Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006
Fréttir DV
\
Bolunqarvík
vinsælá
vefnum
í Bolungarvík var sett
upp vefmyndavél í apríl í
fyrraogerhún á
miðju hafnar-
svæðinu. Sam-
kvæmt vefsíðu
Bolungarvíkur-
kaupstaðar eru
200 þúsund manns búnir að
fara inn á vefinn til að skoða
Bolungarvík í beinni og er
ijöldi gestanna erlendis frá.
Samkvæmt þessum tölum
má áætla að um 650 manns
skoði kaupstaðinn á dag og
ekki ólíklegt að í náinni
framtíð muni tilvera vef-
myndavélarinnar skila til
Bolungarvíkur áhugasöm-
um ferðamönnum.
Allir vilja á
Rokkhatíð
Rokkhátíð Alþýðunnar
sem ber heitið Aldrei fór ég
suður verður
haldin á ísa-
firði þann 15
aprfl. 60
hljómsveitir
hafa sótt um
að spila á há-
tíðinni en að-
eins 20 kom-
ast að. Sam-
kvæmt skipuleggjanda há-
tíðarinnar, Rúnari Þór
Karlssyni, mun Síminn
senda út upptökur af tón-
leikunum á netinu á nýju
kerfi meiri að gæðum en
áður hefur þekkst. Frá
þessu var greint á bb.is.
„Á Isafirði brosirsólin við
okkur og margt jákvætt í far-
vatninu, “ segir Sigríður
Björk Guðjónsdóttir, sýslu-
maður á lsafirði.„Háskólaset-
ur tekið til starfa affullum
krafti, menntaskólanemar
verða með sólrisuhátlð sem
hefst
Landsíminn
um
helg-
ina, Tónlistarhátíð æskunnar
verður haldin ÍTónlistarskól-
anum og „Rótahátíð" verður
haldin nk. sunnudag afhálfu
fétags áhugafólks um menn-
ingarfjölbreytni. Vandinn hér
fyrir vestan er oft sá, að það
er ofmargt að gerast sam-
tímis i menningarlífinu."
Sundhöll Seyðisfjarðar var lokað snarlega aðeins viku eftir að hún var opnuð eftir mán-
aðarlangt viðgerðarhlé. Skipalakk sem Seyðfirðingum var sent og notað var við endur-
bæturnar reyndist ekki vatnshelt og litlar flyksur flutu um laugina. Heimir Jóhanns-
son sundlaugarforstjóri neyddist til að skrapa upp laugina með slípirokki. Heimir ætl-
ar að bæta bæjarbúum upp óþægindin með ókeypis „kósíkvöldi“ 1 sundhöllinni.
„Þeir sendu okkur málningu og fullvissuðu okkur um að hún
hefði verið notuð í einhverri sundlaug annars staðar. Við náttúr-
lega treystum á það,“ segir Heimir Jóhannsson, sundlaugarfor-
stjóri á Sundhölhnni á Seyðisfirði, sem lenti í því að ný málning
á sundlaug staðarins byrjaði að flagna aðeins nokkrum dögum
eftir að hún var borin á.
„Gamla Sjafnarmálningin sem við
höfum notað í 20 ár er ekki til lengur
út af sameiningu Sjafnar og Hörpu,“
segir Heimir (óhannsson, sundlaug-
arforstjóri á Seyðisfirði, sem fékk sent
skipalakk frá Hörpu-Sjöfii til að bera á
laugina sína.
„Tíu dögum seinna byrjaði máln-
ingin að springa upp og þao kom því-
líkt ógeðsleg lykt í loftið. Máiningin
byrjaði að flagna af og það flutu litlar
flyksur um laugina. Það var ekki gam-
an,“ lýsir Heimir ástandinu í sundhöll
Seyðisijarðar í byrjun mánaðarins.
Þrír menn með slípirokka
Sundhöllin var opnuð 1. febrúar
eftir mánaðarlangt viðgerðarhlé.
Þann 7. febrúar neyddist Heimir til að
skella öllu í lás aftur. „Notuð var ný
málning sem reyndist svo ekki vera
vatnsheld," útskýrir Heimir fyrir bæj-
arbúum á vefsetri Seyðisfjarðarkaup-
staðar.
„Við lokuðum í grænum hvelii og
skröpuðum alla laugina upp eins og
við gátum," segir Heimir við DV. „Við
vorum þrír menn í tvo daga að skrapa
með rokkum og sköfum."
Heimir og menn hans þurftu síðan
að þrífa laugina, sótthreinsa hana og
„Tíu dögum seinna
byrjaöi málningin að
sprínga upp og það
kom þvílíkt ögeðsleg
lykt í loftlð."
grunna og mála. „Svo þurftum við að
dæla í hana, tæma hana, sótthreinsa
hana, þrífa hana og dæla í hana aftur.
Þetta var þvflíkt umstang sem fylgdi
þessari nýju málningu. Það er þessi
Intemational málning frá Flugger."
