Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Page 10
10 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
Guðlaug þykir heit og hlý
kona, fyndin og skemmtileg,
gefandi með stáran faðm og
vinur vina sinna.
Hún er með dýran smekk,
er letidýr og reykir
ofmikið.
„Fiún errosalega hlý og heit
kona og falleg yst sem innst.
Hún á stóran faðm og
mjög gaman að hlæja
með henni. Hún er
yndisleg kona og
ofsalega góður vinur
vina sinna. Svo býr
hún tii besta kaffi í bænum.
Hún er letidýr en það klæðir
hana vel að vera svolítið löt."
Halla Margrét Jóhannesdóttir
söngkona.
„Hún er afbragðs leikkona, það
er algjörlega málið.
Svo er hún kómíker af
guðs náð. Gulla er
glaðlynd og gefandi.
Gallar hennar eru að
hún hefur mjög dýran
smekk."
Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hafnar-
fjaröarleikhússins.
„Kostir hennar Gullu eru svo
margir að ég næ ekki að segja
frá þeim öllum I litlum dálki.
Hún er afskaplega skemmtileg,
mikill félagi, einlæg og
hlý og maður vill vera
nálægt henni. Svo er
hún svo klár, maður-
inn minn segir að hún
eigi að bjóða sig fram til for-
seta Islands í næstu kosning-
um. Gallar hennar eru að hún
reykir ofmikið."
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona.
Guðíaug Elísabet Ölafsdóttir er fædd 21.
október 1969. Hún er leikkona að mennt
og er I meistaranámi I hagnýtum hagvís-
indum á Bifröst. Guðlaug leikur í hinum
vinsælu sjónvarpsþáttum Stelpurnar á
Stöð 2. Einnig er Guölaug aö leika í leikrit-
inu Himnaríki sem sýnt er í Hafnarfjarð-
arleikhúsinu og verður sýnt út mars.
Tollfrjálsar
pylsur
í síðustu viku var
undirritað samkomulag
milli íslands og Evrópu-
sambandsiris, ESB, um •
tvíhliðaviðskipti með
landbúnaðarvörur. í sam-
komulaginu felst meðal
annars að tóllfrjáls lamba-
kjötskvóti íslands er auk-
inn úr 1.350 tonnum í
1.850 tonn. Auk þess fær
ESB tollfrjálsan kvóta til
íslands fyrir 25 tonn af
kartöflum og 15 tonn af
rjúpum. Þá verða gagn-
kvæmir 15 tonna tollfrjáls-
ir kvótar opnaðir fyrir
pylsur. Jafnframt fær ESB
tollfrjálsan 20 tonna osta-
kvóta til íslands og ísland
fær tollfrjálsan 20 tonna
smjörkvóta til ESB. Gert er
ráð fyrir að samningurinn
komi til framkvæmda 1.
janúar 2007.
Övind Kvaal, forstjóri upplýsingasviðs NCC, segir að fyrirtækið hafi hvergi komið
jJarðgöng Arni segirað hann
muni halda ótrauður áfram að
vinna að hugmyndinni um
jjarðgöng milli lands og Eyja.
að hugmyndum Árna Johnsen um að byggja jarðgöng milli lands og Eyja. Árni
Johnsen segir að greinilega viti ein deildin hjá NCC ekki hvað önnur sé að gera.
Hann hafi beðið um og fengið fræðilega úttekt á jarðgangagerðinni frá jarðganga-
deild NCC í fyrra.
jé!
-
Arm Johnsen
sehaðun um
nusnota
Árni Johnsen „Sennilega liggur
misskilningurinn í því að opinberir
aðilar hér hafa aldrei sentbeiðni til
NCC um aðkomu að málinu‘
Ovind Kvaal er
bara skrifstofu-
madur hjá NCC
og misskilur
þad sem gerst
hefur í málinu."
; i ; j
f__________________________ (
Einhver ruglingur og misskilningur er kominn upp um aðkomu
NCC að hugmyndum um jarðgangagerð milli Vestmannaeyja og
lands. Övind Kvaal, forstjóri upplýsingasviðs NCC, segir í sam-
tali við DV að fyrirtækið hafi hvergi komið að hugmyndum Árna
Johnsen um að byggja jarðgöngin. Árni Johnsen aftur á móti
segir að greinilega viti ein deildin hjá NCC ekki hvað önnur sé að
gera. Óumdeilt sé að hann bað um og fékk fræðilega úttekt á
hugmyndum sínum frá jarðgangadeild NCC í fyrra.
övind Kvaal mun hafa sent bréf á
fjölmiðil hérlendis þar sem hann
beinlínis sakar Árna Johnsen um að
hafa misnotað nafn NCC til fram-
dráttar hugmyndum sínum. Þetta er
í annað sinn sem övind Kvaal tjáir
sig um jarðgöngin en í janúar í fyrra
sór hann af fyrirtækinu þá kostnað-
aráætlun sem lögð var fram um
verkið.
