Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ2005
Helgarblað DV
Jón Ásgeir Jóhannesson á
tískusýningu Jón Asgeir hefur unnið
náið með Sigurði og Magnúsi eftir að
Oasis, sem er að stórum hiuta i eigu
Baugs, keypti Karen Millen sem nú er
rekið undir eignarhaldi Mosaic.
■
Eftir söluna á Karen Millen keyptu þeir
20 prósenta hlut í Shoe Studio sem á
300 skóverslanir í Bretlandi. Fyrir
þann hlut greiddu þeir 17 milljarða
íslenskra króna. Shoe Studio
keypti síðan Ruby Con sem
rekur 300 kvenfataverslanir
undir merkjum
Warehouseog ?j;
Principles.
Æ '
Með mörg járn f eldinum
Magnús og Sigurðureru
alltafað leita nýrra tækifæra
og munu án efa auka enn
frekar umsvifsln.
markað. Karen Millen velti um 50
milljónum punda á þessum tíma en
er nú orðið hluti af Mosaic sam-
stæðunni sem veltir 500 milljónum
punda. Vinskapur Sigurðar og
Magnúsar er sagður einstaklega
sterkur og eru þeir mikið saman,
bæði í vinnu og í frístundum. Báðir
eru þeir búsettir á íslandi þó þeir
fari nánanst hverri viku til Lundúna
þar sem þeir eru stöðugt að skoða
ný fjárfestingatækifæri. Saman eiga
þeir félagið MOGS (Magnús og Sig-
urður), auk þess sem þeir eiga Katla
Holding ásamt Kevin sem er enn ná-
inn vinur þeirra. Kevin er vellauðug-
ur og hefur verið duglegur að fjár-
festa í íslenskum félögum auk þess
sem hann er umsvifamikill í íjárfest-
ingum í Bretlandi þar sem hann býr
ásamt íslenskri konu sinni og barni
þeirra.
Græddu milljarða
í fyrra seldu þeir Oasis Group
sem er að stórum hluta í eigu Baugs
og Karen Millen eftir þriggja ára
uppbyggingu sem skilaði þeim
milljörðum í hagnað. Allir eru þeir
hættir að starfa fyrir Karen Millen og
einbeita sér að öðrum fjárfestinga-
verkefnum. Mikið vatn hefur runnið
til sjávar síðan leiðir þeirra lágu fyrst
saman fyrir um fjórum árum, þegar
tveir djarfir og stórhuga íslendingar
læddu hugmyndum sínum að
breskum kaupsýslumanni og eru nú
orðnir að milljarðamæringum. Ný-
lega keyptu þeir hlut í FL group, en
fyrir eiga þeir talsverðan hlut í
Baugi, Mosaic og OgVodafone.
Kevin Stanford er Uklega stærsti er-
lendi fjárfestirinn á íslenskum fjár-
málamarkaði. Magnús og Sigurður
h'ta á fjárfestingar á fslandi sem
aukabúgrein. Nýlega keyptu þeir
stofnfjárhlut í Sparisjóði Hafnar-
fjarðar þar sem umdeild yfirtaka
hefur átt sér stað. Þeir gera lítið úr
þátttöku sinni í þeim aðgerðum
enda hljóðlátir fjárfestar sem leitast
frekar eftir ávöxtun en valdatöku í
fyrirtækjunum sem þeir koma að.
Yngstu milljónamæringar ís-
lands
Lítið hefur borið á þeim Sigurði
og Magnúsi undanfarin ár enda hafa
þeir staðið í umfangsmikilli upp-
byggingu í Bretlandi sem hefur verið
hljótt um. Eftir söluna á Karen Mil-
len keyptu þeir 20 prósenta hlut í
Shoe Studio sem á 300 skóverslanir í
Bretlandi. Fyrir þann hlut greiddu
þeir 17 milljarða íslenskra króna.
Shoe Studio keypti svo Ruby Con
sem rekur 300 kvenfataverslanir
undir merkjum Warehouse og
Principles. Yfirbyggingin í kringum
umfangsmikil viðskipti þeirra er
ekki sjáanleg enda eru þeir heima-
kærir og vinna að heiman frá sér
þegar þeir eru á íslandi en eru með
aðstöðu á skrifstofu í Lundúnum.
Sigurður býr í Hafnarfirði með konu
sinni og ungu bami þeirra en Magn-
ús á Bergstaðastræti þar sem hann
leigir hús. Hann á stórt land í Hafn-
arfirði þar sem hann hyggst byggja
sér framtíðarheimili. Magnúsi þykir
gott að vinna heima hjá sér þar sem
hann hugsar um fjögurra ára son
sinn á milli þess sem hann gerir
stóra viðskiptasamninga úr eldhús-
inu á Bergstaðastræti. Sigurður er
líka jarðbundin í Hafiiarfirði með
fjölskyldu sinni. Þeir Sigurður og
Magnús em líklega yngstu millj-
arðamæringar landsins. Þeir héldu
til Lundúna fýrir fjórum ámm með
tvær hendur tómar en fluttu aftur til
íslands í fýra með fullar hendur fjár.
