Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Side 45
DV Sviðsljós LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 45 Borgarbarn Anna Kristine á rætur sínariTékkiandiog elskar Prag ekki síöur en Reykjavík. Hún mælir þó með að íslend- ingar skoði meira en Prag og kristalinn þarþvílandslag í Tékklandi sé ægifagurt. |-ksvvT' m 1 í- V,:- ir /3|pJ§g§: I útvarpið sem miðil. Þegcir henni bauðst vinna við dægurmálaútvarp Rásar tvö árið 1991 sló hún til og fann sig strax mjög vel á öldum ljósvakans. „Ég var þar í átta ár, fyrst sem al- mennur dagskrárgerðarmaður í Dægurmálaútvarpinu, síðar ritstjóri þess og stjómaði Þjóðarsálinni með Sigurði G. Tómassyni og fleira góðu fólki. Þar fékk ég svo magasár f orðs- ins fyllstu merkingu, af því að taka við símtölum frá þjóðinni í forsetakosn- ingunum. Það var í einu orði sagt ömurlegt hvemig hlustendur töluðu við stjómendur þáttarins í síma og þó ég virki kannski hvöss á yfirborðinu tók ég þetta óskaplega nærri mér. Beta systir mín segir að ég sé eins og tartaletta, hörð að utan og mjúk að innan," segir Anna Kristine og skelli- hlær. Tékkneskir karlmenn fallegir „Ég hætti þess vegna á útvarpinu og fór til Prag og ætlaði bara að vera þar. Draumurinn var að skrifa bók og það er draumur sem mun rætast ein- hvemtíma. Vandamálið er bara að ég er svo háð fjölskyldu og vinum á ís- landi að ég sé mig ekki almennilega eina í svona stórborg. Ég mun samt prófa það einn góðan veðurdag, ég ætla ekki að deyja með það á vörun- um að aldrei hafi ég farið tU Prag og skrifað bók.“ Anna segist hlæjandi hafa ætlað að giftast myndarlegum tékkneskum manni þegar hún flutti út en það hafi ekki gengið eftir. „Tékkneskir karlmenn em ótrú- lega fallegir, lögreglumennimir em tfl dæmis guðdómlegir," segir hún dreymin. „Þó ég rati betur uni Prag en Reykjavfk er ég alltaf að stoppa lögreglumennina og spyrja þá tU veg- ar. Þeir hafa svo faUeg og gáfuleg augu. Ég þoli ekki heimskuleg augu! Það kom hins vegar í ljós þegar ég fór að kynna mér launakjör tékkneskra lögreglumanna að þeir em ekki góð- ur kostur. „ Anna skeUilhær og segist líka hafa farið heim af því enn barst henni at- vinnutUboð. Þetta með kýrnar á morgnana „Mér var boðið að taka að mér þátt á Rás 2 mUli klukkan 9 og 11 á sunnudagsmorgnum og átti að taka viðtöl við fólk sem hafði verið í frétt- um vikunnar. Mér fannst það ekkert spennandi og datt í hug að gera í staðinn viðtalsþátt við algjörlega óþekkt fólk undir yfirskriftinni AUir hafa sína sögu að segja. Þar með varð þátturinn MUli mjalta og messu tU. Ég mundi samt ekki orðið yfir mjaltir, ég þurfti að spyrja hvað þetta héti þetta þama með kýrnar á morgnana, ég er svo mikið borgarbarn. Ekki bara borgarbam heldur stórborgarbarn," segir hún og getur ekki stiUt sig um að segja mér eina kærastasögu. „Ég var „Á sama andartaki sló hann inn nafnið mitt á sína tölvu í Bretlandi. Síðan hafa þetta verið ótal tölvu- póstar á dag að ógleymdum SMS-um og símhringingum." ægUega skotin í bónda í fyrra og fór með honum í grUlpartý út á land. Þegar hann var að keyra mig heim gat ég ekki orða bundist þegar við nálg- uðumst Reykjavík, ég varð svo fegin að sjá borgarljósin. Eg missti það út úr mér að ég hataði eiginlega að fara út á land og hann hefur ekki hringt í mig síðan." Ástfangin af breskum lækni Það verður samt ekki hjá því kom- ist að spyrja Önnu Kristine aðeins nánar út í ástarmálin því þó hún sé aUtaf geislandi er eitthvert extra blUc í augunum núna sem vekur grun- semdir um að hún sé ástfangin. „Já,“ segir hún, „ég er það. Ég er í fjarsambandi við breskan