Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1971, Síða 21

Freyr - 01.12.1971, Síða 21
íramkvæmdir Landnámsins og styrkir írá Landnáminu eru ekki heldur taldir hér. * * * Til þess að gera fólki ljóst hvar við stöndum í ræktunarmálum okkar vil ég í þetta skipti gera grein fyrir stærð ræktaðs lands í hinum einstöku byggðarlögum og hvað meðaltalsræktun á bónda hefur verið síðustu 3 árin. Varðandi bændatal fer ég eftir skýrslum þeim, sem Landnámið hefur látið vinna, og er þá enginn talinn bóndi, sem hefur minna bú en 80 ærgildi. Bændur, sem hafa 80 ærgildi eða meira, eru alls, samkvæmt talningu í árslok 1868, 4.919. Er miðað við þá bændatölu í eftir- farandi meðaltölum. Býli í ábúð, þar sem eru 80 ærgildi á bónda, eru nokkru færri, því allvíða eru 2 eða fleiri bændur á sömu jörð. Samkvæmt hinu nýja fasteignamati eru jarðir í sérmati taldar 6.600. Eru þá taldar allar eyðijarðir, gróðurhúsabýli, iðnaðar- býli og sjálfsagt allmörg býli, þar sem menn hafa minna en 80 ærgildi, en fram- fleyta heimili sínu á ýmsum tekjum öðr- um, en af hinum gamla bústofni, sauðfé kúm og hrossum. Samkvæmt framansögðu verður því meðaltalsræktunin á bónda með 80 ærgildi nokkru lægri en hér verður talið bæði hvað áhrærir árlega ræktun og meðaltals túnstærð 1970. Hvorttveggja er, að ýmsir, sem hafa minna en 80 ærgildi, hafa nokkur tún og aðrir, sem eru á jarðabótaskýrslum, hafa ekki áðurnefnda bústærð. Gullbringusýslu hef ég sleppt við allan útreikning, því nú orðið getur hún varla talist landbúnaðarhérað, þó enn séu taldir rúmir 40 bændur, sem hafa 80 ærgildi, eða meira. Túnstærðir í eftirfarandi upptalningu eru sýslurnar taldar í þeirri röð sem túnstærðir eru 1970, og er þá einnig sagt hvað meðaltalsnýrækt hefur komið á bónda síðastliðin 3 ár. Meðal- Meðal- túnstærð nýrækt 1970 síðustu 3ja ára 1. Rangárvallasýsla 32,47 ha 1,33 ha 2. Kjósarsýsla 30,53 — 0,37 — 3. Árnessýsla 29,34 — 0,94 — 4. Austur-Skaftafellss. 24,68 — 0,81 — 5. Borgarfjarðarsýsla 24,67 — 0,61 — 6. Eyjafj.s., m. Ólafsf. 23,72 — 0,83 — 7. A.-Húnavatnssýsla 22,58 — 1,07 — 8. V.-Skaftafellssýsla 22,53 — 1,06 — 9. Skagafjarðarsýsla 21,34 — 0,82 — 10. Mýrasýsla 20,50 — 0,62 — 11. S.-Þingeyjarsýsla 19,14 — 0,79 — 12. Suður-Múlasýsla 19,05 — 1,05 — 13. Norður-Múlasýsla 18,88 — 1,06 — 14. Snæfellsnessýsla 18,70 — 0,74 — 15. N.-Þingeyjarsýsla 18,10 — 0,80 — 16. V.-Húnavatnssýsla 18,00 — 0,50 — 17. Dalasýsla 15,60 — 0,59 — 18. Strandasýsla 15,44 — 0,58 — 19. N.-ísafjarðarsýsla 15,02 — 0,26 — 20. V.-ísafjarðarsýsla 14,61 — 0,43 — 21. Barðastrandasýslur 14,33 — 0,57 — Á öllu landinu má telja túnstærðina 109.896 hektara í árslok 1970 og verður þá meðaltalstún ca. 22,34 ha á hvern 80 ær- gilda bónda. í raun mun þó meðaltún bænda vera nokkru minna, t. d. er það svo, að allmikið er af túnum, sem nytjuð eru af bændum, sem ekki hafa 80 ærgildi, og svo eyðijarðir, þar sem tún eru talin enn sem ræktað land, enda þótt þau séu kannski ekki nýtt að neinu. Mun þetta helzt eiga við í V.-Barðastrandasýslu, ísa- fjarðarsýslum og Norður-Þingeyjarsýslu. Geta má þess, að í Rangárvallasýslu eru sennilega nær 400 hektarar, sem ræktaðir eru til fóðurkögglaframleiðslu og því ekki rétt að taka með í meðaltalstúnstærðina. F R E Y R 485

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.