Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Side 42
Helgarblað DV 42 LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 * Skítug upp fyrir haus í „Ég vinn við malbikun á sumrin enda er þetta vertíð sem stendur frá maí til október eða nóvember, það fer eftir veðráttu," segir Berglind Kristjánsdóttir, 23 ára Akureyringur. Berglind hefur unnið við malbikun síðustu fjögur sumur og segir starfið skemmtilegt og gefandi. „Þetta samanstendur af útviveru og ferðalögum í kringum landið enda eigum við malbikunarfarandstöð og flökkum á milli lands- hluta," segir Berglind sem er eini kvenmaðurinn í íyrirtækinu. „Þetta er líkamlega erfitt starf en ég held að ég sé að standa mig alveg jafn vel og strákamir. Þeir eru ekkert að hh'fa mér enda er ég ein af þeim," segir Berglind og bætir við að hún sé alis ekki hin týpíska strákastelpa. „Maður er skítugur upp fyrir haus og það er alltaf gott að komast í sturtu eftir vinnu. Að eðlisfari er ég mjög pjöttuð en stekk í sturtu og skef skítinn undan nöglunum og er þá orðin kvenleg aftur," segir Berglind hlæj- andi. Hún segir starfið henta konum sem séu bam- og karllausar. „Ég held að þetta sé ekki hægt nema þú sért laus og liðug því það em ekki allir karlar sem umbera að konan sé ein af strákunum. í starfinu felst mikil fjarvera en það er alltaf jafn gaman að koma heim aftur." Berglind viðurkennir að hún sé oft fáklædd við starfið og að hún veki þá oft mikla athygli ökumanna sem eiga leið hjá. „Ég hef ekki valdið neinum árekstmm enn þá," segir hún hlæjandi. „Þegar veðrið er gott er maður kannski bara í hlýrabol undir samfestingnum og ég tók eftir athyglinni fyrsta árið en er alveg hætt að spá í því. Ég veit samt að ég verð fyrir baktah og sérstaklega á meðal kvenna enda em konur konum verstar. Strákamir em hins vegar oftast almennilegir." Berglind býst við að halda áfram í malbikuninni næstu sumrin. „AUavega þangað til ég er búin að festa mig niður með böm og svona. Þú vinnur ekki við þetta með kúluna út í loftið enda er þetta mikið púl sem kemur í staðinn íyrir ræktina." m ; 1 Bjarnþóra Pálsdóttir fangavörður „Maður verður að hafa ákveðinn þroska. ekki aðeins svo fangarnir taki marká manni heldur verðum við að vera örugg með okkurþvi það þarfsterk bein tilað vinna með fólki sem á miserfitt “ Fangavarðarstarfið krefst ákveðins þroska „Ég sá starfið auglýst fyrir tilviijim og ákvað að prófa," segir Bjarnþóra Pálsdóttir fanga- vörður. Bjamþóra hefur starfað sem fangavörður í tæp sex ár með hléum. Hún staríaði í fjögur ár í Hegningarhúsinu en er nú komin yfir í Kvennafangelsið. „Starfið er allt í senn skemmtilegt, leiðinlegt, gefandi og erfitt," segir Bjarnþóra. Hún segir starfið kreíjast ákveð- ins þroska og að hún finni það núna hversu betur hún sé undir það búin en þegar hún byrj- aði fyrst aðeins 25 ára gömul. „Maður verður að hafa ákveðinn þroska, ekki aðeins svo fang- arnir taki mark á manni heldur verðum við að vera ömgg með okkur því það þarf sterk bein til að vinna með fólki sem á miserfitt." Bjarnþóra segir fáar konur á íslandi starfa sem fangaverðir. Lengst af hafi hún verið ein með körlunum en að fleiri konur séu að mennta sig sem verðir. „Það em gerðar lágmarks- kröfur í upphafi. Fólk verður að hafa lokið tveggja ára framhaldsnámi og fær svo ekki fast- ráðningu fyrr en það hefur lokið Fangavarðaskóla ríkisins," segir húri en það em tvö ár síð- an Bjamþóra útskrifaðist úr skólanum. Bjarnþóra segir mikinn mun á því að vinna með karlkyns og kvenkyns föngum. Karl- mennirnir hafi oft brennt allar brýr að baki sér en konurnar sitji frekar uppi með sektar- kennd gagnvart börnum sínum og fjölskyldu. „Konurnar hafa meiri þörf til að ræða um líð- an sína en karlmennirnir. í náminu var lögð mikil áhersla á sálfræði auk þess sem ég lauk námi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi og er því orðin hálfgerður ráðgjafi þeirra sumra," segir hún og bætir við að það sé það sem hún vilji starfa við. Þegar Bjarnþóra er spurð hvernig vinir og ættingjar hafi tekið starfsvali hennar segir hún það líklega ekki hafa komið mikið á óvart. „Þau em orðin vön þessum uppátækjum hjá mér. Það em samt margir sem vita alls ekkert út á hvað starfið snýst og hafa miklar ranghug- myndir frá amerísku bíómyndunum. Fangavörðurinn gerir annað og meira en að sveifla lyklunum og hafa kylfuna á lofti. Við höfum mjög mikil samskipti við fangana. Ég sé til dæm- is um að útvega þeim vinnu og starfa þá sem verkstjóri auk þess sem ég er með ráðgjöf fyr- ir einstaklinga." H-'.. Skemmtilegur félagsska „Ég vinn við að skipta um skaut og annað í kerskálanum," segir Steinunn Eysteinsdóttir sem hefur starfað í álverinu í Straumsvík í fimm ár. Steinunn segir starfið ekki líkamlega erfitt en að það sé ekkert sérstaklega hreinlegt. „Oftast er mað- ur allur í ryki en það fer eftir því hvað maður er að gera," segir hún en bætir við að hún fari alltaf í sturtu í álverinu eftir hverja vakt. „Ég byrjaði að vinna í mötuneytinu en vildi komast að á þrískiptum vöktum. Svo núna vinn ég í fimm daga og fæ fri næstu fimm." Auk vinnunnar er Steinunn í Stóriðjuskólanum en námið tekur þrjár annir. „í skólanum erum við að læra að þekkja það sem við erum að gera eins og rafgreiningu og annað," segir hún og bætir aðspurð við að starfið geti verið hættulegt. „Við erum í eldvarnarfötum en það getur orðið mjög heitt þarna inni." Steinunn segir vini og kunningja ekki hafa orðið hissa á starfsvali hennar og hún mælir eindregið með starfinu fyrir aðr- ar stelpur enda sé um skemmtílegan félagsskap að ræða. „Ég ætlaði mér aldrei að vinna í álveri þegar ég var lítil enda efast ég um að ég hafi vitað hvað álver væri. Einu sinni langaði mig alltaf að verða ijósmóðir en ég efast um að það verði eitthvað úr því," segir hún hlæjandi. Sylvía Húnfjörð „Ég hafði I áhyggjur afþvi að þeir myndu I koma öðruvísi fram við mig en I ég hefaldrei fundið fyrirþvi að I ég sé eina stelpan I vinnunni." Ein af strákunum í slökkvi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.