Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1968, Page 26

Símablaðið - 01.12.1968, Page 26
ÞÓST- OG SIMASKOLI Kristján Helgason, skólastjóri. Símablaðið fagnar því, að nú hefur ver- ið stofnaður póst- og símaskóli og fer reglu- gerðin um skólann hér á eftir: 1. gr. Stofnaður skal sérstakur skóli, póst- og símaskóli, til að sjá um menntun starfs- manna pósts og síma með tilliti til þarfa stofnunarinnar um sérhæft starfsfólk. Námið er verklegt og bóklegt. Þegar verklegi hluti námsins fer fram á vinnu- stað er skólanum ætlað að hafa yfirum- sjón með því og tilheyrandi prófi. Þegar henta þykir, má bóklega námið að meira eða minna leyti fara fram í bréfaskóla- formi. 2. gr. Skólanum stjórnar 5 manna nefnd sér- fróðra manna, hvers á sínu sviði, og skal hún skipuð af póst- og símamálastjóra til 3 ára í senn. Póst- og símamálastjóri ræður skóla- stjóra, að fengnum tillögum skólanefndar. Skólastjórinn sér um undirbúning og rekst- ur skólans, kennslu og framkvæmd prófa í samræmi við fyrirmæli skólanefndar. Skólanefndin ræður kennara og próf- dómara, velur kennslubækur og prófverk- efni í samráði við skólastjóra og hlutað- eigandi kennara. 3. gr. Póst- og símamálastjóri setur nánari reglur um námið í hverjum ofannefndra flokka, að fengnum tillögum skólanefndar. 4. gr. Reglugerð þessi, sem er sett samkvæmt lögum nr. 8/1935 öðlast þegar gildi. Póst- og símamálaráðherra, 20. maí 1968. Ingólfur Jónsson. G. Briem. Formaður skólanefndar er Páll V. Dan- íelsson, forstjóri hagdeildar. Kristján Helgason, deildartæknifræðing- ur hefur verið ráðinn skólastjóri til 1 árs, frá 1. nóvember 1968 að telja.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.