Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 10
Búnaðarþing 1995, kaflar úr fundargerð Hér á eftir fara þrír kaflar úr fundargerð Búnaðarþings 1995. í fyrstalagi útdráttur úr rœðu Halldórs Blöndal, landbúnaðarráðhera, við þingsetningu. í öðru lagi út- dráttur úr almennum umrœðum þriðjudaginn 14. mars og að lokum fundargerð að kvöldi 15. mars þegar kosningar til stjórnar Bœndasamtaka íslands fóru fram. Stjórn Bœndasamtaka Islands, talin frá vinstri: Guðbjartur Gunnarsson, Álfhildur Olafsdóttir, Þórólfur Sveinsson, Ari Teitsson, formaður, Pétur Helgason, Hrafnkell Karlsson og Hörður Harðarson. Rœða Halldórs Blöndals landbúnaðarróðherra Ráðherrann flutti langt og ítarlegt mál og hóf ræðu sína með því að óska íslenskri bændastétt til ham- ingju með sameiningu Búnaðar- félags Islands og Stéttarsambands bænda í ein heildarsamtök. Ráðherra taldi að landgræðslu- störl' ættu í vaxandi mæli að vera í höndum bænda og gera ætti áætlun til nokkurra ára um skógrækt og skjólbeltarækt til landbóta. Hann ræddi um nýlegar tillögur ráðherra- skipaðrar nefndar um nýja þætti í búnaðarnámi og verkaskiptingu milli búnaðarskólanna. Hann taldi áhyggjuefni hve lítil endurnýjun væri í röðum búvísindamanna. Ráðherra sagðist hafa ákveðið að stofna fagráð í fiskeldi. Þá ræddi hann um þróunina í landbúnaði síðustu fjögur ár, sem hefðu verið mikill umrótartími og á margan hátt erfiður landbúnaðin- um. Sárastur hefði verið sá mikli samdráttur sem orðið hefði í sauð- fjárbúskapnum. Ráðherra taldi að gerð nýs búvörusamnings að af- loknum kosningunr hlyti að lúta að breytingu og slökun á framleiðslu- stjórn. Hann kvaðst nýlega hafa staðfest reglur unr skuldbreytingar á vegunr Stofnlánadeildar, samkvæmt heim- ild í lánslögum, um allt að 900 milljónir kr. Hann greindi frá því að í nraí nk. muni birtast skýrsla frá OECD í París um úttekt stofnunarinnar á ís- lenskum landbúnaði þar sem fram konri að stuðningur við landbúnað hefði minnkað meira hér á landi heldur en í nágrannalöndunum og væri nú á svipuðu stigi og í Noregi, Finnlandi, Sviss og Japan. Með hliðsjón af þessu væri óhætt að stinga undir stól margumræddri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskól- ans frá árinu 1993 senr marklausu plaggi. Halldór Blöndal ræddi því næst um forsendur íslendinga fyrir líf- rænum landbúnaði. Hann kvaðst hafa skipað nefnd í fyrravor til að semja reglur unr lífrænan búskap. Hefði dr. Olafi R. Dýrnrundssyni verið falið að semja ramnralöggjöf unr þessa atvinnustarfsemi í sam- ráði við nefndina. Þakkaði ráðherra Olafi gott starf. Frunrvarp þetta væri nú orðið að lögum. Halldór Blöndal taldi að við gæt- unr því aðeins vænst þess að ná árangri á erlendum mörkuðunr að bændur og afurðasölufélög þeirra kæmu skipulagi á sölumál sín, ættu bændur í því sambandi að læra af stóru sölusamtökunum í sjávarút- vegi. Ráðherra sagði að munnleg stað- festing hefði borist frá norska land- búnaðarráðuneytinu um að Islend- ingar muni halda 600 tonna sölu- kvóta á kindakjöti til Noregs sem beri toll unr það bil 26 kr./kg. Hann sagði að frjáls viðskipti með land- búnaðarvörur á alþjóðavettvangi vera utan sjóndeildarhrings. Aðrar þjóðir væru ekki reiðubúnar til að leggja niður landbúnað sinn og slíkar hjáróma raddir heyrðust hvergi nema hér á landi. Þess vegna yrði um ófyrirsjáanlega framtíð 138 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.