Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 14

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 14
það væri eina svar bænda við harðnandi samkeppni. Gunnar Sæmundsson. Hann vonaðist til þess að þetta spor sem stigið hefur verið með samruna bændasamtakanna væri gæfuspor. Gunnar vék því næst að sparnaðar- kröfunni og taldi að aðalatriðið væri ekki hversu mikið væri eytt í félagskerfið heldur miklu fremur á hvem hátt fjármununum væri varið. Hann vék að samantekt Rögnvalds Ólafssonar þar sem fram kemur að samtökin fengju samtals u.þ.b. 40- 50 milljónir frá bændum í gegnum sjóðagjöld á sl. ári. Hann lýsti von- brigðum sínum með orð landbún- aðarráðherra er hann sagði að lúpínan gæti orðið einn af bjarg- vættum bænda í framtíðinni. Hann ræddi því næst hina gífurlega alvar- legu stöðu í sauðfjárræktinni og taldi að á fjölda heimila blasti ekk- ert annað við en gjaldþrot. Bændur þurfa á skilningi og þolinmæði stjórnvalda að halda því að útflut- ningur er það eina sem getur bjarg- að okkur út úr þeim hremmingum sem við nú erum í, þar sem innan- landsmarkaðurinn væri stöðugt á niðurleið. Tíminn er að renna frá okkur. Ari Teitsson. Hann þakkaði sam- einingarnefnd samtakanna fyrir góð störf undanfarna mánuði. Hann kom inn á ræðu Búnaðarmálastjóra um leiðbeiningaþjónustuna, sem væri lykillinn að allri gæðastjómun í landbúnaði. Hann kom inn á tölvuvæðinguna í leiðbeiningaþjón- ustunni og kvað hana vera í góðum farvegi. Búa þarf búnaðarsam- bandsstarfsmönnunum betri að- stöðu til leiðbeininga, slíkt væri nauðsyn til þess að efla þjónustuna. Þá taldi hann brýnt að bændur og ríkisvaldið komi sér saman um það hver eigi að verða PSE-stuðningur við landbúnaðinn í framtíðinni. Bændur verða að setja sér markmið í þessum efnum og reyna að vinna þeim brautargengi. Þá ræddi hann erfiða stöðu sauðfjárræktarinnar og tók undir orð Gunnars Sæmunds- sonar varðandi þá vistvænu/lífrænu umræðu sem fram hefur farið und- anfarna mánuði. Hann kvað lífræna framleiðslu ekki vera þá lausn sem skipta myndi bændur verulegu máli á næstu árum. Hann taldi að þingið yrði að taka afstöðu til þess hver væri forgangsröðun í nýtingu fjár- muna sem til ráðstöfunar væru. Rögnvaldur Ólafsson. Hann ræddi starf samstarfsnefndar á und- anförnum mánuðum og þakkaði nefndinni góð störf. Hann var ánægður með hversu vel hafi miðað í verkaskiptasamningum við bú- greinafélögin. Hann taldi að menn gætu ekki vænst þess í framhaldi af samrunanum að sparnaður yrði mjög mikill. Honum fyndust fé- lagsgjöld bænda til félagskerfisins vera lág. Hann ræddi því næst kjöt- markaðinn og afkomu sauðfjár- bænda. Hann taldi mestu auðlegð þjóðarinnar vera fólgna í menntun hennar. Margir bændur væru hins vegar uggandi um möguleika sína til þess að styðja björn sín til náms, vegna síversnandi fjárhagsstöðu. Hann taldi að stjóm Stéttarsam- bandsins hafi ekki staðið sig nægi- lega vel í málefnum sauðfjárbænda. Hún hafi ekki náð samstarfi við stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda í þessum málum sem væri alls óvið- unandi. Þá væri það óviðunandi í framtíðarskipulagi að bændur komi inn í stjórn samtakanna sem full- trúar einstakra búgreina eða lands- hluta, án þess að hafa hagsmuni bændastéttarinnar sem heildar að leiðarljósi. Þórólfur Sveinsson. Hann gerði í nokkru máli grein fyrir starfi sam- starfsnefndarinnar á undanfömum mánuðum og þá fyrst og fremst því verkefni sem hann og Gunnar Sæ- mundsson hafa haft með höndum innan nefndarinnar er lýtur að verkaskiptasamningum við bú- greinafélögin. Hann kom nokkuð inn á afkomu Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Hann ræddi því næst um skuldbreytingar deildar- innar á lausaskuldum bænda í föst lengri lán og taldi að þær aðgerðir myndu hjálpa mörgum þó að ekki myndu allir geta haft hag af þessum aðgerðum. Þá kom hann inn á GATT-samningana. Að lokum ræddi hann erfiða stöðu sauðfjár- ræktarinnar. Sala kindakjöts á þessu verðlagsári virðist einungis ætla að verða u.þ.b. 93% af áætlun. Ef svo heldur sem horfir bendir það til þess að skerðingin á greiðslumark- inu verði mjög mikil næsta haust. Einar E. Gíslason. Hann ræddi um samþykktir fyrir Bændasamtök íslands. Hann vildi að menn gerðu sér grein fyrir því að búgreina- félögin væru komin til að vera. Hans skoðun er sú að búgreinafé- lögin verði í framtíðinni grunn- einingar innan hvers búnaðarsam- bands. Hann ræddi í þessu sam- bandi fyrstu drög Félagsmála- I nefndar að samþykktum dags. 12/2 1995 og kvaðst hafa margt við þau athuga. Þá talaði hann í nokkru máli um þingsköpin og taldi rétt að Á góðri stundu á Búnaðarþingi 1995. Taldir frá vinstri, Jón Helgason, Haukur Hatldórsson, Birkir Friðbertsson og Sigurgeir Þorgeirsson. 142 FREYR - 4. '95

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.