Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Blaðsíða 31
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 31 Hildur átti ellefu ára brúð- kaupsafmæli í sumar Hún segist alltafhafa vitað að Halldór veeri sá rétti enda hafa þau átt einstaklega vel saman frá fyrsta degi. „Þetta var furðuleg reynsla. Að vera skyndilega kastað inn í einhvern fjarstæðukenndan heim sem ég botnaði ekkert í. Mér leið eins og Lísu í Undra- landiþví ekkert var eins og ég átti að venjast." ildur tók við stöðu forstjóra Útlendinga- stofnunar í febrúar á þessu ári en hún segist aldrei hafa ætíað sér að enda í forstjórastólnum. „Ég er auðvitað mjög ánægð með nýja starfið en það var samt aldrei planið að næla sér i forstjórastólinn," segir Hildur og glottir. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla ís- lands árið 2000 og hefur hún því náð ótrúlegum árangri á stuttum starfs- ferli. Hildur er einnig í yngri kantin- um í samanburði við marga aðra stjórnendur, eða aðeins 34 ára. „Ég áttaði mig í raun ekki á því fyrr en eftir á að það var röð tilvilj- ana sem gerði það að verkum að ég endaði í þessari stöðu. Yfirleitt er það líka þannig í lífinu. Þetta snýst meira um að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Þegar staðan var auglýst ákvað ég að sækja um og áður en ég vissi af var ég orðin forstjóri. Þetta gerðist sem sagt allt mjög hratt," tekur Hildur fram. Furðulegt að vera þekkt andlit ísland er svo h'tið samfélag að það þarf ekki mikið að gerast til að fólk verði þekkt. Vegna forstjóra- starfsins kemur Hildur oftar kunn- uglega fyrir sjónir en áður. „Það þarf lítíð til þess að fólk verði þekkt nafn hér á landi því almenningur hefur gaman af því að vita eitthvað um ná- ungann. Ég hef að vísu ekki orðið vör við neitt nema jákvæða athygli varðandi nýju stöðuna sem forstjóri. En þar sem mitt hlutverk er að vera andlit fyrirtækisins með því að svara fyrir- spumum fjölmiðla og þess háttar og því kemur fyrir að fólk kannist við mig. Það er svolítið skrýtið að kom- ast að því að skyndilega þekkir fólk mig úti á götu," segir Hildur. Forstjórar verða líka að vinna Maður getur rétt ímyndað sér að nýja starfinu fýlgi meiri ábyrgð og meiri vinna en Hildur segir fjöl- skylduna styðja sig í einu og öllu. „Ég á tvö börn, Andra Pál sem er sjö ára og Lönu Kristíu sem er fjögurra ára. Þeim finnst þetta allt saman voðalega merkilegt. Þau skilja samt ekki hvers vegna ég get eldd bara verið heima og slappað af fyrst ég er forstjóri. Ég ætti bara að láta aðra um að vinna. Og fyrst ég er komin með svona fína skrifstofu, af hverju ég get þá ekki bara verið að leika mér í tölv- unni allan daginn. Ég reyndi að benda þeim á að maður þyrfti nú líka að vinna. Annars yrði ég nú ör- ugglega ekki lengi forstjóri," segir Hildur og hlær. Annars er álagið í vinnunni að sögn Hildar ekki meira en áður en það er öðruvísi. Hefur hún sett sér þá reglu að passa að vinnan taki ekki yfir líf hennar. Enda er hún þeirrar skoðunar að ef fólk ætíar sér að end- ast í starfi verði það að halda nokkuð góðu jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Annars er hætta á að fólk brenni út. „Á endanum er þetta líka bara vinnan mín. Það sem mér er kærast eru auðvitað börnin mín og maður- inn minn. Þó svo að vinnan sé auð- vitað mikilvæg vill maður rækta fjöl- skyldulífið líka. Maður á að geta gert hvort tveggja ef skipulagið er í góðu lagi," útskýrir Hildur. Langar að hjálpa öllum Útíendingastofnun sér um að veita tilvonandi innflytjendum land- vistarleyfi. Það kemur þó auðvitað fyrir að beiðnum er synjað eða fólki vísað úr landi. „Það eru auðvitað ekki okkar perónulegu skoðanir sem skipta máli en við erum að fylgja lög- um og reglum. Við höfum ekki leyfi til að segja já ef umsækjandinn upp- fyllir ekki ákveðin skilyrði. Jafnvel þótt okkur langi það. Ég er nefnilega gjörn á að hafa samúð með fólki sem er að sækja um landvistarleyfi. Enda eru þetta, þegar öllu er á botninn hvolft, manneskjur en ekki einhverj- ar skýrslur. Ég hef því þurft að læra að taka hlutina ekki of mikið inn á mig," segir Hildur. Það er vel skiljanlegt að það geti tekið á að ákveða hvetjir fá inn og hverjir ekki en Útíendingastofnun hefur ekki svigrúm til að fara fram- hjá lögunum. „Þetta er án efa erfið- asti hlutinn af starfinu. í sumum til- fellum getum við aftur á móti að- stoðað fólk sem er í erfiðri aðstöðu og það er auðvitað alveg jafn gefandi og hitt er erfitt," útskýrir Hildur. Ætlaði að verða læknir Hildur vann í fyrstu sem lögfræð- ingur hjá Útíendingastofnun en lög- fræðin var ekki alltaf það sem hún ætlaði sér að læra. Upprunalega var hún harðákveðin í að fara í læknis- nám þar sem bæði faðir hennar og afi voru læknar. „Ég byrjaði í náminu en hætti fljótíega. Fann mig einfaldlega ekki í