á rétta
braut en það er það sem þarf svo
maður geti bætt sig. Hann er líka
ótrúlega þolinmóður, á sviðinu em
bæði dýr og krakkar svo lætin em oft
mikil. Við Sveppi höfum líka bæði
nóg að gera, við erum bæði í sjón-
varpinu, Sveppi úti um allt, auk þess
sem ég er í skólanum. Óskar er alltaf
tilbúinn að hliðra til svo hægt sé að
finna æfingatíma sem hentar og það
érí rauninni ótrúlegt hvemig þetta
hefur púslast allt saman."
Grípur tækifærin þegar þau
gefast
Ragnhildur vakti fyrst athygh árið
2003 þegar hún var valin ungfrú ís-
land. Síðan þá hefur hún nýtt hin
ýmsu tækifæri sem hafa orðið á vegi
hennar. Hún segir fegurðardrottning-
artitilinn kannski hafa opnað ýmsar
dyr en hún hafi einnig verið dugleg að
Ragnhildur Steinunn og Haukur Ingi
Ragnhildur og Haukur Ingi eru búin aö vera
saman síðan hún var 15 ára.
Gaman að gera eitthvað nýtt
Það hefur verið nóg að gera hjá
Ragnhildi í vetur enda á fullu í sjúkra-
þjálfun í Háskóla íslands, að stjórna
unglingaþættinum og æfa og leika í
leikritum. Hún segist vilja hafa nóg
fyrir stafni en eins og dagskráin hafi
verið upp á síðkastið sé aðeins of
mikið að gera en nú séu sýningar á
leikritinu hafnar svo hún getur ein-
beitt sér að náminu enda á fullu í
próflestri. Hún er ekki lærð leikkona
og hefur ekki ákveðið hvort hún ætli
Sæt saman
Ragnhildur varð ungfrú Island árið 2003.
Haukur Ingi hefur spilað með Liverpool en er
meiddur i dag.
Ég held að móðurmissirinn hafi gert mig afar sjáifstæða.
Þó að ég hafi verið svona ung, þá held ég að maður læri að
átta sig á þvísem skiptir máíi í lífinu við að upplifa svona
erfiðleika. Ég ólst upp við að meta það sem ég hafði.
nýta þau tækifæri sem hafa boðist og
segist hún einnig hafa verið heppin
með samferðarfólk sem hafi haft trú á
henni. Unglingaþátturinn Óp-ið er
kominn í sumarfrí en Ragnhildur hef-
ur verið ein þriggja þáttarstjórnenda.
Hún segir sjónvarpið eiga ágætlega
við sig og stefnir á frekari frama
tengdan þeim miðli þó hún vilji ekki
segja hvað það verði. „Síðasti þáttur-
inn af Ópinu var í vikunni og nú kem-
ur bara í ljós hvað gerist," segir hún
og viðurkennir aðspurð að hún eigi
ákveðið draumadjobb tengt sjón-
varpinu sem hún ætlar sér að láta
verða alvöru úr í framtíðinni.
Leikkona
Ragnhildur Steinunn leikur íKalla á þakinu
ásamtSveppa.
að leggja leiklistina fyrir sig þótt hún
segist hafa afar gaman af því að leika.
„Það er gaman að fá að fjarlægjast
sinn eigin karakter og fá að prófa að
vera einhver annar og upplifa eitt-
hvað nýtt. Ég hef samt ekkert velt fyr-
ir mér hvort ég sé efrii í einhverja al-
vöru leikkonu. Þetta var bara eitthvað
sem ég datt inn í og ákvað að grípa
tækifærið. En ef mér byðist gott hlut-
verk gæti ég lfldega ekki sleppt því
enda er þetta mjög skemmtilegt. Það
er líka gott og gaman að leika fyrir
krakka, þau eru svo ótrúlega hrein-
skilin og gefa manni mikið til baka."
Með kærastanum í níu ár
Kærastinn hennar Ragnhildar heit-
ir Haukur Ingi Guðnason og er á loka-
ári í sálfræði í Háskóla íslands. Haukur
Ingi hefur náð góðum árangri í knatt-
spymu og spilaði um tíma með Liver-
pool. Þrátt fyrir að Ragnhildur sé að-
eins nýorðin 24 ára hafa þau verið
saman í níu ár eða síðan hún var 15
ára. Hann er hins vegar aðeins eldri en
hún en þau koma bæði frá Keflavík.
