Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2006, Síða 55
Menning DV
LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2006 55
Okkar konur, Auður Jónsdóttir og Kristín Marja Baldursdóttir voru tilnefndar
til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en það var hins vegar Svíinn
Göran Sonnevi sem hlaut verðlaunin fyrir ljóðasafnið Hafið. Hann þykir vel að
verðlaununum kominn, enda bæði vinsæll og virtur fyrir ljóð sín og þýðingar.
Skrifar af knýjandi hörf
Sonnevi fæddist í Lundi árið
1939 og gaf út sína fyrstu ljóðabók
árið 1961. Það var bókin Outfört, en
síðan þá hefur hann gefið út fjöl-
margar ljóðabækur og hlotið ýmis
r
I Göran Sönnevi Kominn timi til,
I segja efnaust einhverjir, þar sem
I Sonnevi hefur verið tiinefndur til
Norðurlandaráðsverölaunanna
I sexsinnum áður.
bókmenntaverðlaun. Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs hefur
hann þó aldrei hlotið áður, þó að
hann hafi verið tilnefndur sex sinn-
um. Göran Sönnevi þykir frábær
upplesari og góður þýðandi, en
hann hefur m.a. þýtt verk Ezra
Pound á sænsku. Sonnevi þarf að
bíða eftir verðlaunafénu, 350.000
dönskum krónum, þar til í nóvem-
ber, þegar verðlaunin verða veitt
formlega.
Uppgjör við vinstriöflin
Dómnefnd sem falið var að fara
yfir tilnefndar bækur ákvað að veita
Göran Sonnevi verðlaunin fyrir
ljóðabókina Hafið (Oceanen). Að
sögn skrifaði Sonnevi bókina eftir
að hann var spurður að því hvort
hann gæti enn talað við vin sinn
Göran Tunström eftir dauða hans
árið 2000. í niðurstöðu dómnefndar
segir:
„Ljóðabókin Hafið er hafsjór af
orðum sem hægt er að sökkva sér
niður í og láta umlykja sig. Hún nær
yfir líf og ljóðheim sem enn er frjór,
sem er enn ólokið og er leitandi.
Sonnevi skrifar ljóð af knýjandi
þörf, ljóð sem eru í stöðugri sam-
ræðu við stjórnmálalíf og tilfinning-
ar fólks, svo sem sekt og ábyrgð."
Astrid Trotzig fulltrúi Svía í dóm-
nefndinni skrifaði eftirfarandi þeg-
ar ijóðasafnið var tilnefnt til verð-
launanna:
„Ljóðin virðast vera uppgjör
Sonnevis við stjórnmálaskoðanir,
uppgjör við vinstriöflin. Hafið er
eins konar framtíðarsýn, fyrir lýð-
ræðið, fyrir þá löngun að gera rétt
og velja rétt." Enda þótt dauðinn sé
nánast áþreifanlegur í ljóðunum, er
eins og hann sé umlukinn hjúp,
ekki rósrauðum, en hjúp sem felur
staðreyndir dauðans, hina and-
styggilegu ásýnd hans. Kannski er
ég einungis að minna á að ógnir
hafsis eru ekki einungis myndlíking,
heldur í raun lífið sjálft og dauð-
inn," skrifaði Trotzig.
Sex íslendingar
Bókmenntaverðlaun Norður-
laridaráðs hafa verði veitt árlega
síðan 1962. Þrjú ár eru síðan Svíi
hlaut verðlaunin, en sem kunnugt
er hlaut Sjón þau í fyrra, fyrir bók
sína Skugga-Baldur. Aðrir íslend-
ingar sem fengið hafa þessi eftir-
sóttu verðlaun eru Ólafur Jóhann
Sigurðsson, fyrir bókina Að brunn-
um árið 1976, Snorri Hjartarson
Texti: Fríða Á. Sigurðar-
dóttir Eina íslenska konan
sem hlotið hefur bókmennta-
verðlaun Norðuriandaráðs.
Beðið eftir Kaurismaki
Ljós í rökkrinu (Lights in the
Dusk), síðasti hluti þrfleiks kvik-
myndaleikstjórans Aki Kaurismaki,
var ffúmsýnd í Finnlandi þriðja
febrúar, en framleiðslufyrirtæki
Kaurismakis hefur látið þau boð út
ganga að utan Finnlands verði
myndin ekki sýnd fyrr en á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Ná-
kvæmlega- tíu ár eru síðan fyrsta
mynd þrfleiksins, Drifting Clouds,
var frumsýnd, einmitt í Cannes og
það eru fjögur ár síðan The Man
Without a Past, önnur myndin,
hlaut heiðursverðlaun dómnefrid-
ar á sama stað.
