Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.2002, Blaðsíða 11
11 z framleiDeut ›ir dieselvélar frá kW til 7400 kW. 14 Loftkældar og vatnskældar vélar F is k ik fr é t t ir / G ra fí k h f F R É T T I R Brimrún ehf. í Reykjavík, sölu- og þjónustufyrirtæki á Íslandi fyrir Furuno búnað í skip og báta, og Haftækni ehf. á Akureyri, hafa gert með sér samning um sam- starf við sölu og þjónustu á Furu- no búnaði á Norðurlandi. Samn- ingurinn felur m.a. í sér að Haf- tækni verður eitt fyrirtækja, sölu- og þjónustuaðili fyrir Brimrún á Norðurlandi og lætur jafnframt af sölu á öðrum búnaði í sam- keppni við Furuno. Í fréttatilkynningu kemur fram að meginmarkmið samstarfsins sé að styrkja stöðu fyrirtækjanna á Norðurlandi og um leið Furuno á Íslandi, með því að efla og bæta viðhalds- og almenna þjónustu við notendur Furuno búnaðar þar. Hjá Brimrún starfa 11 manns og er árið í ár 10. starfsár Brim- rúnar. Aðalstarfsemi fyrirtækis- ins hefur frá byrjun verið sala og þjónusta á Furuno búnaði. Haf- tækni hóf starfsemi á árinu 1986 og hefur meginstarfsemi fyrir- tækisins ávallt verið þjónusta á siglinga-, fiskileitar- og fjar- skiptabúnaði. Hjá fyrirtækinu starfa 6 manns. Á myndinni eru frá vinstri: Sveinn Kr. Sveinsson frá Brimrúnu, Sævar Örn Sigurðsson og Birgir Aðalsteinsson frá Haftækni og Björn Árnason frá Brimrúnu. Brimrún og Haftækni gera samstarfssamning

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.