Freyr - 01.12.1971, Síða 14
Jón Þorvaldsson kennari.
göngu en fljótt á litið mátti ætla. Á þann
þátt í fari hans féll aldrei skuggi. Hann
kvæntist Soffíu Þorkelsdóttur, sumarið
1916 og átti sitt eigið heimili upp frá því.
Kona hans var hljóðlát og blandaði lítið
geði við okkur. Hafði ég það á tilfinning-
unni, að henni væri lítið um ærsl okkar
gefið. Andi Sigurðar skólastjóra í garð
eiginmanns hennar mun hafa sært hana,
enda leituðu þau frá Hólum skömmu síðar
(1919). Ég er þakklátur Sigurði kennara
fyrir þá hjálparhönd, sem hann rétti mér
um meðferð máls. Sú virðing, sem hann
vakti hjá mér fyrir fögru máli hefur dugað
mér til þessa dags.
* * *
Fjórði kennarinn var Jón Þorvaldsson, frá
Finnastöðum í Eyjafirði. Hann hafði stund-
að trésmíðanám á Akureyri og síðar er-
lendis um skeið. Hafði og kynnt sér skóla-
smíðar við norræna búnaðar- og lýðskóla.
Hann mun hafa verið mjög í ráðum um
gerð og áhaldaval fyrstu smíðastofunnar á
Hólum. Sjálfsagt þætti hún fátækleg að
allri gerð nú. En það mun mála sannast,
að sá dómur mundi og felldur um kennslu-
tækin þar yfirleitt. Smíðastofa okkar Hóla-
manna var vissulega fátækleg. Hún átti þó
sitt gildi.
* * *
Síðari veturinn minn á Hólum kenndi þar
hinn aldni stofnandi skólans, Jósef J.
Björnsson. Hann var fæddur á Torfustöð-
um í Núpsdal 26. nóv. 1859. Hann stundaði
nám við búnaðarskólann á Stend í Noregi
og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn,
er þá hafði verið gefin við skólann. Sann-
ar það hvílíkur yfirburða námsmaður Jósef
var. Liggur í augum uppi, að námið var
honum í öndverðu erfiðara en innfæddum.
Hann hafði að baki aðeins nokkurra mán-
aða dvöl í Noregi er hann settist á skóla-
bekk og að sjálfsögðu að mestu mállaus,
þegar hann kom til Noregs sumarið 1877,
aðeins 18 ára. Síðar stundaði hann nám við
Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, þó
hann lyki þar ekki tilskildum fullnaðar-
prófum. Námshæfni hans var frábær, sam-
fara stálminni. Hann var því óvenju fjöl-
menntaður maður.
Jósef J. Björnsson kennari.
Jósef var á marga lund ágætur kennari.
En það stóð kennslu hans að nokkru fyrir
þrifum, að hann virtist helzt ekki geta
hugsað sér, að neinn færi í skóla annarra
erinda en að læra. Hann taldi það svo sjálf-
sagt, að um það þyrfti ekki að ræða. En
þó félagar mínir væru yfirleitt námfúsir í
góðu lagi, voru þeir engin undantekning
í því að hafa misjafnan áhuga á því, er
þar skyldi nema. Þessa guldu kennslu-
greinar Jósefs og áttu kennsluhættir hans
sinn þátt í því. Hann hafði yndi af að
478
F R E Y R