því. Ákvað svo að prófa lögfræðina því maðurinn minn lofaði hana óspart. Ég ákvað að fara að hans ráð- um að gamni og líkaði svona rosa- lega vel við námið. Það má því segja að hann hafi leitt mig inn á þessa braut. Þetta er eins og með margt annað í mínu lífi. Það gerist allt fyrir hálfgerða slysni og er sama sagan með lögfræðina og forstjórastöð- una. Ég ákvað að skella mér í inn- flytjendamál til að breyta til og áður en ég vissi af var ég orðin forstjóri," segir Hildur. Giftist æskuástinni „Ég og maðurinn minn, Halldór Þorkelsson, kynntumst sumarið fyr- ir menntaskóla. Hann var nánast minn fyrsti kærasti og við höfum verið óaðskiljanleg síðan," tekur Hildur fram og brosir. „Við áttum ellefu ára brúðkaupsafmæli í sumar. Rosalega fannst mér ég vera gömul! Við giftumst líka frekar ung, eða þegar við vorum 23 ára. Þetta var ekki svo stórt stökk því ég vissi ein- hverra hluta vegna að hann yrði alltaf maðurinn minn." Vissi að Halldór væri sá rétti í tilvikum eins og hjá Hildi og Halldóri má velta fyrir sér hvernig þau vissu hvort rétti lífsförunautur- inn hefði orðið fyrir valinu. Halldór er eini maðurinn sem Hildur hefur verið með tii lengri tíma auk þess sem þau kynntust mjög ung. HÚdur segist hins vegar aldrei efast um að hafa valið rétt enda hafi þau átt ein- staklega vel saman frá fyrsta degi. „Við erum bestu vinir og höfum alltaf verið það. Ég get ekki hugsað mér að eyða lífinu með neinum öðrum," segir Hildur. Kroppasýningar ekki í uppáhaldi Það þekkja kannski ekki allir visst tímabil í h'fi Hildar en hún er fyrrverandi fegurðardrottning. Lenti hún í öðru sæti í Ungfrú ísland árið 1989, aðeins átján ára gömul og vann í kjölfarið um stund í heimi fegurðar og fríðleika. „Ég tók fyrst þátt í Ungfrú Skand- inavíu í Finnlandi eftir íslensku keppnina. Mér fannst finnska keppnin reyndar kjörið dæmi um það sem fólk kallar kroppakeppni. Þá fékk ég á tilfinninguna að þetta væri nautgripasýning eða eitthvað slíkt. Það má vel vera að keppnin hafi breyst til hins betra en þetta var allavega ekki fyrir mig," tekur Hildur fram. Eftir Ungfrú Skandinavíu var ferðinni hins vegar heitið til Los Angeles þar sem hún tók þátt í Miss Universe. Þar lenti hún í heilmiklum ævintýrum sem enduðu með því að hún hreppti fimmtánda sætið. Leið eins og Hollywood- stjörnu í borg englanna „Þó svo að fegurðarsamkeppnim- ar hafi verið mjög skemmtilegar á sínum ú'ma, þá er spurning hvert inntakið var þegar maður lítur til baka. Að keppast um að vera sætur er dáh'tið umdeilanlegur bransi. Þetta var samt ofboðslega góð reynsla er og oft eini vettvangurinn fyiir margar stelpur að koma sér á framfæri. Ég er samt ekki frá því að ég hafi verið aðeins of ung á sfnum tíma. Þegar ég tók þátt í Miss Universe var ég skyndilega kominn í heim þar sem komið var fram við mig eins og einhverja Hollywood-stjömu," rifjar Hildur upp. Mátti hún varla yfirgefa hótelherbergi sitt án þess að hafa tvo lífverði við hhð sér því alltaf var múgur og margmenni á svæðinu sem sóttist eftir eiginhandarárit- unum. „Þetta var mjög furðuleg reynsla. Að vera skyndilega kastað inn í ein- hvern fjarstæðukenndan heim sem ég botnaði ekkert í. Mér leið hálfveg- is eins og Lísu í Undralandi því ekk- ert var eins og ég átti að venjast," segir Hildur og skehir upp úr. „AUtaf í einhverjum stjömufansi í boðum með kvilonyndastjömum og svo framvegis. Þegar ég tók þátt í Ungfrú íslandi gmnaði mig ekki hvað ég var að fara út í enda hafði ég ekkert fylgst með fegurðarsamkeppnum áður. Ég er samt mjög sátt við þá reynslu sem ég aflaði mér á þessum tíma enda var þetta ákaflega þrosk- andi." Reynslan mótaði mig „Það er aUtaf frekar leiðinlegt þegar fólk er með mikla fordóma gagnvart fegurðarsamkeppnum en ég skU það samt betur í dag en áður. Þegar maður horfir á þessar keppn- ir, þá sér maður kroppasýningu. En það sem fólk sér ekki er öU vinnan á bak við keppnina og reynslan sem keppendur fá við að koma fram og vera með í ferlinu frá byrjun tU enda. Ég sé ekki eftir að taka þátt í þessum heimi enda hefur þessi reynsla átt sinn þátt í að gera mig að þeirri manneskju sem ég er í dag," útskýr- ir Hildur. Það fýlgir því oft ákveðin ímynd að hafa tekið þátt í fegurðarsam- keppnum. Að því fylgi einungis útlit- ið en ekkert vit í koUinum. Það er að sjálfsögðu algjör rökleysa að halda því fram um aUa þá sem slíkt hafa prófað. „Það er langt sfðan þetta var og það er ekki eins og það skipti máli þótt ég hafi tekið þátt í nokkrum keppnum þegar ég var yngri. Ég get ekki ímyndað mér að fólk komi með athugasemdir varðandi þetta í sam- bandi við ráðningu mína," segir Hildur og skellir upp úr. Það verður lflca að teljast ólíklegt að Hildur hafi verið ráðin í stöðuna útíitsins vegna. iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.