Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1995, Side 24

Freyr - 01.04.1995, Side 24
Rœða Hauks Halldórssonar við setningu Búnaðarþings 1995 Forseti íslands, formaður bœndasamtakanna, landbúnaðarráðherra og búnað- arþingsfulltrúar, góðir gestir. Ég mun í rœðu þessari fjalla um stöðu landbúnað- arins í dag eins og ég met hana og þá framtíðarsýn sem ég tel að blasi við land- búnaðinum. Varðandi störf Stéttarsambands bænda á því tímabili sem liðið er frá síðasta aðalfundi og varðandi framgang þeirra mála sem aðal- fundurinn ályktaði um vísa ég til skýrslu þeirrar um störf Stéttarsam- bandsins sem Búnaðarþingsfull- trúar hafa fengið í hendur. Hagsmunabarátta á nýjum grunni Ég hefi mjög fundið fyrir því í starfi mínu á undanförnum árum að samtök okkar hafa ekki verið nógu sterk, þau eru of tvístruð og ákvarð- anir ómarkvissar. Hinn hagsmuna- legi og faglegi þáttur félagsstarf- seminnar þurfa að vinna saman ef okkur á að takast að byggja upp árangursríka kjarabaráttu og tryggja framfarir í landbúnaðinum. Með sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda erum við að stíga slíkt skref og smíða okkur með því nýtt og öfl- ugra tæki í hagsmunabaráttu okkar, tæki sem við þurfum svo mjög á að halda í þeim heimi breytinga sem við nú búum í. Eðlilegt er í þessu sambandi að velta því fyrir sér í hverju kjara- barátta bænda í nútíma samfélagi sé fólgin. Svar mitt er, að hún sé fyrst og fremst fólgin í því að skapa landbúnaðinum starfsumhverfi sem geri honum kleift að framleiða vörur á samkeppnishæfu verði. Þetta þýðir að kjarabaráttan er háð mun fleiri þáttum en áður var. Hún er ekki lengur fólgin í því einu að skrá verð á búvörum í heildsölu og smásölu sem bændur gátu síðan gengið að sem nokkuð vísu að fá Haukur Halldórsson. greitt í fyllingu tímans. Hagsmuna- baráttan nú er fyrst og fremst fólgin í því að framleiða vörur sem neyt- endur hér heirna og erlendis vilja kaupa. Til þess að bændur hafi tekj- ur í slíku starfsumhverfi þurfa þeir að gera sér ljósa grein fyrir lög- málum markaðarins, og þeir þurfa að hafa sér til fulltingis sterka og vel markaðsmeðvitaða leiðbein- ingaþjónustu sem aftur styðst við öfluga rannsóknarstarfsemi. Sam- tökin ráða yflr mjög mikilli þekk- ingu og við getum nýtt hana mun betur nú en gert var á meðan fag- legu og félagslegu þættirnir störf- uðu hver út af fyrir sig. Allir þessir þættir þurfa að vinna saman, að einu marki, við framkvæmd þeirrar stefnu sem samtökin móta í sam- vinnu við stjórnvöld. Það er lykil- atriðið í því starfí sem framundan er. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að stór liður í því að dreifð byggð haldist um landið er að bænd- ur njóti hvarvetna jafn góðrar þjón- ustu í gegnum samtök sín. Bænda- samtökin þurfa að stórauka samstarf sitt við búnaðarsamböndin og bú- greinafélögin. Þar verða hin beinu tengsl við bændur. Við þurfum að styrkja þessar einingar þar sem þær eru veikar, annað hvort með sam- einingu eða aukinni samvinnu. Hvers vegna stuðningur hins opinbera? Á undanförnum áratugum hafa stjórnvöld á íslandi stutt rannsóknir og leiðbeiningar í þágu landbún- aðarins. Eðlilegt er að spurt sé hvers vegna ríkisvaldið styðji fram- farasókn landbúnaðarins með þess- um hætti, ekki síst með tilliti til þess að á undanfömum árum hefur dregið mjög úr stuðningi hins opin- bera við landbúnað. Svarið er að almennt er viðurkennt að þeir fjár- munir sem varið er til rannsónkna og leiðbeininga fyrir landbúnað skili góðum arði - séu beinlínis góð fjárfesting. Þeir auki framlegð í landbúnaði og stuðli þannig að lækkun matvælaverðs til hagsbóta fyrir neytendur. Þetta hefur verið viðurkennt í GATT-samningunun nteð því að flokka stuðning við leiðbeiningar og rannsóknir sem grænar greiðslur sem eru undan- þegnar niðurskurði og beinlínis talið hagkvæmt að auka slíkan stuðning. Bœta þarf menntun Sama gildir um fjármuni sem varið 152 FREYR - 4. ’95

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.