Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Page 17
PV Sport LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER2005 77 Draumabyrjun Ölmu Rutar Hin 15 ára Alma Rut Garð- arsdóttir stal sviðsljósinu í sín- um fyrsta leik í efstu deild á fimmtudags- kvöldið þegar hún skoraði flórar þriggja stiga körfur (úr 7 tilraunum) og alls 14 stig í sínum fyrsta leik í Iceland- Express deild kvenna i körfu- bolta. Alma spilaði í 25 mínút- ur í leiknum, tók 3 fráköst og átti 3 stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Grindavík vann bikarmeistara Hauka með tólf stigum á útivelli, 70-82, en það má segja að nýju stelpumar í liðinu hafi fundið sig vel því hin bandanska Jerica Watson og Hildur Sigurðardóttir voru með 50 stig og 25 fráköst sam- an í þessum góða sigri en báð- ar gengu til liðs við liðið fyrir þetta tímabil. Alma Rut er fædd árið 1990 og var með í 16 ára landsliðinu í Evrópukeppn- inni í sumar. Frítt inn í Kaplakrika FH-ingar eru ekkert á því að gefast upp þótt á móti blási og hafa nú ákveðið annan leikinn í röð að hafa frítt inn á völlinn þegar KA-menn koma í Kaplakrikann í dag. Þetta er annar heimaleikurinn í röð sem FH bjóða á völlinn en þeir gerðu það líka gegn Val. Þjálf- arinn Atli Hilmarsson telur þetta vera nauðsynlegt til að hjálpa liðinu yfir þessa hæð. „Við þurfum að fá fólk með okkur og til þess þurfum við að standa okkur inni á vellinum. Ef við förum að standa okkur þá kemur meira fólk og þá er . aftur hægt að fara að selja inn,'1 segir Atíi sem er ánægður með framtak stjómarinnar. „Þeir em að þessu til að fá meiri stuðning á bak við liðið til að hjálpa okkur að komast yfir þetta," en FH-ingar munu reyna að ná í sín fyrstu stig í leiknum í dag sem hefst klukk- an 16.15. Norðmenn mætaTékkum Það var dregið í umspilsleiki undankeppni HM í knatt- spyrnu í gær en sex lið keppa þar um þrjú laus sæti á HM í Þýskalandi næsta sum- ar. Spánverj- ar mæta þar Slóvökum, Svisslend- ingar spila við Tyrki og Norðmenn mæta Tékkum. Sigurvegarrnir tryggja sér farseðil til Þýska- lands. Leikirnir verða spilaðir 12. og 16. nóvember og eiga Slóvakía, Tyrkland og Tékkland síðari leikinn á heimavelli. Það var keisarinn sjálfur Franz Bec- kenbauer sem dró liðin saman í Zurich í gær. Það em tvö önn- ur umspil í gangi í undan- keppni HM, Trínidad og Tóbago mætir Barein og Úrúg- væ spilar við Ástralíu en þetta em einu fimm sætin sem á eftir að fylla í úrslitakeppni HM en alls taka 32 þjóðir þar þátt. Alls voru þrettán leikmenn Chelsea uppteknir með landsliðum sínum síðustu tíu daga og það hefur því verið lítið um lykilmenn liðsins á æfingum. Okkar maður á Stamford Bridge, Eiður Smári Guðjohnsen, fór þó hvergi þar sem hann tók út leik- bann í leiknum gegn Svíum, og ætti því að koma óþreyttur inn í næstu leiki Eng- landsmeistaranna. Enska úrvalsdeildin var fljdt að taka á sig sömu mynd og hún endaði í fyrra - Chelsea með yflrburðastöðu á toppnum. Chelsea vann ensku deildina með tólf stigum í fyrra og hefur þegar náð níu stiga forskoti á toppnum eftir átta umferðir. Helstu keppi- nautar liðsins hafa verið nágrannar þeirra í Lundúnum, Charlton og Tottenham, en það er búist við að stórlið Manchest- er