Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 37

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 37
AÐALSTEINN NORBERG: UM ELLILIFEYRI (EFTIHEA UJV) í lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins er ýmisleg ákvæði að finna, sem við simamenn þyrftum að kunna miklu betri skil á og gæti Símablaðið vafalaust hjálpað mikið til i þeim efn- um. Hér verður ekki rætí um þau mál af neinni sérþekkingu, en það sem vak- ir fyrir mér er að koma af stað um- ræðum meðal starfsmanna um viss atriði. Þá skýrast málin og frekari upplýsingar má alltaf fá hjá starfs- mönnum lífeyrissjóðsins um það, sem ógreinilegt er. Sjóðurinn greiðir sjóðfélögum elli- Hfeyri og örorkulífeyri og eftirlátnum maka þeirra og börnum lífeyri, allt samkvæmt sérstökum ákvæðum lag- anna. Hér verður lítillega rætt um einn þátt þessara réttinda, sem við ávinn- um okkur með iðgjaldagreiðslum, elli- lífeyrinn (sama og eftirlaun). Eldri starfsmenn geta liagað greiðslum á tvennan hátt og gætu haft gagn af að hugleiða það atriði. Það getur jafn- vel haft töluverða fjárhagslega þýð- ingu fyrir þá. í 12. gr. lífeyrissjóðslaganna er að finna hina svokölluðu 95 ára reglu, sem er svohljóðandi: „Þeir sem gerð- ust sjóðfélagar, áður en lög nr. 32, 14. maí 1955 tóku gildi, haldi rétti þeim er lög nr. 101, 30. des. 1943, 12. gr., veittu þeim til að krefjast greiðslu elli- lífeyris úr sjóðnum, er samanlagður aldur þeirra og þjónustutími nemur 95 árum, enda hafi þeir fullnægt þeim skilyrðum, sem þeirri reglu fylgdu samkvæmt eldri lögum, þar á meðal um greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóðinn, unz greindu marki er náð.“ Eldri sjóðfélagar geta valið á milli að greiða samkvæmt þessari reglu eða eftir hinni almennu reglu, sem aliir er gerðust sjóðfélagar eftir 14. maí 1955 gera. Hin almenna regla er í stuttu máli þannig, að hver sjóðfélagi. er greitt hefur iðgjöld til sjóðsins í 5 ár eða lengur og er orðinn fullra 65 ára að aldri, á rétt á árlegum ellilíf- eyri úr sjóðnum. Þegar sjóðfélagi hef- ur greilt iðgjöld til sjóðsins i 30 ár, falla iðgj aldagreiðslur hans niður. Upphæð ellilifeyrisins er 1,6% til 2% af launum fyrir hvert iðgjaldagreiðslu- ár (fer eftir launaflokkum, en hér verður reiknað með 2% til að gera dæmin einföld). Eftir að iðgjaldagreiðslu lýkur (eft- ir 30 ár) og þar til sjóðfélaginn öðl- ellilífeyri (65 ára) hætist við 1% af SÍMAS LAÐ IÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.