Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 Helgarblað DV í heimsókn til Dyflinnar 1947 - áritun- in er Gunnars. Gunnar Eyjólfsson leikari varð áttræður í gær. Hann kaus að fara af landi brott á afmælisdaginn og dvelur hjá systur sinni vestur í Bandaríkjunum á þessum tímamótum. Þó hann kunni manna best við sig í margmenni og sé hrókur alls fagnaðar á gleðistundum kýs hann að draga sig úr skarkala stóraf- mælis og hátíðarhalda. Þrátt fyrir háan aldur er ijarri að Gunnar hafi lagt árar í bát. Raunar er afar sjaldgæft að leikarar sem komnir eru á þennan aldur hafi andlegt og líkamlegt þrek til að standa á sviði, en Gunnar hefur ekki gefið eftir. Enn tekst hann á við burðarrullur sem útheimta sjálfstraustið til að muna langa texta, tilfinningaleg viðbrögð og líkamlegt fas og svipbrigði sem reynast oft ungum en reyndum leikurum harla erfið. Gunnar hefur á sínum langa ferli verið óskabarn í íslensku Ieikhúsi - og kvikmyndum. Hann er af þeirri kynslóð sem fæddist inn í velsæld íýrir kreppuna en kynntust á eigin skinni þeim kjörum sem hún skóp velflestum heimilum í Vestur-Evr- ópu. Hann flyst frá litlu sjávarþorpi, Keflavík, sem í þann tíma var byggt þurrabúðarmönnum með sjálfs- þurftarbúskap, inn í hersetinn smá- bæ, Reykjavík. I skjóli fjölsky'ldu móður sinnar stundar hann nám við Verslunarskól- ann en velta stríðsáranna, stóraukin leikhúsaðsókn og opnun Þjóðleik- hússins opnuðu honum og mörgum öðrum á sama aldri leið inn í nýja starfsgrein sem var að verða til. í skóla Lárusar Sjálfur segist hann hafa ákveðið á unga aldri að gerast leikari, en hér í Reykjavík gafst honum tækifærið: Láms Pálsson, þaulmenntaður leik- ari og leikstjóri, var kominn heim itá Danmörku með flóttaskipinu Pets- amo. Láms hleypti nýju blóði í leikhús- lífið og stofnaði leikskóla. Þangað sótti sitt nám kynslóðin sem opnaði Þjóðleikhúsið örfáum ámm síðar. Nemendur Lámsar urðu burðarstoð- ir í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur og Þjóðleikhússins lengst af seinni helmingi tuttugustu aldarinnar. Þeg- ar Gunnar leikur í íyrsta sinn stórt hlutverk á sviði Iðnó debútera með honum Róbert Amfinnsson og Bald- vin Halldórsson sem áttu eftir að verða samverkamenn hans lengst af ævinni. Bretland bíður Stór hluti af nemendum Lámsar fór í stríðslokin í framhaldsnám til London. Breska hemámið styrkti böndin milli íslend- inga og Breta og í London Gunnar Eyjólfsson i London 1946 Ungur strákur úr Keflavík meðyfírbragði alþjóðlegrar filmstjörnu „Nú hefég verið hér í Flórída i þrjá daga hjá ívönu systur minni og á hverjum morgni fer ég niður á ströndina, þessa yndislegu strönd, og geri æfingarnar mínar. Hér eru mörg merki um eyðilegginguna sem fellibylurinn Vilma olli, þó eydileggingin jafnist ekki á við það sem Katharine olli vída. En hér er verið að byggja vom leiklistarskólar að hefja starfsemi sína af full- um þrótti, en herskyldan leiddi til þess að ungir karlar vom fáir í skólunum. Ráðið var að leita til útlanda og opna enskumælandi ungu fólki skólana. Gunnar var einn þeirra og einn fyrstur landa sinna að setjast á skólabekk í Rada, Royal Academy of Dramatic Art. Þar var fyrir á bekk Hildur Kalman og í kjölfarið komu Herdís Þorvaldsdóttir, Einar Pálsson, Klemens Jónsson og Baldvin Halldórsson. Kaupmaður í Feneyjum Gunnar, Baldvin Halldórsson og RóbertArn '- fínnsson hefja feril sinn sem leikarar á sviðinu i Iðnó i mars 1945. Fínt mál og ófint Ensku skólamir vom | á þessu ámm í örri Við kynningu á Hamlet-sýningu Benedikts Arna- sonar í Þjóðleik- húsinu 1964. Við leikstjórn í útvarpi 1980. í Sm'i I hlutverki Hamlets.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.