Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.2005, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST2005 Fréttir tXV 1 Mountbatten myrturaf IRA I dag Lesendur Úr bloggheimum Kötturinn týndur „Sumt er hreinlega ofsárt til að blogga um það. Þegar ég vafraði stefnu- laust um portið fyrir aftan hús heima og reyndi að nota meint vasaijós ná- grannans tilað lýsa jörð- ina upp missti ég alla von. Þegar ég kom heim úr vinn unni á föstudagskvöldið var búrið hans Klóa tómt. Hann hafði komist með klækjum út úr þvl og tekið stefnuna beint út um eldhúsgluggann. Það var dimmt og kalt, rok og rigning." kaninka.net/halla/ Fjári góöur á gítarinn „Ukt og þið hafið tekið eftirþá hefég haft úrnokkuð miklum tima að moða uppá síðkastið, sá tími hefur farið mikið i það að spila á gitarinn og er ég nokkuð sáttur með hvað maður er orðinn fjári góður. Maður er farinn að kunna öll lögin i bókinni, taka sóló og nennir ekki að tala i sím- ann eftir næstum 4 tima sön- gæfingu I leiðinni. Það er góður kostur að búa einn / sínu eigin húsi og þurfa engar áhyggjur að hafa afeinhverjum nágrönn- um og veseni. Ósótemio." „ logi-geirsson.de Deep tanað handbolta módel „Deep tanadur eftir Mallorca. Tommi i heimsokn og aetlum ad runta adeins a morgun eftir goda helgi i DUS...DUS - Prague - Berlin - DUS - Amsterdam - London - Heim i brud- kaupid hja Pardusnum. Hitti ANton fraenda i Shagaluf tar sem hann vinnursem bartjonn. Hann hefur tad„Snuuuugt“ tarna og byr med 5 odrum playboyum og mixa teirsaman uti eitt öll kvöld. Var tarna i 2 naetur og all- mörg hanastel. Tolvan bilud tannig eg -m kemst ekki a netid heima, sit tvi i klistugri tyrkjasimabullu med windows 98...almost Lifog fjör Efeinhver veit um gott hotel i prague endilega latid mig vita.* markusmani.tk Million dollar baby „jæja, ég lenti I þvl aö gella sem ég var með I grunnskóla kemur fljúgandi út aftraffic og lendir svona líka smekklega ofaná mér með þeim afleiðingum að ég fell aftur fyrir mig, enda ekki æfð í að taka ámóti 95 kllóa kvennmanni með mjólkurbú flóa- manna framan á sér. Ég féll ekki bara, neinei, ég tók million Sbabyá þetta og beit með vinstri jöxlum í gangbrautarstaurinn með þeim afleiðingum að jaxlarnir flugu x útog beint á unga konu með barnavagn, blóð og tilheyrandi rautt skraut fylgdi að sjálfsögðu með." sigga_dogg.blogspot.com Á þessum degi árið 1979 var Louis Mountbatten lávarður myrt- ur af írska lýðveldishernum. Mountbatten, sem var gömul stríðshetja og frændi Elísabetar II. Englandsdrottningar, lést þegar bátur hans var sprengdur í loft upp fyrir utan strönd írlands. Þrír aðrir létust í árásinni þar á meðal 14 ára gamalt barnabarn hans, Nicolas. Hryðjuverkamenn innan raða írska lýðveldishersins komu fimmtíu punda sprengju fyrir í bátnum. Þeir voru iðnir við kolann þennan dag því seinna um daginn létust átján breskir fallhlífahermenn í sprengjuárás þeirra. Morðið á Mountbatten var fyrsta árás írska lýðveldishersins á bresku konungsfjölskylduna og varð til þess að Bretar urðu enn harðari í afstöðu sinni gegn hernum og gerði það að verkum að Margret Thatcher, þáverandi forsætisráð- herra Bretlands, herti verulega á aðgerðum gegn hryðjuverkamönn- um. Thomas McMahon, einn með- lima IRA, var síðar handtekinn og fundinn sekur um að hafa undirbú- á þessum degi árið 1867 hófst gos í Vatnajökli nálægt Grímsvötnum og stóö þaö í þrettán daga. ið og komið fyrir sprengjunni sem varð Mountbatten að aldurtila. McMa-hon var goðsögn innan IRA og var einn sá fyrsti sem var sendur til Lýbíu til að læra að fara með sprengiefni. Hann var sá eini sem var fundinn sekur í þessu máli og dæmdur til lífstíðarfangelsis. Hon- um var sleppt árið 1988 og hefur síðan snúið sér að smíðum. Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Ónákvæmni Á forsíðu DV í gær er vitnað í Björn Þorra Viktors- son, formann félags fast- eignasala, og sagt fortaks- laust bann fasteignasala við að selja ættmennum fast- eignir. Þama gætir óná- kvæmni í tilvitnun í fréttina þar sem segir að fortakslaust bann sé við því að fasteigna- sali kaupi eign sem hann er með til sölumeðferðar og nái það bann einnig til barna hans og maka. Er Björn Þorri beðinn velvirðingar á þessu. bara í það súra epli. Verra fannst mér á miðvikudaginn þegar ég tók far með leið 26. Strætóinn varð hreinlega bensínlaus á Kringlumýrarbraut- inni. Það þurfi mann með fimm lítra brúsa til að koma skepn- unni aftur af stað. Ég held að minnsta sem maður geti farið fram á, ef maður þarf að ferðast með strætó, að nóg bensín sé á bilnum. f frétt sem birtist í DV í gær um strák sem bíður eftir plássi á frístundaheimili misritaðist að Sigríði, móður drengsins, hefði verið boðið í atvinnuviðtal fyrir starf á frístundaheimilinu í Haldið til haqa Breiðholtsskóla. Hið rétta er að Miðberg sér um frístundaheimil- in í Breiðholtinu og var Sigríður boðuð í atvinnuviðtal fyrir starf í Hólabrekkuskóla. Þar sem Mið- berg sér um öll frístundaheimilin í Breiðholtinu hélt Sigríður að Ólafur sonur hennar kæmist að á frístundaheimili Breiðholtsskóla þægi hún vinnuna. Ekki var hægt að gefa loforð um það og hætti Sigríður því við að fara í atvinnu- viðtalið. Sylvía Dögg Halldórsdóttir skrifar um dálæti sitt á núinu. Myndlistarneminn segir Orðin okkar Ég hef aldrei verið talin orð- heppin. Ég er því ósammála - þannig. Því enginn er raunveru- lega dómbær á hvað er heppilegt eða viðeigandi að segja í það og það skiptið. Normið og núið ráða þar yfirleitt ríkjum. Einnig er ég alveg einstaklega lagin í því að ganga fram af fólki - óviljandi - en er það orðaval mitt sem sér um þann pakkann. Ég er mikill aðdáandi núsins. Núið gerir mér allt kleift og ég skýli mér kannski oft á bak við það. Ef ég geri ekki það sem mig langar til - núna - eða segi ekki það sem ég er að hugsa - núna - gæti ég misst tækifærið. Enginn veit hvað koma skal. Orðin okkar verða að hafa tilfinningu. Ef stoppað er í hvert sinn og ofhugs- að um allt sem sagt er verður út- koman ekki jafn einlæg og ella. Hver kynslóð á sitt orðaval. Orð eða orðasambönd sem í eina tíð þóttu niðrandi eða óviðeigandi flokkast oft sem daglegt tal í núi líðandi stundar. Það eru engin stórtíðindi. Samt sem áður er fólk oft mjög viðkvæmt fyrir því sem sagt er. Að minnast á hluti sem sem koma náunganum að óvörum - því að fólk á að „kunna sig" - kallar á sannar tilflnningar. Ég þoli ekki yfirborðskenndar samræður eða yfirlýsingar. Tíma- eyðsla fyrir mér! Ég segi aldrei hluti með það að markmiði að særa fólk eða móðga. En ég rit- skoða ekki sjálfa mig. Aldrei! il i I 1 § Maður dagsins Opnar í nýju galleríi á Akureyri „Ég er að opna sýninguna Stað- sett í nýju galleríi á Akureyri sem kallast Gallerí box. Opnunin er á laugardaginn klukkan sex og sýn- ingin stendur til 17. september. Gall- eríið er rétt hjá Listasafni Akureyrar og það eru nokkrar stelpur í bænum sem sjá um rekstur þess. Á undan mér hafa meðal annars Egill Sæbjömsson og Sigga Björg sýnt hér," segir Darri Lorensen myndlist- armaður staddur í höfuðstað Norð- urlands. „Það má segja að sýningin sé þrí- þætt. í fyrstu er um að ræða teikn- ingu sem er einhvers konar útlínu- teikning af spegilmynd sýningar- rýmisins. Það er kannski svolítið erfitt að útskýra það verk en sjón er sögu ríkari. Svo er ég með hljóðverk sem er unnið upp úr hljóðum í sýn- ingarrýminu og að síðustu em á sýn- ingunni 30 ljósmyndir af smáatrið- um.“ Blaðamaður spyr hvernig honum lítist á listalífið á Akureyri. „Það er bara ágætt, sýnist mér. Það er alla vega heljarinnar menningarhátíð hérna á laugardaginn, svolítið svipað og menningarnóttin í Reykjavík. Hellingur af opnunum og listvið- burðum." Aðspurður hvort búast megi við miklu fylleríi og mannskaða um helgina segist Darri ekki hafa hug- mynd um það. „Ég vona alla vega „Berlín er algjör snilld og miklar hrær- ingar í gangi þar." ekki. Akureyringar em ljúfasta fólk, allir hressir." Um næstu skref í lífi sínu segir Darri: „Ég flutti til Berlínar í sumar og er að setjast á skólabekk þar í haust. Ég útskrifaðist frá Listahá- skóla fslands árið 2000 og var svo í smá námi í Hollandi þar á eftir áður en ég flutti til út. Berlín er algjör snilld og mikið af hræringum þar.“ að hefja framhaldsnám í myndlist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.