Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Side 54
54 LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 Menning DV Tröllin og tindátarnir Steingrímur Eyfjörö Kristmundsson hefur veriö iðinn við sýningarhald aö undanförnu. SÍÖast sýndi hannhér heima i Galleri iOi.Hann varnýiega valinn ööru sinni sem einn þeirra sem koma til greina við úthlutun Carnegie- verölaunanna. Pessar tvær sýningar sem opna á Akureyri um helgina eru afar ólíkar. Á sýningunni i Kunstraum Wohnraum gefur að Ifta teikningar af tindátum og stóra kúlu á gólfinu. Fyrirmyndirsækirhann i leikföng kynslóðanna sem er fæddust milli 1945 til 1975:,, Flestirsem sjá þessar myndir þekkja þessi form aftur. Bæði smáatriöin og sérstaklega stellingarn- ar sem segja kannski meira en nokkur orð. Sumir komu bognir úr verksmiöj- unni og aörir urðu fljótt nagaöir á end- unum." Sýningin Bein í Skriöu er allt annars eðlis. Þar eru 80 teikningar af tröllum. Þar er vísaö til þess aö þjóðin lesi enn I stokka og steina vætti, lífí grjótinu. „Þaö er þjóðarsiður og dýrmætur arfur sem viö eigum aö geyma, segir Stein- grimur. Myndefniö er semsagt sóttí grjót og þlast, tröll og tindáta. Gallerí+, Brekkugöru 35 oþnar sýningu Stein- grims á laugardag, en Kunstraum ---------------- Wohnraum kl.11 á sunnudag. Einn státinn dáti Patti Smith í London Gömul gyðja pönksins hefur tilkynnt þátttöku (Meltdown- hátíðinni sem haldin er á suð- urbakka Thames í júní. Hún verður þar með prógram sem er sett saman af ljóðum hennar og lögum, textum Blake og Brechts. Hátíðin stendur ffá 11. til 26. júní. í fyrra var það Morissey sem var helsta tromp- ið í Royal Festival Hall, en nú er það Patti. Hún mun flytja með öðru allt uppleggið sem var á hennar fyrstu plötu fyrir þrem- ur áratugum, Horses. Guardian segir komu hennar til Lundúna ítreka enn þann róttæka svip sem verður á Meltdown þetta sumarið: Steve Earl, Yoko Ono og Rachid Taha, franskur alsírskur artisti. Nýr listasalur verður tekinn í notkun við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna í dag. Þar sýnir Frank Ponzi listfræðingur myndir úr fórum Williams Howell frá síðasta áratug nítjándu aldar sem sýna þjóðlíf í landinu. FRANK PON/I howells ÍSLAND Sýningin á nær hundrað ljós- - myndum bregður skýru ljósi á þau efrii sem ferðamenn frá Evrópu sáu hnýsilegust við lífshætti okkar um aldahvörf. Tvítyngd bók Sýningin er sett saman í tengslum við útgáfu bókar Ponzi sem á íslensku og ensku gerir grein fýrir ferli Howells og ferðum hans hingað norður, bæði á eigin vegum og sem leiðsögumaður auðugra landa sinna. Ponzi hefur að vanda dregið saman nýjar heimildir og mikinn fróðleik um íslenska menn- ingarsöigu og þjóðlíf á horfinni ú'ð. Ljósmyndir, sem Howell tók á gler- plötur á ferðum sínum um landið eru einstakur myndarfúr frá sfðasta tug 19. aldar. Hæsta fjall landsins HoweÚ var brautryðjandi eins og ú'tt var um þá sem lögðu á sig ferðir á ótroðnar slóðir. Hann var fyrstur manna að komast á Hvannadalshnúk 1891 og gekk yfir Langjökul þveran 1899. Hann skÚdi eftir sig mikið af gögnum um þá gríðarlegu breyúngu sem varð hér á árunum milli 1890 - 1901, en það ár drukknaði Howell í Hér- aðsvötnum og var grafinn að Miklabæ. Ungfrúin í Brattholti Myndir hans sýna okkur m.a. gömlu Reykjavík, landsbyggðina, náttúrufyr- irbæri og horfna sögustaði. Einnig myndir, sem ekki hafa sést áður af prestum, skáldum, bændum og búaliði og af hetjum eins og ungri Sigríði Tóm- asdóttur í Brattholti. Úrval mynda ___________________hans hefur nú ver- Howell tók þessa mynd árið 1898 af fjölskyldunni i Brattholti. Sig- riður Tómasdóttir, sem situr hér til hægri við móður sína og systur, myndi seinna verða landsþekkt fyrir að bjarga Gullfossi frá því að lenda í höndum óprúttinna manna, sem höfðu í