Samkvæmt heimildum DV er áætl-
aður auður þeirra á milh 5 og 6 millj-
arðir, eða nálægt þremur milljörð-
um á hvorn.
freyr@dv.is
bergljot@dv.is
Kynntust á borðtennismóti
Magnús var enn með hugann við
veitingarekstur í kringum aldamótin
2000. Hann var einn af frumkvöðl-
um að opnun TG. Friday’s-veitinga-
staðarins í Smáralind og átti stóran
hlut í rekstrarfélaginu Tankinum á
móti Íslensk-Ameríska. Tankurinn á
lfka veitingastaðina Burger King á
íslandi. Magnús seldi hlut sinn fljót-
lega og á Ágúst, faðir hans, nú félag-
ið á móti Íslensk-Ameríska. Um
svipað leyti kynnist Magnús Kevin
Standford, stofnanda Karen Millen
sem var hér í heimsókn á vegum
NTC móðurfélags tískuverslanna
Sautján. Kevin var í fylgd með Sig-
urði Bollasyni sem þá starfaði hjá
NTC, umboðsaðila Karen Millen á
íslandi. Magnús og Sigurður höfðu
kynnst á borðtennismóti grunnskól-
anna en Sigurður var margfaldur ís-
landsmeistari í borðtennis. Magnús
var sleipur í skák en Sigurður snarp-
ari í borðtennis og hafði sigrað
Magnús forðum daga á grunnskóla-
mótum. Sigurður kynnti Kevip fyrir
Magnúsi í þessari fyrstu heimsókn
hans til íslands. Mikill vinskapur
tókst með þremenningunum en
Kevin heillaðist af hugmynda- og
frumkvöðlakrafti þeirra SigurÖar og
Magnúsar. Sagan segir að Kevin hafi
fljótlega eftir þennan fyrsta fund
boðið þeim í siglingu á skútu hans í
Miðjarðarhafinu. Kevin hafði gaman
af því hvað strákarnir höfðu mikla
trú á fýrirtæki hans. Magnús losaði
sig í kjölfarið undan öllum veitinga-
rekstrinum til að einbeita sér ásamt
Sigurði að opnun Karen Millen-
verslana á Norðurlöndunum.
Ævintýrið hefst
í kjölfarið bauð Kevin þeim að
koma í auknum mæli inn í rekstur
fyrirtækisins og reifaði hugmyndir
um að selja þeim stóran hlut í Karen
Millen. Magnús og Sigurður höfðu
mikla trú á félaginu og vaxtarmögu-
leikum þess og ákváðu að leggja allt
undir til þess að eignast hlut í félag-
inu. íslenski fjármálamarkaðurinn
var í hálfgerðum molum eftir fjár-
mögnaræðið í kringum aldamótin
þegar fjárfestar töpuðu miklu á
vondum fjárfestingum og hug-
myndum sem aldrei urðu að veru-
leika. Kaupþing hafði trú á verkefn-
inu og vann Armann Þorvaldsson,
sem nú stýrir Kaupþingi í
Lundúnum, að því að klára fjár-
mögnunina sem tók eitt og hálft ár.
Oft var tvísýnt um fjármögnunina
en þeim tókst á endanum með
þrautseigju og dugnaði.
Hraður vöxtur
Sigurður hafði mikla þekkingu á
tískubransanum og hafði staðið við
hlið föður síns, Ásgeirs Bolla Krist-
inssonar og Svövu Johansen að
rekstri Sautján frá unglingsaldri. Eft-
ir að strákunum tókst að ijármagna
kaup sín í fyrirtækinu flutti Sigurður
til Lundúna við að stýra útrás Karen
Millen og hafði hann yfirumsjón
með að opna verslanir um allan
heim. Sigurður reyndist mjög öflug-
ur í þessu verkefni og trú Kevins á
hugmyndum drengjanna styrktist
við það, auk þess sem vinskapur
þeirra þriggja efldist og hefur verið
traustur alla tíð síðan. Fljótlega urðu
hugmyndir þeirra að veruleika og
kom Magnús einnig að uppbygging-
unni með sýn sinni á framtíð þess.
Þeir opnuðu Karen Millen-búðir í
Bandaríkjunum, á Norðurlöndum,
Evrópu og í Mið-Austurlöndum.
Fjárfestingin hefur alltaf staðið und-
ir sér og allir sem voru með í upphafi
högnuðust verulega,ekki síst Kaup-
þing sem þá var að stíga sín fyrstu
skref á breskum markaði með kaup-
um á félagi sem var ekki skráð á
Nýjar matarmiklar samlokur í innsigluðum
umbúðum sem tryggir enn meiri ferskleika.
FERSKUR I BÚÐIR A HVERJUM DEGI
www.somi.is