Ennfremur mun Kvaal segja að
NCC hafl ekki unnið neina rann-
sóknarvinnu í tengslum við þessi
jarðgöng. Bréf þetta er á vitorði
margra af forráðamönnum Vest-
mannaeyjabæjar.
övind Kvaal vildi ekki tjá sig efn-
islega um bréf þetta í samtali við DV
og endurtók aðeins fyrri staðhæf-
ingu um að NCC hefði hvergi komið
nálægt málinu.
Misskilningur
„övind Kvaal er bara skrifstofu-
maður hjá NCC og misskilur það
sem gerst hefur í málinu,“ segir
Árni Johnsen. „Sennilega liggur
misskilningurinn í því að opinberir
aðilar hér hafa aldrei sent beiðni til
NCC um aðkomu að málinu. Ég
fékk hins vegar Sven Erik Kristian-
sen verkfræðing og yfirmann jarð-
gangadeildar NCC í Noregi til að
koma hingað til lands og flytja er-
indi um hina fræðilegu hlið máls-
ins. Hann kom hingað ásamt
Sverre Brandihaug sérfæðingi frá
Multikonsul og við héldum tvo
fundi með þeim í fyrra."
Starfar sjálfstætt
Árni segir að jarðgangadeild
NCC í Noregi starfi alveg sjálfstætt
og menn séu greinilega að rugla því
saman að fyrrgreind úttekt hafi
verið gerð af hálfu deildarinnar og
því að opinber stjórnvöld hérlendis
hafl aldrei farið fram á neina vinnu
frá NCC í tengslum við hugmynd-
ina um jarðgöngin.
Skrípaleikur og
skemmdarverk
Árni segir að hann muni halda
ótrauður áfram að vinna að hug-
myndinni um jarðgöng milli lands
og Eyja þrátt fyrir mikla andstöðu
Vegagerðarinnar í málinu. Hann
sakar Vegagerðina um skrípaleik og
skemmdarverk í tengslum við jarð-
göngin og vill að stofnunin vinni þá
nauðsynlegu rannsóknarvinnu
sem þarf á jarðlögum og fleiru hið
fyrsta.
Knattspyrnuáhugamönnum blöskrar verðið á Sýn
Alltof dýrt að horfa á HM í fótbolta
„Mér flnnst eins og þetta sé
viðskiptasiðferði sem ekki
hefur tíðkast á fslandi hing-
að til," segir Guðjón Guð-
mundsson fótboltaáhuga-
maður sem blöskrar verð-
lagning 365 miðla á áskxift
að sjónvarpsstöðinni Sýn.
Lesendabréf sem hann sendi
Morgunblaðinu var birt í gær,
þar sem Guðjón óskar skýringa 365
á þessu.
„Þeir hafa öll tæki til að hafa
hreðjartak á okkur fótboltaáhuga-
mönnunum," segir Guðjón sem ætl-
ar ekki að láta þetta yfir sig ganga og
ætlar eldd að kaupa sér áskrift að
stöðinni. „Með þessu framferði fá
þeir alla upp á móti sér, en eins og oft
tíðkast þorir enginn að standa upp og
mótmæla þessu. Bjarti punkturinn í
þessu er að þeir verða ekki með sjón-
varpsréttinn eftir fjögur ár, þvf þá
verður HM sýnt í
Sjónvarpinu."
Sam-
kvæmt upp-
lýsingum
áskriftar-
deildar 365
miðla kostar
áskriftin að
Sýn 13.990 lcrón-
ur fyrir þann sem ætl-
ar sér eingöngu að hafa Sýn
í júnímánuði, þegar HM
fram. ViðskJptavinum er
einnig boðið að binda sig tíl
sex mánaða áskriftar á
4.540 krónur sem í heildina gera því
27.240 kxónur fyrir alla sex mánuð-
ina.
„Þeir sem þegar eru í áskxift hjá
okkur greiða ekkert aukalega fyrir að
markaðsstjóri 365'níiiBÉír^^to^^ir
þá sárafáa sem hafa
hug á að kaupa
áskrift einungis fyrir
júnímánuð, enda
séu flestir íþrótta-
áhugamenn nú þeg-
ar með áskrift af ein-
hverju tagi hjá fyrir-
tækinu. Þannig kost-
ar það félaga í M12
klúbbnum einungis
2.200 lcrónur á mán-
uði að kaupa auka-
lega áskrift að Sýn.
með Stöð 2.
„Kaup-
in á sjónvarpsréttinum voru
hugsuð fyrir okkar áskrif-
endur fyrst og fremst," seg-
ir Pálmi. „Vilji menn kaupa
áskxift hjá okkur til lengri
tíma þurfa þeir ekki að borga neitt
aukalega fyrir það."
HMífótbo
Dýrpakki fy,
áhugamenn
fótbolta.