Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 13

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 13
I'iyí sljfóm F.Í.S. Eins og kunnugt er hefur um nokk- urt skeið ríkt ágreiningur um það, hvort vaktavinnufólki beri matartím- ar í yfirvinnu kl. 19.00 til 20.00 og kl. 03.00 til 04.00, á sama hátt og dag- vinnufólki. F.I.S. hefur talið að svo væri, en það sjónarmið liefur ekki verið við- urkennt af ríkisvaldinu til þessa. Nú hefur hins vegar orðið breyting á af- stöðu ríkisins til málsins og fjármála- ráðuneytið gefið út fyrirmæli um greiðslu launa, þegar áðurnefndir mat- artímar eru unnir. Ástæðan fyrir þessari afstöðubreyt- ingu ríkisins er dómur Kjaranefndar frá 23. júli sl. í máli lögregluþjóns hjá Reykjavíkurborg gegn borgarsjóði, þar sem lögregluþjóninum var dæmt tvö- falt næturvinnukaup fyrir unninn mat- artíma kl. 03.00 til 04.00 á aukavakt. Forsendur þessa dóms eru ákvæði 5. gr. dóms Kjaradóms frá 30. nóvem- her 1965, en þar segir svo í 2. mgr.: „Sé unnin yfirvinna skulu vera mat- artímar kl. 19.00 til kl. 20.00 og kl. 3.00 til kl. 4.00, og teljast þeir til vinnutímans, enda sé vinnu lialdið áfram eftir matartímann eða hluti af honum unninn.“ í fyrirmælum ráðuneytisins er einn- ig tekið tillit til viðbótar við 2. mgr. 5. gr. dóms Kjaradóms frá 30. nóv- ember 1967, þar sem segir: „Sama gildir um matartíma kl. 12.00 til 13.00 á laugardögum, sunnudög- urn og öðrum frídögum samkv. 6. grein.“ Fyrirmæli ráðuneytisins eru svo- hljóðandi: „Greiða her vaktavinnumönnum, er unnið hafa yfirvinnu á matartíma kl. 19.00 til 20.00 eða kl. 300 til kl. 4.00 á tímabilinu 1. 1. 1966 til 31. 12. 1967 tvöfalt næturvinnukaup á greindum tímum. Fyrir sömu tíma skal greiða næturvinnukaup á greindum tímum. Fyrir sömu tíma skal greiða eftir 1. 1. 1968 að við- bættum tímanum kl. 12.00 til 13.00 á laugardögum, sunnudögum og öðrum frídögum skv. 6. gr. Ivjara- dóms.“ Þar sem F.I.S. hafa horizt fjölmarg- ar fyrirspurnir um þetta mál og kunn- ugt er að starfsmenn hafa yfirleilt ekki séð þessi fyrirmæli, þótti þvi rétt að gera sérstaka grein fyrir þeim hér í hlaðinu. Athygli starfsmanna skal vakin á því, samkvæmt ofanrituðu, að leiðrétt- ingar á yfirvinnugreiðslu skulu gerðar aftur í tímann til 1. janúar 1966. || I./.V. ;! óshar félöf/uwn swnntn j| yleðitefjra játa tneð I; þiihh ftjt'ir tiðna árið. ;! !; Gleðitegt ntjtt ár. !; SÍMAB LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.