Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1971, Side 16

Freyr - 01.12.1971, Side 16
Fyrsta sláttuvélin kom að Hólum 1917. kvartað, að námsskeiðin 1914 og 1915 hefðu ekki náð vinsældum Akureyrarnámsskeið- anna. Ég þurfti heim vegna anna vorið 1916. Þegar við fórum frá Hólum 1. maí, var að byrja að ydda á hæstu hólana í túninu. Á Héraðsvötnum sá hvergi í vök, að ósun- um slepptum, á því svæði, sem við sáum til, og í Vallhólminum voru snapir á hæstu bökkum. Fyrir ofan Arnarstapa yddi hvergi á hnotta. Talið var, að námskeiðið á Hólum hefði runnið mjög út í sand þetta vor, vegna þess hve seint voraði. * * * 1917 voraði vel. Voru 18 strákar þar það vor. Allt heimilislíf togaðist þar milli tveggja skauta: ærsla og vinnu. Horfir það svo við í minningum mínum, að ekki hafi mátt á milli sjá, hvort ríkara var. Þar voru með vinnuglaðir vaskleikamenn, — jafnvel vík- ingar, sem meðalmönnum þýddi ekki að jafna við. En þar sveif sá andi yfir vötnum, að meðalmennirnir áttu og þann metnað, að láta ekki sinn hlut átakalaust. Vinnan hófst þegar 1. maí. Þá voru enn í fullu gildi hinir fornu túnræktarhættir: rist ofan af þýfinu, það plægt og herfað, þótt þau herfi mundu nú þykja lítilsverð. Fyrsta daginn voru fjórir flokkar sendir til jarðvinnslu og voru þrír strákar í hverj- um. Skyldi hver flokkur rista ofan af á- kveðnu þúfnastykki. Var ætlanin, að þeir skiluðu því sléttu, er þeir tóku fyrir. Þá var komin sláttuvél að Hólum og uppi von- ir um, að unnt væri að slá túnið með henni. Þó þá væri búið að slétta mikið af Hólatúni, var verulegur hluti þess með með hinu gamla beðasléttulagi. Það þótti þá þegar sýnt, að þær yrðu aldrei vinsæll teigur fyrir sláttuvélar. Sá háttur var því hafður á þetta vor, að ráðast á þúfnakraga, er eftir stóðu en þannig settir, að væru þeir teknir til sléttunar, féllu þeir inn í stærri heildir. Við gerðum því enga beða- sléttu þetta vor. Allur samanburður á af- köstum varð því torveldur og þó ósleiti- lega á lofti haldið, gripið til hverrar þeirr- ar mælingarfræði, sem tiltæk var til sönn- unar því, hver dygði bezt. Niðurstaðan varð sú, að allar þessar áætlanir riðluðust. Þúfnastykkin voru svo misjöfn, að stærð og gerð, að í reynd varð allur sá saman- burður vonlaus. Þó var hann alltaf uppi, enda ól Sigurður á þessu, spanaði okkur upp í hávaðasamar deilur um okkar eigið ágæti og afrek, og gekk á ýmsu í þeim sennum. En allar voru þær sársaukalausar, enda til þeirra efnt í þeim tilgangi einum að hafa eitthvað til að skattyrðast um. Túnaslétturnar voru ekki það eina, sem við fengum að glíma við. Kartöflur voru settar niður í hartnær tvær dagsláttur þetta vor og gulrófur í svipaðan reit. Voru garðarnir plægðir með hestum og til þess notaður plógur, sem Sigurður Sigurðsson, járnsmiður á Akureyri hafði smíðað, en á þeim árum smíðaði hann nokkra slíka, litla og létta. Þótti sá galli verstur á þeim, að moldvarpið væri ekki rétt undið. Þeir veltu því ekki svo vel af sér sem skyldi. Að sjálfsögðu vannst engin æfing í því að stjórna plóg og hestum þar, enda enginn á 480 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.