Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1971, Side 29

Freyr - 01.12.1971, Side 29
Hvaða upplýsingar er að finna í ársupp- gjöri? Vinnuskýrsla: Uppgjör á vinnuskýrslum er mjög ýtarlegt. Þar er að finna niðurstöður um vinnu hvers einstaklings, sem vinnur við búið, auk vinnu alls starfsfólks umreiknað í karlmanna klst. Jafnframt er reiknuð úi vinna alls við hverja búgrein og hvernig vinna dreifist á milli bú- greina í prósentum. Einnig er reiknuð út vinna á einingu, þ. e. vinna við kú, vinna við kind, vinna við hektara túns o. s. frv. Að síðustu eru upplýsingar um vinnu á einingu allra bú- reikninganna til samanburðar. Búreikningur: í fyrrihluta uppgjörs er útskrift á öllum færsl- um, sem átt hafa sér stað yfir árið, þ. e. beinn framleiðslukostnaður, framleiðslutekjur, fjár- festing, skuldabreytingar og einkareikningur. Þá kemur uppgjör án tillits til búgreina. Síðari hluti búreiknings er uppgjör á einstökum bú- greinum. Samanburðarskýrsla: Til samanburðar er tekinn framlegðarreikning- ur nautgripa og framlegðarreikningur sauðfjár. í samanburðarskýrslunni getur hver bóndi séð, hvernig afkoma þessara tveggja búgreina er, samanborið við hjá öðrum sem færa búreikn- inga. A árinu 1970 var hæsta framlegð á árs- kú yfir 33.000 kr., en lægst tæpar 10.000 kr. Framlegð á veturfóðraða kind var hæst 2.000 kr, en lægst 165 kr. þess að nýta þá bókhaldstækni sem tölvur gefa möguleika á. Hvað er framlegð? Uppgjör á einstökum búgreinum er gert eftir þeirri aðferð, sem nú nýtur mestra vinsælda erlendis og þá sérstaklega þegar áætlunargerð er höfð í huga. Þessi upp- gjörsaðferð er nefnd Framlegðarreikning- ur. Til gjalda á hverja búgrein eru ekki færðir vextir, kaupgreiðslur eða fyrningar (afskrift), heldur reiknað út hve mikið F R E Y R 493

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.