Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 16

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 16
Frá Búnaðarþingi 1995, taldirfrá vinstri, Gylfi Orrason, vararitari, gjörðarbókar, (ritari gjörðarbókar var Júlíus J. Daníelsson), Hákon Sigurgrímsson, skrifstofu- stjóri Búnaðarþings, Hörður Harðarson, skrifari Búnaðarþings, (skrifarar annast m.a. talningu við atkvœðagreiðslur), og Jón Helgason, forseti Búnaðarþings. (Freysmynd). nefndir þingsins yrðu í framtíðinni aðeins sex og að einn stjórnarmaður yrði ábyrgur fyrir hverri nefnd. Þá taldi hann jafnframt að einn stjórn- armaður innan heildarsamtakanna ætti að fara með mál hvers bú- greinafélags innan stjórnarinnar og sitja alla fundi viðkomandi sam- taka. Þá taldi hann að bændur ættu að hafa meirihluta í fagráðunum. Lárus Sigurðsson. Hann var ánægður með þá vinnu sem unnin hefur verið í verkaskiptasamning- um milli heildarsamtakanna og búgreinafélaganna. Þá tók hann undir það sem fram hefur komið um hina alvarlegu fjárhagsstöðu bænda, sérstaklega sauðfjárbænda. Hann taldi að það væri afar brýnt að fá fjármagn til markaðssóknar á erlendum mörkuðum. Að lokum lýsti hann óánægju sinn með hversu þröngt væri um þingfulltrúa í fund- arsalnum og taldi starfsaðstöðu þingfulltrúa vera alls óviðunandi. Birkir Friðbertsson. Hann þakkaði samstarfsnefndinni góð störf frá síðasta aðalfundi Stéttar- sambandsins. Hann ræddi nokkuð ágreining þann sem verið hefur innan stjómar Stéttarsambandsins og ágreining við stjórn Landssam- taka sauðfjárbænda í búvörusamn- ingamálunum. Hann lýsti vanþókn- un sinni á þeim dylgjum sem fram kæmu í máli Rögnvaldar Olafs- sonar um að innan stjórnar SB væru menn sem störfuðu ekki með hags- muni heildarinnar fyrir brjósti. Hann mótmælti því harðlega að ósætti innan stjórnar SB væri um að kenna hversu illa hafi vegnað í mál- efnum sauðfjárræktarinnar á undan- förnum árum. Aðalsteinn Jónsson. Hann taldi að sameining SB og BI væri aðeins upphafið á þeim ferli sem aðalfund- ur SB gerði kröfu um á sl. hausti, þ.e. að auka spamað og skilvirkni innan alls landbúnaðarkerfisins. Það verður að tengja betur hinar ýmsu stofnanir rannsókna og leið- beininga við félagskerfið og ein- falda boðleiðir. Bændur verða að fara að ákveða með hvaða hætti þeir ætla að koma að félagskerfinu. Eiga grunneiningarnar áfram að vera hreppabúnaðarfélögin eða eiga búgreinafélögin að taka við hlut- verki þeirra að miklu eða jafnvel öllu leyti. Hann var sammála Hauki Halldórssyni í því að búvörusamn- ingurinn frá því 1985 hafi valdið því að bændur hefðu misst forræði í afurðasölumálum sínum. Hann taldi rétt að landsfjórðungarnir sameinuðust í sölusamtök sem hefðu með öll afurðasölumál að gera innanlands sem utan. Ingi Tryggvason. Hann taldi það vera eitt stærsta mein bænda í dag hversu þeir væru að tvístrast vegna innbyrðis samkeppni á milli bú- greina. Hann taldi það mikilvæg- asta verkefni framtíðarinnar að efla samstöðu bænda hvað sem liði því hvaða búgrein þeir stunduðu. Hann kom því næst inn á hina erfiðu stöðu sauðfjárbænda. Hann taldi skorta á að fyrir hendi væri skýr stefna hjá bændasamtökunum í málefnum þeirra. Ef ekki fæst mikill stuðningur frá ríkisvaldinu við sauðfjárræktina, sérstaklega hvað varðar útflutningsmál, þá væri mikil vá fyrir dyrum. Fáist slíkur stuðningur ekki þá blasir algert hrun við sauðfjárræktinni. Hann kom þvínæst inn á grunneiningar sameinaðra samtaka í framtíðinni, en hann taldi að búnaðarfélögin hafi þar ennþá miklu hlutverki að Guðmundur Stefánsson í Hraungerði og Ari Teitsson rœða málin. 144 FREYR - 4. ’95 i

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.