Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
lcelandic selt
Straumur-Burðarás og
Landsbanki íslands auk
nokkurra annara
hafa selt 55% hlut
sinn í Icelandic
Group. Kaupendur
að mestum hluta
hlutaíjár eru ISP, fé-
lag í eigu Trygginga-
miðstöðvarinnar,
Eimskip og Mirol, sem
bæði eru fyrirtæki í meiri-
hlutaeigu Magnúsar Þor-
steinssonar. Sigurjón Þ.
Árnason, bankastjóri Land-
bankans, fagnar aðkomu
fyrirtækja tengdum íslensk-
um sjávarútvegi að fyrir-
tækinu. Icelandic Group er
net fyrirtækja sem starfa
við framleiðslu og sölu á
sjávarfangi.
Forseti í fimm
til sjö ár
Stjómarskrárnefndin
sem skipuð er fulltrúum
allra flokka á Alþingi ræddi
málefni forsetaembættisins
á fundi í lok ágúst. Meðal
þeirra hugmynda sem rætt
var um er að forsetafram-
bjóðendur þurfí að hafa
meðmæli fimm til tíu al-
þingismanna og að forset-
inn þurfi að hafa meirihluta
kjósenda að baki. Nái eng-
inn frambjóðandi hreinum
meirihluta í kosningum
þurfi að kjósa aftur. Einnig
að kjörtímabil forseta verði
lengt í 5-7 ár en jafnframt
kveðið á um að enginn sitji
lengur en tvö kjörtímabil.
Króna
eða evra?
Katrín Júlíusdóttir,
þingmaöur Samfylkingarinnar.
„Ég er fylgjandi fullri aðild Is-
lands að Evrópusambandinu
og þar með fylgjandi því að
taka upp evruna á Islandi.
Með upptöku evrunnar mun
skapast meiri stöðugleiki I ís-
lensku efnahagslífi. Þegar til
lengri tíma er litið munu vextir
einnig lækka. Það er fólkinu I
landinu til hagsbóta aö búa
við þann stöðugleika sem
fylgir evrunni."
Hann segir / Hún segir
„Ég tel að við ættum að halda
okkur við krónuna ennþá.
Það á eftir að skoða þau áhrif
sem upptaka evrunnar kann
að hafa á Island og ég tel að
svo itöddu að við ættum ekki
að taka evruna upp. Ég er
andvígur aðild Islands að Evr-
ópusambandinu og tel afog
frá að hefja aðildarviðræður
þess efnis."
Kristinn H. Gunnarsson,
þingmaður Framsóknarflokksins.
Greiðslu breytt í leigu
Guðmundur Vignir Steinsson
hefur ekki miklar áhyggjur af stöðu
mála enda hefur fasteignaverð í
Hveragerði haldið áfram að hækka
þann tíma sem Linda bjó í húsinu.
Guðmundur játar því aðspurður
að búið hafi verið að gera kaup-
samning og Linda greitt ákveðna
útborgun við undirritun hans eins
og venja er. Þessari útborgun var
svo breytt í húsaleigu fyrir þann
tíma sem Linda bjó í húsinu þegar
hún allt í einu ákvað að falla frá
kaupunum.
„Ég tók þessu vel enda sam-
skipti okkar Lindu öll góð og far-
'sæl," segir Guðmundur Vignir sem
setur húsið sitt nú aftur á sölu og
þá líklega sem Lindu-húsið í
Hveragerði. Ætti það ekki að rýra
verðmæti eignarinnar.
Sannur heiðursmaður
Segja má að Guðmundur Vignir
hafi komið fram sem sannur heið-
ursmaður í samskiptum sínum við
Lindu miðað við aðstæður. Linda
var bundin af kaupsamningi en
hafði ekki fengið afsal þannig að
Guðmundi var í lófa lagið að bera
fegurðardrottninguna út án þess
að bera af þvf nokkurn fjárhags-
skaða. En hann kaus hina göfugu
leið samninganna og greiddi götu
Lindu á þann besta veg sem hugs-
ast gat. Fyrir það er Linda vafalítið
þakklát þótt ekki hafi náðst í hana í
gær til að fá sannleikann um hið
skyndilega hughvarf hennar í
Hveragerði.
