Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Side 43
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 43 Sum störf eru flokkuö sem karlastörf. Dæmi um hefðbundin karlastörf eru til dæmis þau sem reyna á líkamann, eða tengjast tækjum og tólum. DV heyrði í nokkrum kvenskörungum sem láta ekkert stoppa sig í að láta draumana rætast. Stelpurnar eru á meðal afar fárra kvenna eða þær einu í sínum störfum og er slétt sama um allar gamaldags skiptingar í karla- og konuhlutverk. pur í álverinu Steinunn Eysteinsdóttir „Ég ætl- aði mér aldrei að vinna íálveri þegar ég var lítil enda efastég um að ég hafi vitað hvað álver væri." liðinu „Ég hef alltaf verið fyrir óhefðbundin störf og vil ekki láta neitt stoppa mig. Ég tek ekki nei fyrir svar,“ segir Sylvía Húnfjörð, 25 ára kona sem hefur starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í tæp tvö ár. Áður en Sylvía hóf störf með slökkviliðinu hafði hún verið í malbiki og járnabindingum. „Ég reyni bara að leggja það fyrir mig sem vekur áhuga auk þess sem karlastörfm eru betur launuð en hefðbundin kvennastörf," segir Sylvía en þvertekur fyrir að hún sé einhver strákastelpa. „Ég er naglafræðingur og útskrifaðist sem grafískur hönnuður í fyrra. Ég hef alitaf verið íþróttastelpa og ætli ég sé ekki frekar ofvirk." Sylvía er fyrsta konan í Slökkviliði Akureyrar. Hún segir inntöku- prófið hafa verið mjög erfitt og að vinnan taki einnig á á stundum, bæði andlega og líkamlega. „Megnið af vinnutímanum er rólegt en sjúkraflutningarnir geta verið erfiðir," segir hún og bæúr aðspurð við að strákarnir komi fram við hana eins og hver annan vinnufé- laga. „Ég hafði áhyggjur af því að þeir myndu koma öðruvísi fram við mig en ég hef aldrei fundið fyrir því að ég sé eina stelpan í vinn- unni." Sylvía segir starf slökkviðismannsins og sjúkraflutningamanns- ins alls ekki fyrir hvern sem er. Til þurfi krafta og sterk bein. „Starf- ið er alls ekki fyrir hvaða karlmann sem er enda komast margir þeirra ekki í gegnum þrekprófið. Ég er stór og fr ekar sterk í byggingu en finnst starfið oft mjög erfitt. Það væri samt flott að fá fleiri konur inn í þessa stétt sem geta höndlað þetta starf og haft gaman af." albikinu Fiktaði í húddum fimm ára „Þetta byrjaði með því að faðir minn eignaðist Fiat sport ‘74 módelið. Demantsrauðan og krómaðan, rosaflottan. Bíllinn bilaði hins vegar og pabbi æúaði að henda honum en þá ákvað ég að læra fagið," segir Gyða Ólafía Friðbjarnardóttir bifvélavirki. Gyða hefur verið í faginu í þrjú ár en hún er lærður bifvélavirki. Hún segist alltaf hafa haft áhuga á bílum en að hún geti verið kvenleg og dömuleg. „Ég var ailtaf í bílskúrnum hjá pabba og var farin að fikta í húddum bíla frá 5 ára aldri. Pabbi var alltaf á sjó og þegar hann var í landi vildi ég vera sem mest með honum. Þótt bílar séu mitt áhugamái get ég alveg verið dömuleg þegar aðstæðurn- ar æúast til þess," segir Gyða og bætir við að hún hafi alltaf verið í kringum karlmenn þar sem hún eigi einungis bræður. Gyða segist alltaf munu verða viðloðandi bílabransann enda sé af nógu að taka. „Það er nóg úrval, ég get verið að söluskoða, verið í varahlutunum, á þjónustuverkstæðinu, sem verk- stjóri eða í söludeildinni. Þetta er stór geiri," segir hún en viðurkennir að henni hafi reynst erfitt að finna starf í byrjun. „Yfirmaður pabba tók mig til sín tU að byrja með og þar með var ég komin með eitt verkstæði á ferilskrána og svo hef ég unnið hjá Toyota síðustu tvö árin." Gyða viðurkennir að margir kúnnanna reki upp stór augu þegar hún mæti til starfsins. Sumir gangi jafnvel svo langt að neita að leyfa henni að gera við bílana. „Margir gapa bara á mig og heimta karlmann. Fólk er hins vegar farið að venjast þessu enda meira meðvitað um að konur geti leynst alls staðar," segir hún og bætir við að hún mæli með starfinu fyrir aðrar konur. „Vefkstæðið er allt öðruvísi vinnustaður. Hér er ekkert verið að tala undir rós og eng- ar stelpur að hvíslast úú í horni. Skotin eru hörð og stríðnin í fyrirrúmi," segir hún brosandi. Gyða viðurkennir að erótísk dagatöl hangi uppi á veggjum en hún lætur það ekkert á sig fá. „Eg heimtaði bara mín dagatöl svo nú skreyta léttklæddir karlmenn veggina við hliðina á létt- klæddu stúlkunum og allir eru sáttir." indiana@dv.is Gyða Ólafía Friðbjarnar- dóttir bifvéla virki „Ég heimt- aði baramfn dagatöl svo nú skreyta léttklæddir karlmenn veggina við hliðina á léttklæddu stúlkunum og allireru sáttir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.