Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 15.10.2005, Page 64
T* J* £ E CJjjjí 0 £ Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. j-J *■* Qjj (J IIIIIIII SKAFTAHLÍ&24, WSREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍMISS05000 5 "690710H 111241 Hannes Háll flaska • Á meðan Hannes Hólmsteinn lofsamar vínið eins og lesa má um hér til hliðar stendur Jón Ólafsson fjandvinur hans í vatnsútflutningi og gerir það gott. Vatn- ið hans Jóns hefur ratað inn á síður helstu neytenda- blaða heims og kynnt þar undir nafninu Glacial H20. Er til þess tekið að vatnið hans Jóns sé að verða tískudrykkur meðal hinna ifægu og failegu víða um heim og sýnir það eitt að Jón Ólafsson veit hvað hann syngur þegar kemur að markaðssemingu... • Heimildamynd þeirra Kristins Hrafnssonar og Friðriks Guðmund- sonar inn íslensku friðargæslusveit- imar í Kabúl var sýnd í Norska sjónvarpinu NDK fyrir skemmstu. Þar var titli myndarinnar breytt úr íslenska sveitín í Kjúklingaforinginn eða Kyiling Kommandanten. Var það gert með tilvísun í dramatíska skotárás í Chicken Street í Kabúl og ekki síður með tilvísun í áhuga Hallgríms Sigurðssonar herforinga á kjúklingarækt en Haraldur byggði hænsnabú við hliðina á þyrlupall- inum á flugvellinum í Kabúl á með- an hann stjómaði þar... í orðsendingu til fulltrúa á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, sem birt <b<sM1 Fréttablaðinu í gær, leggur Hann- es Hólmsteinn Gissurarson til að verð á rauðvíni verði lækkað vem- lega. Telur hann það geta leitt til meiri spamaðar í heilbrigðiskerfinu en margt annað. „Ég vandist því í Oxford að drekka hálfa flösku af rauðvlni með kvöld- matnum og hef haldið því. Ég geri það aðallega vegna þess að það er hollt enda sýna rannsóknir að hófleg neysla rauðvíns minnkar líkumar á hjartasjúkdómum. Hálía Qösku a' hverju kvöldi? „Þegar því verður við komið. Sannleikurinn er sá að íslendingar hafa hræsnisfulla afstöðu til áfengis. Annað hvort er það of eða van. Ég n veit ekki til þess að áfengið hafi gert * néinum mein að íyrra bragði." Hannes Hólmsteinn Hvetur fólk til þess að drekka sér til heilsubótar. Áttu þá birgöir heima hjá þér? „Ég kaupi oft rauðvínskúta. Þeir em ágætir með hversdagsmat. Þegar meira liggur við opna ég meira vín og veglegra." Uppáhaldsvínið ? „Það er Chateau Cantenac Brown; milt, djúpt og gott með kjötí." En sterkari drykkir? „Það verður alltaf minna með ár- unum. Helst er að ég drekki Martini- f.J^okkteiia, Tequila Sunrise eða Man- hattan en hann er reyndar aðeins of sterkur." Fráhvarfseinkenni efþú færð ekki rauðvín? „Nei, alls ekki. Mér líður aldrei illa þótt ég fái ekki rauðvín." En hvítvín? „Ég fæ mér það þegar við á. Helst í hádeginu eða um miðjan dag í sól- <>’Soni." Vmnufærá eftir? „Já, já. En þó Bnnst mér betra að lesa en skrifa eftir að hafa drukkið." Bjórinn? „Mér finnst bjór ekki góður. En það getur verið að ég verði að skipta úr rauðvfninu yfir í bjórinn ef Jóni Ólafssyni tekst að hafa af mér tólf milljónir," segir Hannes Hólmsteinn. Popppunktur sun kl.20 Stjörnumessa: Harðari keppni en nokkru sinni fyrr! Alltaf á sunnudögum ©

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.