United og Arsenal fari að gera lokaáhlaupið til að koma í veg fyrir að missa Chelsea alltof langt frá sér. Chelsea spilar þrjá leiki á næstu átta dögum í deild (2) og Meistaradeild og fslendingar binda vonir um að nú fái Eiður Smári Guðjohnsen tækifæri til að sýna styrk sinn hjá liðinu. Það hefur verið fámennt á æfing- um hjá Englandsmeisturum Chelsea undanfarna tíu daga en alls voru þrettán leikmenn liðsins uppteknir með landsliðum sínum í und- ankeppni HM. Chelsea átti leik- menn í átta landsliðum en okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen, gat þó einbeitt sér að því að vinna sig aftur inn í myndina hjá stjóran- um Jose Mourinho. í stað þess að sjá á eftir Eiði Smára fara til móts við ís- lenska landsliðið og koma illa veikan til baka eins og úr síðasta lands- leikjahléi, þá fengu þeir félagar tæki- færi til að fara yfir málin. Eiður Smári ætti því að vera stjóranum of- arlega í huga þegar hann velur í liðið fyrir leikinn gegn Bolton í dag. Hingað til hefur Mourinho gefið okkar manni alltof fá tækifæri sem hefur vakið spurningar um framtíð hans í einu besta liði heims. Eiður Smári sjálfur hefur staðið af sér mjög harða samkeppni hvað eftir annað á undanförnum árum. Þessi ótrúlega samkeppni hefur hins vegar aukist með hverri milljónastjömunni sem liðið hefur keypt sfðan Rússinn Roman Abramovich fór að dæla peningum í félagið. Eiður Smári hefur aðeins spilað í 73 mínútur í síðustu sex leikjum liðsins eða allt síðan að Michael Essien var keyptur og var ekki í hópnum í síðasta leik þegar Chelsea vann 4-1 sigur á Liverpool. Leik- menn Chelsea svömðu þar harðri gagnrýni um að þeir spiluðu leið- inlegan fótbolta en leiða má líkum að því að Eiður Smári fái jafnfá tæifæri og raun ber vitni vegna þess hve fáar stöður í liðinu em lausar fyrir sóknarþenkjandi leik- menn. Það er næstum því heilt ár liðið síðan Chelsea tapaði síðast leik en það var þegar vítaspyma Nicolas Anelka txyggði Manchester City sigur 16. október 2004. Sá leikur var undir sömu kringumstæðum og heimaleikurinn gegn Bolton á morgun. Nú líkt og þá var þetta fyrsti leikur eftir langt landsleikjahlé þar sem Mourinho vissi ekkert um sína leikmenn í tæplega eina og hálfa viku. Hann hefur margoft kvartað yfir slíkum kringumstæðum og sakað lands- liðsþjálfarana um að mgla sína leikmenn í ríminu. Chelsea hefur unnið alla átta leiki sfna í ensku úrvalsdeild- inni til þessa, fengið aðeins tvö mörk á sig í þeim og er á góðri leið með að ógna meti Totten- ham frá 1960 sem vann þá ell- efu fyrstu leiki sfna. Metið, sem enginn sá fyrir að yrði slegið aftur, rúmu ári síð- ar, er líka í sjónmáli haldi sigurganga Chelsea-liðsins áfram. Arsenal vann 49 leiki í röð frá 7. maí 2003 til 24. október 2004 en Chelsea vantar nú tólf leiki til þess að jafha þann ffábæra árangur nágranna sinna sem þá höfðu bætt 27 ára met Nottingham Forrest. Chelsea spilar nú þrjá leiki á næstu átta dögum og að öllu eðli- Iegu ættí óþreyttur Eiður Smári Guðjohnsen að geta spilað stórt hlutverk og fengið frábært tækifæri til þess að spila : sig aftur inn í myndina i hjá Jose Mourinho. ooj@dv.is í stað þess að sjá á eftir Eiði Smára fara til móts við íslenska landsliðið