hyggju að vlrkja fossinn. HOWELL’S ICELAND ið stækkað upp og verður til sýnis næstu vikur í þessum nýja sýn- ingarsal þeirra Mosfellinga, en þar í sveitinni hef- ur sýningastjórinn búið um áratuga skeið. Bók hans „Howell á íslandi" verð- ur til sölu á sýningunni sem opnar kl. 15.30 í dag og verður opin á opnunar- tíma Bókasafrisins. BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur ♦ Listabraut 3,103 Reykjavík STÓRA SVIÐ DRAUMLEIKUR Þrælaættir e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeiid LHÍ. Fö 6/5 kl 20 Fö 20/5 kl 20 Fö 27/5 kl 20 '' Siðustu sýningar HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir Vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar I kvöld kl 20, Su 8/5 kl 20, Fö 13/5 kl 20 Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 - Stðustu sýningar HÉRI HÉRASON I e. Coline Serreau Lau 7/5 kl 20, Uu 21/5 kl 20 - Sfðustu sýníngar KALLI A ÞAKINU e. Astrid Undgren I samstarfi við Á þakinu Su 1/5 kl 14 - UPPSEIT Su 1/5 kl 17 - UPPSEIT, Fi 5/5 kl 14, - UPPS. Lau 7/5 kl 14, Su 8/5 kl 14 - UPPS. Lau 14/5 kl 14, Su 22/5 kl 14 Éíörn 12 ára og yngri fá frítt i Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna NÝJA SVIÐ/UTLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN TERRORISMI e. Presnyakov bræður Fi 5/5 kl 20, R 12/5 kl 20. ALVEG BRILLJANT SKiLNADUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. I kvöld kl 20 - UPPS, Su 1/5 kl 20 - UPPS, Mi 4/5 kl 20 - UPPS, fi 5/5 kl 20 Fö 6/5 kl 20 - UPPS, Uu 7/6 kl 20 - UPPS, Su 8/5 kl 20, Fi 12/5 kl 20 - UPPS, Fö 13/5 kl 20 - UPPS, Uu 14/5 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf:Á SENUNNI.SÖGN ehf. og LA Fi 12/5 kl 20 -Aukasýmng RIÐIÐ INN í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds. I samstarfi við leikhópinn KLÁUS. I kvöld kl 20, Fö 6/5 kl 20, Uu 7/5 kl 20 ^DANSLEIKHÚSIÐ^ AUGNABLIKIÐ FANGAD fjögur tlmabundin dansverk Islenska ríkisútvarpiö hefur tryggt sér rétt á fjögurra þátta syrpu frá danska sjónvarpinu sem erstórfróö- leg og sumpart skemmtileg í upprifjun á duttlungum örlaganna: Ættirþræi- anna (Slavernes slægt) nefnist hún og veröur sýnd næstu þríðjudagskvöld en þar er fjallaö um norræna afkomend- ur svartra þræla úr hinum fræga gullna þríhyrningi: Danmörku, Afriku og eyjunum í Karabíska hafinu. I fyrsta þætti er Camillu, 29 ára Kaupmannahafnarkonu, fylgt til Karí- bahafseyja i leit aö uppruna hennar. I öörum þætti ersagt frá því aö áriö 1905 voru tvö svört börn send frá Vestur-lndíum til Kaupmannahafnar og höfö til sýnis ÍTfvali á hinni frægu nýlendusýningu þar sem Jóhann Sig- urjónsson mótmælti þátttöku Islands. Fylgst er meö djasspianistanum fræga, Ben Besiakov, reyna aö hafa uppi á ættingjum sínum á eynni St. Croix. Iþriöja þættinum er farið tii Afríku, Brasiliu, Vestur-lndía meö afkomend- um þræla sem leita upplýsinga um áa sína og uppruna og í lokaþættinum berst sagan til íslands. Einn svartur þræll, Hans Jónatan aö nafni, bauö sig fram í orrustu Dana gegn breska flot- anumáriö 1801. Hann varsíöan dæmdur til áframhaldandi þrældóms en flúði til Islands og hér stendur út af honum mikil ætt sem nokkrir tands- frægir Islendingar tilheyra. Þetta eru skemmtilegir þættir eins og allir vita sem sáu þá fyrir nokkru um breiöband eöa á digital Islandi þegar þeir voru á dagskrá danska sjónvarpsins. En þá spuröu mórgir: Hvenær kemur aö því að danska sjón- varpið geri stórfróðlega þætti um ör- lagasögur sem tengjast aldalangri ný- tendu þeirra hér á landi? Nóg eru spennandi efnin í þeirri iöngu sögu, kæri þeir sig um að rifja hana upp á annaö borð. - gildir ekki á barnasyningar Su 1/5 kl 19:09 Siðasta sýning Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is • Miðasalan i Borgarleikhusinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.