Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1971, Qupperneq 17

Freyr - 01.12.1971, Qupperneq 17
staðnum, sem kunni til þeirra verka. Plæg- ingin á flögunum okkar var alltaf vand- ræðaverk. Þau voru að allri lögun slík, að illt var að koma henni að. Þó opnaði þetta augu ýmsra fyrir gildi plógsins. En hann hefur ekki unnið þann sess í íslenzkri ræktunarsögu sem honum hæfði. En vissu- lega var vonlaust að lyfta honum í þann sess þar á Hólum, með þeirri kunnáttu, sem þar var úr að spila þá. En okkur var sýnt fleira. Við unnum nokkra daga suður á engi að áveitu (mest seitlu). Þar var og byrjað á uppistöðu- garði, sem ég hygg, að hvorki hafi orðið fugl eða fiskur. Úr því verki varð ekkert meðan ég þekkti til á Hólum. En eitt verk var þá hafið. sem síðar varð að gagnmerkri staðreynd. Á annan í hvítasunnu 1917 fór Sigurður með allmikið lið út að Víðinesá, nokkuð ofarlega við hólana, og mældi fyrir vatnsleiðslu í gegnum þá ofan hjá Kollu- gerði, í þeim tilgangi að fá þar fallorku, er nægði til að hita og lýsa Hólastað. Við hitnuðum af áhuganum einum yfir þessu og mældum undir forustu Sigurðar fyrir skurðinum. Var svo hafizt handa um fram- kvæmd verksins og unnið að því vorin 1917 og 1918 með þeim árangri, að föstu- daginn 29. júní 1918 var vatni hleypt í skurðinn. Komst það í laut eina, sem er spölkorn fyrir ofan Kollugerði. Man ég vel, að það voru glaðir drengir, sem fylgdu vatninu niður hólana þennan dag, sann- færðir um að þeir hefðu unnið hið nyt- samasta verk. En reynslan sýndi — því miður — að það var einskis virði og þarf ekki að rökstyðja það. Vatnið, sem skurð- urinn okkar tók, komst ekki lengra en í laut þá, er ég áður nefndi og fyllti hana aldrei. Við rannsökuðum þessi mál ræki- lega sunnudagsmorgunin 1. júlí. Náði vatn- ið í lautinni okkur í klyftir þar sem dýpzt var. Sýndist þá vonlaust að ná því lengra. Og þó, — þessi leið var farin þessara sömu erinda þó síðar léti. Þegar Kristján Karls- son var orðinn skólastjóri á Hólum, tók hann þessa hugsjón Sigurðar móðurbróður í þá daga þótti undirristuspaðinn þarft og gott verkfæri. síns til endurskoðunar og varð hún að stað- reynd við forustu hans sumarið 1951. Krist- ján sagði í mín eyru, að skurður Sigurðar hefði verið kveikjan að því verki. Hann fór í aðaldráttum sömu leið yfir hólana og Sigurður mældi vorið 1917 og stíflaði ána á sama stað. Það var jarðýtan, sem gerði gæfumuninn. Sigurður átti aðeins yfir haka og reku að ráða, — að ógleymd- um nokkrum kappsfullum og fjörugum strákum. En hann átti skyggni sjáandans. — Þeir njóta sjaldan ávaxtanna, sem gróð- ursetja tréð. Vorið 1917 var að miklu leyti gengið frá því að skipuleggja skrúðgarðinn milli hús- anna. Það verk var að verulegu leyti unnið að fyrirsögn Ásu Jóhannesdóttur, frá Syðra-Fjalli í Aðaldal, en eftir uppdrætti, F R E Y R 481
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.