Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2005, Síða 30
T 30 LAUGARDACUR 3. DESEMBER 2005 Helgarblaö DV Enginn er von- laus og þrátt fyrir finnntán ár á götunni tókst Erlu aö rísa upp úr eymd og vol- æði götukon- unnar sem átti sér engan samastað. Hún ólst upp með rónunum á Hlemmi og hjá þeim fékk hún fyrstu spraut- una. Hún seldi sig frá fjórtán ára aldri og bjó með manni sem sýndi henni megn- ustu fyrirlitn- ingu og gerði vinum sínum greiða með því að leyfa þeim að níðast á lík- ama hennar. En eina vin- konan sem hún átti hafði trú á henni og gafst aldrei upp. Erla sýnir að þrátt fyrir að hafa legið í neðstu þrepum samfélagsins er hægt að ná sér upp og bera höfuðið hátt. H" ún var þrettán ára þegar hún fékk fyrstu sprautuna og fannst allir fjötrar hverfa. Hún væri frjáls. Frelsið varði stutt og snerist í þrældóm. Hún var enn barn þegar hún seldi blíðu sína á götunni. Fjörutíu þúsund greiddu þeir fyrir afnot af líkama barnsins Og það var ekkert venjulegt kynlíf. Það var allt sem sjúkum huga þeirra níðinga sem kaupa börn datt í hug að gæti fróað þeirra órum. í fimmtán ár var gatan hennar heimili. Sjaldnast vissi hún fyrirfram hvar hún myndi leggjast niður að kvöldi eða vakna að morgni. Fólkið hennar var " búið að afskrifa hana og foreldrum og barni segist hún hafa valdið ósegjan- legri kvöl. Hér heitir hún Erla; getur ekki þeirra vegna afhjúpað sig algjörlega fyrir alþjóð. Erla seg- ist samt ekki hafa neitt að fela; saga hennar er henni daglega áminning um hvar hún var og hvert hún vill ekki snúa. Því má hún aldrei gleyma. „Ég var þrettán ára, feit, feimin og þrúguð af einelti sem ég varð fyr- ir í skólanum. Á Hlemmi horfði ég á rónana; mér fannst þeir æðislegir. Þeir voru frjálsir, gátu rifið kjaft og það sagði þeim enginn fyrir verk- um. Þeir gerðu það sem þeir vildu, þegar þeir vildu og lifðu spennandi lífi gagnstætt mínu. Mig langaði að komast út úr þeim fjötrum sem ég var í og eins ótrúlega og það hljóm- ar fannst mér þeir geta vísað mér veginn," segir Erla og horfir átján ár aftur í tímann. Og áður en hún vissi voru þeir verst settu í samfélaginu orðnir fé- lagar og vinir þrettán ára stúlku- barns sem var illa haldið og þrúgað af vanmáttarkennd. Lítillar stúlku sem hefði undir öllum venjulegum kringumstæðum átt að fá hjálp frá skólanum. Foreldrar hennar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið enda skorti þá þekkingu til að taka á vandanum. Erla var of mikið inni í sjálfri sér til að geta rætt eineltið sem hún varð fyrir í skólanum af hálfu félaganna og ekki síður kenn- aranna. Og þau horfðu á eftir litlu stúlkunni sinni sem var nýfermd út í það skelfilegasta líf sem hægt er að hugsa sér. Líf sem enginn velur sér. Erla segir að líf hennar á þessum tíma hafi stjórnast af örvæntingu og vonleysi. Svo illa leið henni að hún taldi rónana á Hlemmi, þá verst settu í samfélaginu, sorann sem við hin teljum vart til manna, vera betri félagsskap en bekkjarfélagana. f uppeldi hjá rónunum á Hlemmi Rónarnir á Hlemmi tóku þessari ungu stúlku fagnandi. Hún var óspjölluð, óþekkt og uppeldið hófst hjá þeim. Erla var tilvalin til fylgilags og sakleysislegt útlit barnsins hentaði vel til að afla þess sem menn í þeirra þjóðfélagsstöðu þörfnuðust. Hún gat farið í apótek- ið eftir spritti og sprautum og hún gat skipt fölsuðum ávísunum án þess að nokkrar grunsemdir vökn- uðu. Hún segist hafa haldið sig næst einum þeirra sem var sýnu yngri en hinir. Og hún þurfti ekki að biðja nema einu sinni um fyrstu sprautuna. Það var velkomið í sið- blindum augum hans að þrettán ára barn upplifði sína fyrstu vímu í lífinu. Hún fékk vænan skammt af spítti beint í æð. „Vá, þvílfk sæla sem ég upplifði. Mér fannst ég geta allt. Feimnin hvarf, ég gat talað við fólk og ég gat rifið kjaft. Ég snarbreyttist, úr feimnu, niðurbældu barni í að vera töff kona sem upplifði engar hindr- anir og enga fjötra; ég gat komist þangað sem ég vildi," segir hún og rifjar upp byrjunina á því sem hún taldi eftirsóknarvert frelsi en reynd- ist þess í stað helsi. Áður en hún gat snúið sér við, tók við fimmtán ára þrældómur fyrir vímu algleymis; meiri vímu, ekkert annað skipti máli. Svipt sjálfræði og iokuð inni Erla segir að innan fárra vikna hafi hún ekki sést meira heima. Foreldrar hennar reyndu allt en það var of seint. Þau voru búin að tapa litlu stúlkunni sinni. Hún segir þau hafa leitað hana uppi aftur og aftur. Hún stakk af jafnharðan, sama hvað foreldrar hennar reyndu. „Ég var lokuð inni á öllum þeim stofn- unum sem vildu taka við mér og eftir hverja vist hertist ég aðeins. Kom út og leitaði uppi mína nýju félaga. Það var tilgangslaust fýrir þau að reyna og það kom að því að þau máttu horfa á eftir mér niður í ræsið, án þess að fá rönd við reist," segir hún og þessi upprifjun haggar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.