Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1979, Side 35

Freyr - 15.09.1979, Side 35
GUNNAR GUÐBJARTSSON: Skýrsla formanns Stéttarsambands bænda til aðalfundar 1979 I. Störf stjórnar og afdrif mála. Stjórn Stéttarsambands bænda hefur haldið 11 fundi á starfsárinu. Stjórnin hefur fjallað um fjölda mála og hafa sum þeirra verið vandasöm úrlausnar. Fyrst mun ég gera grein fyrir afgreiðslu og meðferð mála frá síðasta aðalfundi sam- bandsins. Mál frá síðasta aðalfundi. 1. Tillaga um tilfærslu í verði mjólkurvara varframkvæmd á þann veg, að 265 króna hækkun, sem hefði átt að koma á smjörið við haustverðlagninguna, varð samkomulag um að færa á aðrar mjólkurvörur. Ekki hefur verið farið fram á frekari tilfærslu ennþá. 2. Tillaga um mishátt verð á sumar- og vetrarmjólk var tekin fyrir hjá Fram- leiðsluráði og uppástunga um breytt verðhlutföll send síðan til allra mjólkur- samlaganna til umsagnar. Mjólkur- samlögin svöruðu engu um tillöguna. í vor ákvað Framleiðsluráð að beina þeim tilmælum til samlaganna, að þau greiddu í júní, júlí og ágúst 65% grund- vallarverðsins og yrðu við því búin að hækka útborgun verulega í september og í vetur, á meðan að mjólkin er minnst. Ekki er búið að taka ákvörðun um þá hækkun ennþá. 3. Tillagan um endurskoðun samþykkta Stéttarsambandsins var til meðferðar hjá milliþinganefndinni, sem skilaði áliti í byrjun ágústmánaðar sl., og voru til- lögur nefndarinnar sendar öllum fulltrú- um til athugunar fyrir þennan aðalfund. 4. Stjórnin ákvað að greiða Búnaðarsam- bandi Suðurlands 1 milljón króna vegna kvikmyndunar á landbúnaðar- sýningunni á Selfossi, er var haldin á sl. ári. 5. Á sama hátt var greidd til Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins sú fjárhæð, sem heimiluð var vegna rannsókna á kjötgæðum dilkafalla frá Skriðuklaustri á sl. ári. Samandregnar niðurstöður rannsóknarinnar, gerðar af Stefáni Aðalsteinssyni, sérfræðingi Rala, fylgja hér með. (Fskj. I). 6. Aðrir styrkir voru greiddir skv. ákvörðun aðalfundar. 7. Tillagan um rekstrar- og afurðalánin var FREYR 599

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.