Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.03.1994, Qupperneq 43

Freyr - 15.03.1994, Qupperneq 43
Stefnumörkun BÍ í landnýtingar-, gróðurverndar- og uppgrœðslu- málum Samþykkt á Búnaðarþingi 1994 Stefna Búnaðarfélags íslands í landnýting- ar- gróðurverndar- og uppgrœðslumálum Markmiðið er sjálfbær búskapur í sátt við náttúruna. Stefna ber að því: - að endurheimta landgæði þannig að landið gefi æ ríkari möguleika til landbúnaðar; matvælaframleiðslu og annars búskapar svo sem skógræktar, ferðaþjónustu o.fl. - að varðveita hreina náttúru landsins og fjöl- breytni hennar - að tryggja skipulega notkun landsins til úti- vistar og afþreyingar alls almennings í land- inu. - að tryggja að vaxandi ferðamennska spilli ekki náttúruverðmætum landsins. - að gera heildarskipulag um landnýtingu framtíðarinnar þar sem tekið er tillit til framangreindra þátta. Landgræðsla, jarðvegs- og gróðurvernd Megin markmið og viðfangsefni á þessum sviðum eru: - að stöðva uppblástur, koma í veg fyrir sand- fok (áfok) og aðra jarðvegseyðingu, - að koma í veg fyrir hvers konar gróður- skemmdir og gróðurrýrnun, - að koma gróðurnýtingu og beit í það horf að gróðri fari hvarvetna fram, - að endurrækta eða stuðla að endurgræðslu örfoka lands og lands sem æskilegt er að breytist í gróðurlendi og í samræmi við fyrirhugaða nýtingu. Þó að hér sé um vissa forgangsröðun að ræða verður að sækja fram á þessum sviðum samtímis. Skógrækt og skjólbeltarækt Skógrækt hefur fjölþætt gildi: - sem nytjaskógrækt er hún álitlegur kostur til að auka fjölbreytni landbúnaðarframleiðsl- unnar þegar fram líða stundir, auk þess sem hún eykur atvinnu í sveitum, enda standi ríkisvaldið við gefin fyrirheit um stuðning við skógrækt, - sem þáttur í landgræðslu og landvernd þar sem aðstæður eru til þess fallnar, - sem skjólgjafi og til að fegra landið eykur hún útivistargildi þess, m.a. í sambandi við ferðaþjónustu. Skjólbeltaræktun er mikilvæg fyrir marga þætti í búskap og ber að stuðla að því að hún verði í auknum mæli liður í ræktun landsins. Rannsóknir, leiðbeiningar og eftirlit með gróðri og landnotkun. Rannsóknum þarf einkum að beina að eftir- töldum sviðum: - eiginleikum jarðvegs og orsökum jarð- vegseyðingar, - leiðum til að stöðva jarðvegseyðingu og eyðingu gróins lands vegna áfoks og nátt- úruhamfara, - vistgetu landsins og áhrifa verðufars á hana, - aðferðum til að mæla og meta áhrif beitar á gróður og beitarþol einstakra landssvæða, - ræktunaraðferðir, plöntur til uppgræðslu og landbóta. Leiðbeiningar þurfa einkum að beinast að: - aðstoð við mat á hóflegri nýtingu lands, 6*94 - FREYR 227

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.