og koma illa veikan til baka eins og úr síöasta landsleikjahléi, þá fengu þeir félagar Jt1 | tækifæri til að ® farayfir málin. Sjáum við Eið Smára um helgina? Eiður Smári Guðjohnsen ætti aðfáað spila með Chelsea I næstu leikjum enda úthvíldur eftir landsleikjahiéið, ólíkt flest- um öðrum leikmönnum iiðsins. DV-mynd Gettylmages FH-ingar eru langneðstir í DHL-deild karla í handbolta eftir fyrstu fimm umferðirnar Atli Hilmarsson - Algjörlega óafsakanlegt Hann hefur ekki byrjað vel vetur- inn hjá Atía Hilmarssyni og læri- sveinum hans hjá FH. FH hefur tapað öllum fimm leikjunum sínum, þar af þremur með aðeins einu marki. Atli veit að það er ekkert annað en sigur á hans gömlu félögum í KA sem kemur til greina í dag. „Ég er mjög óánægður með þessa byrjun en það sem er jákvætt er að við erum að spila betur í síðustu tveimur leikjum. Við vorum að leiða í þeim leikjum með fimm og sex mörkum en auðvitað er mjög slæmt að gefa þetta út úr höndunum á sér. Við ætíum að reyna að læra af því en eins og ég hef sagt oft áður þá er það sem skiptir öllu máli að fá eitthvað út úr þessu - að fá einhver stig. Um leið og við vinnum leik þá held ég að strákarnir fái sjálfstraust til þess að halda áfram," segir Atíi en FH er í 14. og síðasta sætí, þremur stigum á eftir HK og Víkingi/Fjölni sem eru í sæt- unum fyrir ofan „Þetta er algjörlega óafsakanlegt en ég held að við þurf- um að hugsa um næsta leik og halda áfram að bæta leik okkar. Þetta væri náttúrulega virkilega slæmt ef við •værum að spila verr en við gerðum áður. En við erum að spila betur og það þurfum við að taka með okkur í næsta leik," segir Atíi sem er óánægð- ur með ákvarðanatökuna í sóknar- leiknum. „Við erum að gera mikið af sókn- arfeilum sem andstæðingamir eru að refsa okkur grimmilega fyrir með hraðaupphlaupum. Þessir sendinga- mistök og óyfirveguð skot hafa verið að búa til mörk fyrir andstæðinginn. Ég held samt að við höfum sýnt í þessum leikjum í deildinni að við get- um unnið öll lið en getum líka tapað fyrir þeim öllum." Kristinn Guðmundsson tók við þjálfun ÍBV-liðsins af Erlingi Ric- hardssyni eftir að liðið tapaði tveim- ur fyrstu leikjum sínum og hefur stjómað liðinu til sigurs í þeim tveimur leikjum sem liðið hefur spilað síðan. Annar þeirra V var eins marks sigur á FH í Eyjum. „FH-liðið er í erfiðri stöðu eins og staðan er í dag. Þeir verða bara að vera þolinmóðir því þeir fara að raka inn stigum hægt og ró- lega. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að I,eir DV-mynd Anton Brink vinni sinn næsta leik ef þeir hafa þol- inmæðina í að leyfa Atía að vinna sig út úr þessum vandræðum. FH-liðið er ágætíega mannað en þeir em ekki með sterkasta leikmannahópinn, em að byggja upp á FH-ingum og em ekki með rosalega sterkan útíending til þess að draga vagninn fyrir sig. Þeir verða að vera þolin- mæðir þó að það sé ör- ugglega mjög pirr- andi að vera búnir að spila fimm leiki og tapa þeim öll- um," segir Krist- inn Guðmunds- son, þjálfari ÍBV. ooj@dv.is Verða að vinna í dag FH-ingarleika smn sjötta leik í DHL-deild karla en þjáifarinn Atli Hilmarsson er enn að þíða eftir að fyrstu stiain komiihús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.