Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Side 43
I>V Helgarblað LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 43 Salt: Nýtt matapgerQanmusteri Veitingarýni Fjalakötturinn Pipar-og-salt litur Nýtt matargerðarmusteri er komið til skjalanna. Til viðbótar við Grillið, Humarhúsið og Sjávar- kjallarann er komið Salt á hóteli 1919 í gömlu Eimskipafélagshöll- inni í Pósthússtræti. Aðalsmerki staðarins er matreiðslan sem er ekki bundin í viðjar Bocuse, held- ur leggur meiri áherzlu á eðlis- bragð hráefna. 50 sæta matsalurinn er hægra megin við Pósthúsinngang hótels- ins. Hann er grár, mest í salt-og- pipar gráu, stólar, borð, skyrtur þjóna. Veggir eru ljósgráir með speglum og létt gluggatjöld eru daufbrún. Þetta er einn naurh- hyggjustaða nútímans, ber með sér varfærið yfirbragð brezkra séntilmanna úr City. Kitlað við bragðlauka Ragnar Ómarsson er einn af stjörnukokkum landsins. Réttir hans voru samfelld ánægja bragð- laukanna. Fyrst kom létt og gott lax- og mangótartar, smásaxað. Forréttir voru enn betri, óvenju- lega meyr hörpuskel og krækling- ur, kryddað með sítrónublandaðri fenniku, hvítlauk og basil. Sjávar- réttasúpa var froðukennd og bragðsterk með hörpuskel og kræklingi til hliðar. Annar aðalrétturinn var krydd- gljáður hlýri blandaður skelfiski, saffran, ertum og pasta, sem líkist hrísgrjónum og er kallað orzo. Hinn aðalrétturinn var salt- og sítrónubakaður lamba- hryggvöðvi, skorinn í teninga, hæfilega eldaður, borinn fram með kartöflustöppu og rosalega góðu brisi. Eftirréttir slakari Forréttir og aðalréttir voru spennandi á matseðlinum og gáfu fullt hús stiga. Minni tilþrif voru í eftirréttum: Panna cotta-búðing- ur blandaður kókoshnetum, bor- inn fram með alltof bragðsterkri kirsuberja-ísfroðu, og Crema catalana-búðingur með engifer og stökkri karamelluskorpu, borinn fram með hefðbundnum núgatís. Það kostar 6.400 krónur að borða þríréttað á Salti, fyrir utan vín og kaffi. Sæmilegt úrval vína var selt í glasavís. Þjónusta er i góðu samræmi við verðlag og metnað staðarins. Vatnsglösin voru úr stíl, sennilega óbrjótanleg, góð fyrir kaffi í sveitinni. Diskar voru ferkantaðir og háifmattir glerdiskar. Fjögurra stjörnu staður Salt fær fjórar stjörnur og 16 stig af 20 mögulegum, sama og Humarhúsið og Sjávarkjallarinn, einu stigi minna en Grillið. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús. Valíð fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur FOSFOSER MEMORY Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 Stafirnir i reitunum mynda nafn á verkalýðsfélagi í Reykjavik. Lausnarorð síðustu krossgátu var Strákarnir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.