lækni sem ég var með í nokkur ár. Við kynnt- umst í Monte Carlo árið 1985 og vor- „Tékkneskir karl- menn eru ótrúlega fallegir, lögreglu- mennirnir eru til dæmis guðdómlegir" um síðast í sambandi fyrir fjórtán árum. Ég ákvað svo í sumar að prófa hversu virkt netið væri í að hafa uppi á fólki og sló inn nafnið hans. Á sama andartaki sló hann inn nafnið mitt á sína tölvu í Bretlandi. Segðu svo að guð hafi ekki húmor! Síðan hafa þetta verið ótal tölvupóstar á dag að ógleymdum SMS-um og símhring- ingum. Þetta er þroskaður maður með fínasta breska húmor og við stefnum að því að hittast í vor." Anna Kristine segist hafa fengið mynd af lækninum sínum og hann hafi vissulega elst um 20 ár en sé enn jafn sjarmerandi. „Hann sendi mér mynd um hæl, en ég sat auðvitað heilt kvöld með Lízellu dóttur minni og fótósjoppaði mynd. Nú heldur hann að ég líti út eins og módel og þess vegna er ég að draga þennan endurfund á langinn eins og ég get.“ Anna Kristine segist trúa staðfast- lega á ástina og er forlagatrúar. „Ég held þetta sé allt skrifað í stjörnum- ar,“ segir hún. „Það gerist sem á að gerast. Ég hef einhvern tíma sagt í viðtölum að ég væri hrædd við að verða ástfangin og bindast af því menn hafi í gengum tíðina yfirgefið mig. Ég var til dæmis mikil afastelpa, en afi varð bráðkvaddur þegar ég var níu ára. Pabbi og mamma skildu tveimur árum síðar og svo eignaðist ég dóttur mína Lízellu með kærast- anum mínum en við skildum. Þá ákvað ég að vera ein með augastein- inn minn. Lízella dóttir mín er stærsta gjöfin sem lífið hefur fært mér. Án og hennar og elsku mömmu minnar fyndist mér lífið ekki hafa mikinn tilgang. Nú finnst mér óskap- lega gott að vera í svona fjarsam- bandi en ég held við eigum öll sálufé- laga einhvers staðar. Ætli minn sé ekki í Perú?" Bíddu viö, ekkiBretinn? „Eða jú, kannski hann. Við erum mikilr vinir og sálufélagar og gaman að vakna á morgnana og lesa frá hon- umbréfin." Skálað á tékknesku Anna Kristine er farin að ókyrrast enda ætlar hún með systrum sínum að leiði föður þeirra. „Við höfum þann sið á jóladag að fara að leiðinu hans með tékkneskan líkjör sem heit- ir Becherovka og er lækningadrykk- ur. Þá tökum við með okkur ijögur kristalstaup og sú okkar sem reykir fær sér sígarettu. Svo skálum við á tékknesku og myndum kross með víninu yfir leiðinu. En það er bara á jólunum. í dag verður enginn líkjör." Þessi stund í kaffi með önnu Kristine gefur tilefni til að hlakka til að fá hana í hópinn á ritstjórnina. Hún er fíka spennt fyrir starfinu og hlakkar til að byrja. „Mér leist ekld meira en svo á ys- inn og þysinn á ritstjórninni, allir að skrifa og tala í sfrnann, og mér datt sem snöggvast í hug að ég væri kannski orðin of gömul fyrir þetta. Þegar ég settist svo niður með nýju rit- stjórunum og fór að spjalla við þá fann ég að þama fæ ég að gera akkúrat það sem ég vil gera. Taka manneskju- leg viðtöl við gott fólk og einbeita mér að bjartari hliðum mannlffsins. Ég verð áfram í hlutastarfi mínu á heilsu- gæslunni sem er einstakur vinnustað- ur sem mér líður vel á. En ég er auðvit- að pínkulítill spennufíkill og finnst spennandi að vera annars vegar í starfi þar sem ég er bundin þagnareið og má ekki einu sinni skila kveðju til mömu minnar frá vinkonu hennar sem er að koma til læknis og hins veg- ar í starfi þar sem ég segi við fólk: „Hæ, ertu til í að koma í viðtal og segja frá þessu opinberlega? Fyrst og fremst er þó gott að geta ailtaf fylgt sinni sann- færingu, þá veit ég að ég sofna sátt á kvöldin." edda@dv.is mm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.