„Við þekktumst h'tið þegar við vor-
um yngri en hittumst reglulega í
íþróttahúsinu enda var ég alltaf í fim-
leikum og hann í fótbolta. Þegar hann-
komst á samning við Liverpool var ég
að byrja í framhaldsskóla, við ákváð-
um í sameiningu að skynsamlegast
væri að ég myndi ljúka stúdentspróf-
inu áður en ég flytti út. Ég hagræddi
náminu hins vegar þannig að ég gat
tekið síðasta árið í fjarnámi og flutti
út til hans," segir hún en bætir svo við
að þau hafi komið heim aftur eftir eitt
ár en þá hafi hann verið búinn að
spila með liðinu í þrjú ár. „Það var
frábært tækifæri til að búa erlendis,
upplifa nýja hluti og kynnast fullt af
ffábæru fólki. Þetta var algjört ævin-
týri en samt sem áður er alltaf gott að
koma heim," segir Ragnhildur en auk
þess að klára stúdentsprófið úti lét
hún gamlan draum rætast og skellti
sér í dansskóla. „Eftir að heim kom
hélt Haukur áfram að spila fótbolta
með Keflavík og Fylki. í fyrra sleit
hann svo krossband og hefur verið frá
keppni síðan. Það er því gott að hafa
sjúkraþjálfara á heimilinu," segir hún
og brosir út í annað.
Gengur vel að læra
Ragnhildur hefur búið alla sína
ævi í Keflavík fyrir utan fjögur ár þeg-
ar hún var bam og fjölskyldan bjó í
Danmörku. Hún gekk í grunnskólann
í Keflavík og Fjölbrautaskóla Suður-
nesja en tók sér svo frí frá námi og
starfaði í Sparisjóðnum í Keflavík
áður en hún skeÚti sér í sjúkraþjálf-
unina í HÍ. Það hefur sjaldan verið
lognmolla í kringum hana og hún
segist hafa vanist því að hafa mikið að
gera og þétt dagslaá hafi einnig kennt
henni að forgangsraða. „Þegar ég sest
niður og les fyrir skólann þá les ég al-
mennilega, því tíminn sem ég hef til
lesturs er oft það knappur að ég verð
að einbeita mér vel. Mér hefur alltaf
• gengið vel í skóla og finnst gaman að
læra og þegar ég var lítil var ég afar
fróðleiksfús, alltaf spyrjandi pabba að
öllu."
Missti mömmu sína
Þrátt fyrir velgengni í lífinu hefur
Ragnhildur einnig upplifað mikið
mótlæti. Hún var ekki nema sjö ára
gömul þegar mamma hennar lést eft-
ir baráttu við krabbamein. Hún vill
h'tið rifja það upp en segir pabba sinn
hafa staðið eins og klett við hliðina á
sér og að þau séu ekkert síður félagar
en feðgin en Ragnhildur er einka-
bam. „Ég held að móðurmissirinn
hafi gert mig afar sjálfstæða. Þó að ég
hafi verið svona ung held ég að mað-
ur læri að átta sig á því sem skiptir
máh í lífinu við að upplifa svona erf-
iðleika. Ég ólst upp við að meta það
sem ég hafði."
Fleiri erfiðleikar áttu eftir að
banka upp á hjá Ragnhildi þar sem
pabbi hennar lenti tvisvar sinnum í
alvarlegu bflslysi, fyrst á Reykjanes-
brautinni og síðar á Bústaðavegi.
„Hann slasaðist mjög alvarlega. Háls-
liðirnir skemmdust
svo hann hefur
þurft að gangast
undir margar að-
gerðir og endur-
hæfingu og var því
mikið í burtu þegar
ég var unglingur.
Ég var því mikið ein
heima en auðvitað vom ömmur mín-
ar og afar alltaf til staðar og ég gat leit-
að tfl þeirra. Ég var á fullu í fimleikum
og skólanum og vildi ekki láta þetta
raska öllu lífsmunstrinu mfnu," segir
hún og bætir við að mótlætið hafi
kennt henni að meta það sem hún
hafi auk þess sem það hafi fært henni
ábyrgðartilfinningu.
„Eg varð mjög fljótt sjálfstæð enda
kom ekki annað til greina. Ég myndi
samt ekki segja að ég sé eitthvað þver
eða þrjósk heldur hef ég alltaf getað
séð um mig sjálf. f Kalla á þakinu er
líka mikið hlegið að mér, hvað ég þarf
alltaf að vera að passa upp á alla.
Jakob, sem leikur pabbann, er alltaf
að segja mér að slaka á, ég þurfi ekki
að fylgjast með að allir séu á sínum
stað og í réttum búningum," segir
hún brosandi og bætir við að hún telji
að það sem hún hafi upplifað hafi
mótað hana og gert hana að þeirri
manneskju sem hún er í dag.
Fjölskyldan skiptir mestu
„Það var æðislegt að fá að alast
upp í Keflavík. Það þekkja aflir alla og
þegar Haukur Ingi stakk upp á að við
myndum flytja tfl Reykjavflcur hélt ég
að hann væri búinn að missa vitið.
