Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1971, Side 58

Freyr - 01.12.1971, Side 58
á/°iAr Stærsta mjólkurstöð á Norðurlöndum er í Joensuu í Finnlandi, segir vikublað sænskra bænda LAND. Joensuu er bær í Norður-Kirjálalandi. Þar er dag’ega innvegin mjólk, sem nemur um 500.000 lítrum til jafnaðar. A vegum stöðvarinnar eru 500 manns að starfi, allir á mánaðarlaunum. Þar er unnin neyzlumjólk en auk þess smjör og ostar og r j ómaís. í frétt frá mjólkurstöð þessari segir, að kúm fækki verulega á síðustu árum og jafnframt fækkar bændum, sem senda mjólk til stöðvarinnar. Búin á mjólkursvæðinu eru smá, bændur hafa þar aðeins 5 kýr að meðtltali. Á samlagssvæðinu eru nú 50.000 mjólkurkýr. I Sorsele í Vesturbotnum í Svíaríki býr bóndinn Arvid Karlsson. Hann hefur 6 kýr í fjósi og svo ungviði. Hann á beztu kúna í þeim hluta landsins, og hún er á meðal 10 þeirra nythæstu í landinu. Á árinu 1970 var nythæð hennar 11.500 kg. Þegar hún var í mestri nyt á árinu var daglegt fóður hennar: 20 kg rapsvothey, 16 kg kraftfóðurblanda og það mikið hey, sem hún vildi eta. Kartöfluuppskeran á síðasta hausti var það mikil, að líklega hefur hún aldrei verið meiri í landinu. Eftir hagstætt sumar og úrkomulítið var kartöflukvilla lítið vart og hefur það eðlilega í för með sér gott geymslu- þol. Horfur eru því þær, að uppskera geri betur en fullnægja þörfum þjóðarinnar unz næsta uppskera kemur á markað að ári, því að góðar geymslur eru nú til, þar sem séð verður fyrir varðveizlu til næsta sumars, en það sem af er þessum vetri, þegar þetta er skráð, hefur hitastigið jafnan verið það hátt, að engum vanda hefur valdið að geyma kartöflur við öll skilyrði og með hverri viku sem líður gefst neytendum tækifæri til að varðveita næstu vikna forða. Fóðurfengur bænda á liðnu sumri var í bezta lagi, bæði að magni og gæðum. Svo segja bændur víðast um iand, með örfáum undantekningum. Hins er vert að minnast, að þar sem hey þorrnaði oftast fljótt og vel er mjög líklegt, að laust sé í hlöðum og að í hverjum rúmmetra í hlöðu séu óvíða yfir 50 fóðureiningar í stabba. Forðagæzla stendur yfir hjá bændum, þegar þetta er skráð, og munu flestir sammála um, að birgðir séu yfirleitt miklar en nokkru fleira er nú sett á vetur en gerzt hefur síðustu árin, — vonandi þó ekki svo margt, að nokkur komizt í fóðurskort, hann ætti að vera bannlýstur héðan í frá. Spakmæli? Að munnhöggvast við konu er álíka og að lesa dagblað úti í roki. Dostojewski. Náttúran hefur séð konunni fyrir mikilli lend og umfangsmiklum bakhluta í því skyni að hún sitji heima og gæti hússins. Martin Luther. Lífið verður dásamlegt þann dag, sem konur mega aðeins tala um það, sem þær hafa vit á. Jumbo. (M. Hjort). Þegar konan þín hælir þér þá býr þar eitthvað á bakvið. Rússneskur málsháttur. 522 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.