Sagt er á . kvikmyndavefnum
Cineuropa að þema Lights in the
Dusk sé einmanaleikinn, en hinar
myndirnar tvær fjölluðu sem
kunnugt er um heimilis- og at-
vinnuleysi.
Maður að nafni Koistinen er
einmana í köldum heimi og traðk-
að er á vonum hans og draumum.
Óprúttnir glæpamenn nýta sér þörf
hans fyrir félagsskap til þess að láta
hann taka á sig sökina fyrir rán sem
þeir frömdu og það verður til þess
að Koistinen -missir vinnuna og
glatar frelsi sínu. Kaurismaki hefur
sagt um myndina að sem betur fer
sé handritshöfundurinn (hann
sjálfur) góðhjartaður náungi og
það hljóti að bjarga hinum óláns-
sama Koisúnen, að minnsta kosti
sé líklegt að það leynist vonarneisti
í lokaatriðinu.
Aki Kaurismaki Aðdáendur
Finnans bíða spenntir eftir
lokakafla þrfleiksins, sem mun
fjalia um einmanaleikann.
Jk ' U í 1 i 1 t ' '
l'W* M 'S “31 .
m n L 1
§
\ ^
I fslenskt hross Á stóra
I háskóladeginum gefst
I meðal annars tækifæri
I til þess að kynna sér
I nám i hrossarækt.
1
f
\
árið 1981 fyrir ljóðabókina |
Hauströkkrið yfir mér og Thor Vil-
hjálmsson fyrir Grámosinn glóir
árið 1988. Fríða Á Sigurðardóttir er
eina íslenska konan sem hlotið hef-
ur verðlaunin, en það var árið 1992,
fyrir skáldsöguna Meðan nótún líð-
ur. Einar Már Guðmundsson var
verðlaunaður fyrir Engla alheimsins
árið 1995 og síðan var það ekki fyrr
en tíu árum síðar að Sjón hreppti
hnossið.
Eina Ijóðabókin efúr Göran
Sonnevi, sem komið hefur út á ís-
lensku, er Mál, verkfæri, eldur
(Sprák, verktyg, eld) sem SigurðurÁ
Friðþjófsson þýddi fyrir Svart á
hvítu árið 1986.
Hrossarækt og
hagfræði *
Milli kl. 11 og 17 í Borgarleik-
húsinu á morgun verður kynning
á námsframboði háskólanna. Það
eru hvorki meira né minna en 98
námsleiöir sem eru kynntar á
þessum degi, sem vitaskuld er
nefndur Stóri háskóladagurinn.
Þar getur fólk leitað sér upplýs-
inga um viðskiptalögfræöi, list-
nám, hrossarækt, fjölmiðlafræði,
landslagsarkitektúr, sálfræði,
kennaranám og fleira, en það eru
sjö háskólar sem kynna náms-
leiðir sínar á þessum stað. Einnig
verður veitt ráðgjöf um ýmislegt,
svo sem nám erlendis, stúdentaí-
búðir, námslán og fleira. Á kynn- s
ingunni má búast við líflegu um-
hverfi og listrænum uppákomum.
Eftirfarandi háskólar verða
með fulltrúa sína á svæðinu: Há-
skólinn á Akureyri, Háskólinn í
Reykjavflc, Hólaskóli - Háskólinn
á Hólum, Kennaraháskóli íslands,
Landbúnaðarháskóli íslands,
Listaháskóli Islands og Viðskipta-
háskólinn Bifröst.
Lilja opnar
sýningu
Lilja Bragadóttir opnar mynd-
listarsýningu í Gullkúnst Helgu
að Laugavegi 13 í dag kl. 17. Lilja
stundaði nám í myndmennt við
Árhus Daghöjskole árið 2001. Þar
á eftir var hún við nám í Grafisk
Kunstskole á myndlistarbraut
2002-2004. Samtímis lærði hún
rnálun í Listaakademíunni íÁrós-
um. Listakonan hefúr sýnt verk
sín í Danmörku, m.a. í Kunst
Gallery f Horsens og Café Anne í
Árósum. Líka hafa verk hennar
verið til sýnis og sölu í Gallery
Nordlys í Kaupmannahöfn. Sýn-
ing Lilju í Gullkúnst Helgu stend-
ur út marsmánuð.
Kristín Jónsdóttir
Jón Stefónsson
Dögun
25.2-12.3
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir
sýnir tréristur í Baksalnum.
Velkomin á opnunina
á laugardaginn kl. 15.00
Rauðarárstíg 14, sími 5510400 • Kringlunni, sími 568 0400 • www.myndlist.is
Uppboð
Næsta uppboó verður haldib sunnudagskvöldió 5. mars.
Tekiö er á móti góóum verkum á uppboöiö til 27. febrúar.
Gallerí Fold • Rauðarárstíg og Kringlunni