Mér fannst alveg ómögulegt að flytja
frá Keflavík, enda finnst mér það
yndislegur bær. En um leið og við
vorum komin hingað og ég sá að það
hentaði mér miklu betur á þessum
tímapunkti því allt það helsta sem við
sækjum í er hér í borginni, þá fór mér
Hann slasaðist mjög alvarlega. Hálsliðirn-
ir skemmdust svo hann hefur þurft að
gangast undir margar aðgerðir og endur-
hæfingu og var því mikið í burtu þegar ég
var unglingur. Ég varþví mikið ein heima
en auðvitað voru ömmur mínar og afar
alltaftil staðar og ég gat leitað til þeirra.
að finnast mjög notalegt að búa hér.
Það er skrítið hvað þetta er fljótt að
breytast," segir hún og bætir við að
það fari eftir því hvar fjölskyldan
verði hvort hún og Haukur flytji aftur
til Keflavíkur í framtíðinni.
„Pabbi býr í Keflavík og tengdafor-
eldrar mínir líka en öll systkini Hauks
eru komin hingað. Ef hin kæmu líka
myndum við lfldega ekki flytja aftur
suður. Það er gott að hafa fólkið sitt
hjá sér og sérstaklega þegar maður er
komin með börn til að fá pössun,"
segir hún hlæjandi. Hún og Haukur
eru barnlaus en þau keyptu sér fal-
lega íbúð í Vesturbænum eftir að þau
fluttu til Reykjavíkur. „Við erum afar
ánægð þar sem við búum og ég býst
ekki við að við flytjum eitthvert annað
fyrr en við höfum sprengt hana utan
af okkur og ég vona að við verðum rík
af börnum í framtíðinni."
Hefur aldrei smakkað áfengi
Þrátt fyrir að Ragnhildur hafi verið
áberandi í sviðsljósinu síðustu árin
hafa fáar kjaftasögur loðað við hana.
Flestar stelpur sem verða þekktar í
kjölfar fegurðarsamkeppna lenda illa
í Gróu á Leiti en Ragnhildur virðist
einhvern veginn hafa sloppið. Hún
segist ekki hafa neina skýringu á
þessu enda heyri hún líklega aðeins
það góða en ekki það slæma sem fólk
ræði um hana.
„Kannski er það vegna þess að ég
hef aldrei drukkið áfengi og haga mér
því yfirieitt skikkanlega meðal fólks,
kannski liggur skýringin þar, ég veit
það ekki. Hvorki ég né Haukur Ingi
drekkum eða reykjum þó að við höf-
um gaman af því að fara út á lífið. Ég
skemmti mér vel edrú og er ekkert að
spá í hvort ég myndi skemmta mér
betur ef ég fengi mér í glas. Ég hef
aldrei haft þörf fyrir að breyta þessu."
Með pabba til Danmerkur
Ragnhildur ætlar að nota
sumarið til að hlaða batteríin
enda búin að vera á fullu í allan
vetur. Hún verður að sjálfsögðu
að leika í leikritinu og ætlar
einnig að kíkja tfl útlanda. „Ég
og Haukur Ingi ætlum að fara
eitthvað saman en svo ætla
ég að draga pabba með
mér til Danmerkur. Við
Náin feðgin
Ragnhildur segir pabba sinn
hafa staðið eins og klett við
hlið sér þegar móðir hennar
lést. Hún segir þau ekki sfður
félaga en feðgin.
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Ragnhildur segir að byðist henni áhugavert
hlutverk myndi hún ekki neita. Hún hefur
samt lítið spáð í hvort hún ætli að leggja leik-
listina fyrir sig.
bjuggum þar í fjögur ár, þegar ég var
tveggja til sex ára, svo við ætlum að
heimsækja gamlar slóðir og upplifa
góðar minningar frá því mamma var
með okkur. Það verður gaman að sjá
þetta allt aftur sem mér fannst svo
stórt þegar ég var h'til svo þetta verður
skemmtflegt," segir hún brosandi.
Þessa dagana er Ragnhildur á fullu
í próflestri en prófunum lýkur 12.
maí. Það sem er næst á dagskrá hjá
henni er að kynna Eurovision-stigin
fyrir hönd íslands og hún er afar
spennt fyrir verkefninu þótt hún hafi
ekki alltaf fylgst vel með keppninni.
„Ég byrjaði að fylgjast með þessu fyr-
ir alvöru þegar Birgitta Haukdal vin-
kona min keppti og síðan hef ég horft
á þetta. Ég held að Selmu eigi eftir að
ganga vel enda er hún svakalega fær
og verður landinu eflaust tíl sóma svo
þetta verður mjög spennandi."
Gaman að öllu
Ragnhildur stefnir á framhalds-
nám eftir sjúkraþjálfunarnámið en
hefur ekki ákveðið hvað það verður.
„Ég gætí trúað því að ég fari í lífeðlis-
fræði eða stjómun á heilbrigiðssviði.
Ég hef samt þann galla að ég hef svo
ótrúlega breitt áhugasvið, mér finnst
næstum allt skemmtilegt, nema
kannski að skúra. Það verður því bara
að koma í ljós hvað ég geri, hvort ég
fer í framhaldsnám eða geri bara eitt-
hvað allt annað."
indiana@dv.is