Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 42

Símablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 42
Hásselby-höll — menningarmiöstöö Noröurlandanna. NÁMSKEIÐ I UÁSSELBY-KÖLL Sunnudaginn 26. mai, þegar hægri um- ferð var aðeins nýhafin á íslandi, fórum við 4 landar með flugvél frá Kaupmanna- höfn til Stokkhólmsborgar. Flugið tók að- eins klukkustund og var lent á Arlanda- flugvelli kl. 10 að morgni. Tilgangurinn með þessu ferðalagi var að sækja námskeið, sem haldið var af NOSS- samtökunum, en það eru, eins og flestum er kunnugt, samtök ríkisstarfsmanna á Norðurlöndum. Þeir sem sóttu námskeiðið frá íslandi voru: Einar Ólafsson frá BSRB, og var hann jafnframt forystumaður flokksins; Haraldur Norðdahl, frá Tollvarðafélagi ís- lands, aldursforseti og sennilega einn af víðförlustu opinberum starfsmönnum, með Kína og Rússland á ferðaskránni; Ingólfur Sverrisson, starfsmaður SFR og undirrit- aður frá FÍS Þetta námskeið var annað í röðinni af námskeiðum af slíku tagi, en hið fyrra var haldið í Noregi á sl. ári, eins og fram hefur komið í grein eftir Ágúst Geirsson í 3.—4. tbl. Símablaðsins 1967. Að þessu sinni var námskeiðið haldið í HÁSSELBY-höli, sem er menningarmið- stöð höfuðborga Norðurlandanna, glæsileg- ur staður og sérstaklega vel fallinn til slíkrar starfsemi. Var allur aðbúnaður og viðurgjörningur eins og bezt verður á kos- ið. Eftir hátíðlega setningarathöfn var starf- ið hafið. Kynningarræður voru fluttar um þau samtök ,sem standa að NOSS. Þátt- takendum var skipt í hópa og dreift þann- ig, að í hverjum hópi var a. m. k. einn full- trúi frá hverju landi. Viðfangsefnunum var síðan deilt milli þessara starfshópa og tók hver hópur á- kveðna þætti til meðferðar. Fyrst og fremst var skipzt á skoðunum og gerður samanburður. Niðurstöður voru skráðar í hverjum hópi og þegar grein var gerð fyrir störfum hvers hóps, lá nið- urstaðan fjölrituð hjá þátttakendum, hverjum og einum. Það sýndi sig, að þessi ráðstöfun kom sér mjög vel, en með þess- um hætti var lítil hætta á misskilningi milli þátttakenda. Var öll skipulagning til fyrirmyndar og er enginn vafi á, að þeir sem sóttu þetta námskeið, fóru stórum fróðari til baka. Vil ég nota tækifærið og þakka fyrir þessa lærdómsríku ferð. Vilhj. Vilhjálmsson. SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.