Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1979, Page 19

Freyr - 15.09.1979, Page 19
Guðmundsson, Óslandi, Stefán Valgeirsson, Gunnar Guðbjartsson, Þórarinn Þorvalds- son, Sveinn Guðmundsson, Ingi Tryggva- son, Sigurður Jónsson, Efralóni, Sigfús Þorsteinsson og Sigurður Jónsson, Kastala- brekku. Afgreiðslu tillögunnar var síðan frestað, og tók nefndin hana til endurskoðunar. Kristinn Bergsveinsson flutti tillögu frá verðlagsnefnd um beina samninga bænda við ríkisvaldið. Gunnar Guðbjartsson minnti á ályktun um þetta efni frá aukafundi Stéttarsambandsins í apríl sl. Hún væri enn í fullu gildi, og óskaði Gunnar þess, að engin tillaga um þetta efni færi frá þessum fundi. Var þessu vísað til nefndarinnar. Tillagan kom ekki fram aftur. 11. Tillögur allsherjarnefndar. Böðvar Pálsson flutti fyrstu tillögu alls- herjarnefndar um skyldutryggingar allra út- ihúsa í sveitum og mælti fyrir henni, m. a. með því að benda á, hversu gífurlegt tjón gæti orðið á útihúsum, ef til jarðskjálfta kæmi í heilum byggðarlögum. Fram komu óskir um orðalagsbreytingar á tillögunni, og voru þær teknar til greina. Til- lagan var borin undir atkvæði svohljóðandi: Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn í Stykkishólmi 1—3. september 1979, samþykkir að óska eftir því við Alþingi, að það lögfesti skyldutryggingu allra útihúsa í sveitum. Samþykkt samhljóða. Böðvar Pálsson flutti aðra tillögu alls- herjarnefndar um sölu og dreifingu dýralyfja. Óskað var orðalagsbreytinga og Helgi Jón- asson vildi auka við hana málsgrein. Af þessu tilefni var afgreiðslu tillögunnar frestað og henni vísað til nánari athugunar hjá allsherjarnefnd. Enn flutti Böðvar þessa tillögu alls- herjarnefndar: FREYR 583

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.