Alheimsfegurðardrottningin
Linda Pétursdóttir hefur gefist upp
á því að búa í Hveragerði. Linda
festi kaup á raðhúsi þar í sumar og
var flutt inn með hunda sína og
virtist una hag sínum vel. En nú á
haustmánuðum var líkt og óveð-
ursský hefðu hrannast upp við
húsvegginn og Linda pakkaði sam-
an. Kaupsamningi var rift og Linda
fór með töskur sínar, húsbúnað,
nýfætt barn og tvo hunda til for-
eldra sinna þar sem þeir búa í Ás-
garði í Grímsnesi.
Ekki er fullljóst hvað olli en hitt er
víst að Linda var ekki borin út vegna
vanefnda á kaupsamningi. Það stað-
hæfir Guðmundur Vignir Steinsson
sem seldi henni raðhúsið:
„Við sömdum um þessi lok og
þetta var allt í góðu,“ segir Guð-
mundur Vignir sem var á sjó þegar
Linda flutti út fyrir tíu dögum.
„Linda var mest í sambandi við
konu mína út af þessu og í raun get
ég ekki tjáð mig um þetta frekar,"
segir hann.
Raðhúsið að Heiðarbrún 32 í
Hveragerði, sem var heimili Lindu
í sumar og haust, er allt hið glæsi-
legasta og metið á þriðja tug millj-
óna. í því eru sex herbergi, sólver-
önd, heitur pottur og fallegur garð-
ur. Eða eins og eigandinn orðaði
það þegar Linda flutti inn: „Þetta
er fínt hús með öllum græjum."
Heiðarbrún 32 Raðhúsiö sem Linda
keypti og var heimili hennar ísumar o
fram á haust. Metið áþriðja tug milljó
glæsileg eign sem nú verður sett aftur
ÍHveragerði.
Birgitta Haukdal alsæl að fá foreldra sína til höfuðborgarinnar
Mamma í banka og pabbi smíðar sumarhús
„Við vissum svo sem að
hverju við gengum. Vorum
vön að koma til Reykjavíkur
tíu sinnum á ári," segir Anna
Haukdal Jónsdóttir, móðir
Birgittu Haukdal, sem flutt
er í Kópavog frá Húsavík til
að vera nær dóttur sinni.
„Við vorum orðin ein eftir
fyrir norðan þannig að það
var ekki eftir neinu að bíða.
Við fórum suður."
Anna Haukdal starfaði í
banka á Húsavík og hún
fékk starf við hæfi í Reykja-
vík:
„Ég er byrjuð að vinna í
einkabankaþjónustudeild Lands-
bankans í Austurstræti og kann
því vel,“ segir Anna en viðurkenn-
ir þó að meiri ys og þys sé í miðbæ
Reykjavíkur en í rólegheitunum á
Húsavík. „Auðvitað sakna ég ým-
Birgittameð pabba og mömmu A góðri stund með Önnu oa
islegs á Húsavík og þá aðallega
kyrrðarinnar og náttúrunnar en
það er svo margt sem maður fær í
staðinn. En það er varla hægt að
bera Reykjavík og Húsavík saman.
Þetta er eins og svart
og hvítt," segir Anna
Haukdal.
Eiginmaður önnu
og faðir Birgittu er
Brynjar Víkingsson
sem starfaði sem
sjúkraflutningamaður
á Húsavík. Hann er nú
byrjaður að smíða
sumarbústaði á höf-
uðborgarsvæðinu.
Þau hjón hafa komið
sér vel fyrir í Funalind
í Kópavogi. Birgittta
dóttir þeirra býr hins
vegar á Skólavörðu-
stígnum með Benedikt
Einarssyni, syni Einars Sveinsson-
ar, fyrrverandi forstjóra Sjóvár.
Sylvía, sautján ára systir Birgittu,
er einnig komin til borgarinnar og
þar býr einnig hálfbróðir hennar.