Tjónið nemur 700 þúsundum
Heimir opnaði sundhöllina loks-
ins aftur á fimmtudaginn var. Að-
spurður segir hann nýju málninguna
alls ekkert byrjaða að flagna. „Þetta
virðist ætla að ganga eitthvað aðeins
betur," segir hann bjartsýnn.
Þótt allt sé að falla í ljúfa löð er
málinu ekki að fullu lokið. Þegar alit
var komið í óefni fyrir nokkrum vik-
um segist Heimir hafa hringt suður í
Hörpu-Sjöfn til að láta vita hvemig
komið væri.
„Þá komu efriafræðingurinn og
sölumaðurinn og viðurkenndu mis-
tökin. Þeir sögðu að þetta skipalakk
hefði aldrei átt að fara á. Þeir lofa mér
því að þetta sé í lagi núna. En þetta er
samt orðið tjón upp á 700 þúsund
kali," segir Heimir sem reiknar fast-
lega með því að Harpa-Sjöfn bæti
tjónið. „Þeir fá að gera það.“.
Ókeypis rómantík í sárabætur
Tií að bæta bæjarbúum upp
óþægindin ætlar Heimir að hafa
ókeypis aðgang að kósíkvöldi í laug-
inni hinn 3. mars.
„Ég er með kósíkvöld einu sinni í
mánuði. Þá erum við með rólegheita-
tóniist, kerti og kósíheit í rómantískri
stemningu. Það kemur alls konar fólk
á kósíkvöldin; bæði konur og karlar,"
segir Heimir sem tekur upp á ýmsu
fleim í rekstri sundhallarinnar:
„Ég er líka með konukvöld á
fimmtudagskvöldum. Þá er sundleik-
fimi. Svo er karlakvöld á föstudags-
kvöldum. Þá mæta karlamir og ræða
pólitíkina í heita pottinum. Það er lflca
ungbamasund um hverja helgi. Það
er nóg að gera."
Gáfumenn í brjálæðiskasti
Sundhöllin á Seyðisfirði var vígð 8.
júlí 1948. Arkitekt byggingarinnar var
Guðjón Samúelsson, þáverandi húsa-
meistari ríkisins, sem meðal annars
teiknaði Sundhöllina í Reykjavík,
Þjóðleikhúsið og Hallgrímskirkju.
Upphaflega var Sundhöll Seyðisfjarð-
ar klædd skeljasandi en það er breytt
segir Heimir:
„Fyrir tí'u árum síðan vom það ein-
hver gáfumenni hér á staðnum sem
vom hræddir um að það færi of mikill
peningur í að halda henni við svo þeir
tóku sig til í einhveiju bijálæðiskasti
og klæddu hana alla með bámjámi.
Ég sem er lærður húsasmiður er alveg
kolvitlaus út af þessu. Þetta er sögu-
frægt hús og það er alger óþarfi að
vanvirða það. En við erum núna að
vinna í því að láta meta hvað kostar
að koma henni í upphaflegt horf."
gar@dv.is
I-------------------------------- '
Ágætu Seyðfiröingar! \
Nú i dag, þann 23. febrúar opnar Sundhöll
Seyðisfjarðar aftur. Þar sem mikið er spurt
um orsök lokunarinnar eetla ég að skýra
hér með frá hvað kom fyrir. Þannl febrúar
opnaði ég laugina aftur eftir mánaðar
stopp vegna viðhalds. Viðhaldið var frekar
venjubundið,laugin varmáluð og lagnir
voru lagaðar. Svo þann 7. febrúar kom I \
Ijós galli i málningunni. Vegna breytinga \
hjá fyrirtækinu sem seldi okkur málning-
una var málningin sem notuð hefur verið
til þess að mála laugina slðastliðin 20 ár
ekki til. Notuð var ný málning sem reyndist
svo ekki vera vatnsheld. Snögglega skröp-
uðum við alla laugina og þrifum, fengum
rétta málningu og máluðum laugina aftur
En þar sem þetta er allt nýtt þurfti aðfara
að öllu með gát og þurfti að fylgja nýjum
reglum. En það tókst loksins. Til að bæta
þetta upp komum við sterk til leiksog
þann 3. mars er kósikvöld i Sundhöllinni
ogfríttinn.
Með von um góðan skilning, kær kveðja,
Helmlr og baejarstrákamlr I
Tilkynning á seydisfjordur.is. —f
Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum
SÖLUSÝNING Á HÁGÆÐA HANDGERÐU KÍNVERSKU P0STULÍNI
Útí- eða inniblómapottar - myndir - lampar - vasar - skálar og fleira
White like jade
Bright as mlrror
Thln as paper
Sound llke a chlme
JiNGDEZHEN HENGFEN SALES EXHIBITIO.
Sýningin hefur verið
framlengd
Hlíðasmári 15,
Kópavogi.
Sími 895 8966.
Opiö alla daga
frá kl. 9-22.