Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 36

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 36
Skýrsla um störf Stéttarsambands bœnda september - desember 1994 Efnisyfirlit Inngangur I. Ályktanir aðalfundar 1994 1.1 Ályktanir um ábyrgðartrygg- ingar bænda 1.2 Breytingar á lytjalögum 1.3 Ályktanir um sameiningu SB og BÍ 1.4 Endurskoðun á lögum um Lífeyrissjóð bænda 1.5 Samningar við dýralækna 1.6 Fagtryggingar bænda 1.7 Ályktun um veggirðingar 1.8 Ályktun um stofnun sölusam- taka kjötframleiðenda 1.9 Afurðalán loðdýraræktarinnar 1.10 Ályktun um Stofnlánadeild landbúnaðarins 1.11 Ályktun um endurskoðun sjóðagjalda 1.12 Ályktun um greiðslumark sauðfjárafurða 1.13 Ályktanir um verðskerðingar- gjald 1.14 Ályktun um aðilaskipti á greiðslumarki 1.15 Ályktun um breingreiðslur 1.16 Ályktun um ímynd landbún- aðarins 1.17 Þakkir til matreiðslumeistara 1.18 Ályktun um atvinnuleysis- bætur 1.19 Ályktun um jöfnun náms- kostnaðar 1.20 Ályktun um lengingu skóla- ársins 1.21 Ályktun um neðri mörk greiðslumarks 1.22 Ályktun um atvinnumál 1.23 Ályktun um útlit sveitanna 2. Verðlagning búvara 2.1 Verðlagning I. september 1994 2.2 Verðlagning 1. desember 2.3 Verðlagning 1. mars 1995 3. Framkvæmd búvörusamn- inga 3.1 Ákvörðun greiðslumarks í mjólk 3.2 Greiðsla fyrir umframmjólk 3.3 Ákvörðun greiðslumarks í sauðfé 1995/1996 3.4 Þróun viðskipta með fullvirð- isrétt/greiðslumark 4. Lokaorð / skýrslu þessari verður gerð grein fyrir störfum Stéttarsambands bœnda frá aðalfundi 1994 þar til Sameinuð bœndasamtök tóku til starfa 1. janúar 1995. í einstaka tilfellum verður málum fylgt eftir fram á árið 1995. Verður fyrst greint frá framgangi ályktana á síðasta aðalfundi SB, síðan greint frá verðlagningu bú- vara og loks fjallað um framkvæmd búvörusamninga. l.Ályktanir aðalfundar 1994 1.1. Ályktun um ábyrgðar- tryggingar bœnda í ályktuninni er því beint til stjórnar að kynna bændum nauðsyn frjálsrar ábyrgðartryggingar í trygginga- vernd fyrir bændur. Gefið var út sérstakt fylgirit með nóvemberhefti Freys (21. hefti) þar sem gerð var ítarleg grein fyrir tryggingamálum landbúnaðarins og 164 FREYR - 4. '95 hvaða valkosti bændur eiga í því efni. Þar er m.a gerð ítarleg grein fyrir ábyrgðartryggingu bænda og hvaða vernd er í henni fólgin. Vegna breytinga á vegalögum sem samþykktar voru í desember sl. og varða m.a. ábyrgð bænda vegna umferðar búfjár um þjóðvegi eru í undirbúningi leiðbeiningar fyrir bændur um áhrif þessarar laga- breytingar og gildi ábyrgðartrygg- ingar í því sambandi. 1.2. Breytingar á lytjalögum I ályktunni er skorað á Alþingi að breyta 30. grein nýrra lyfjalaga á þann veg að dýralæknar hafi ótví- rætt leyfi til sölu dýralyfja. Mikil vinna var lögð í að vinna þessu máli framgang og hinn 8. desember var á Alþingi samþykkt breyting á lög- unum sem felur það í sér að lyfja- heildsölum er heimilt að selja dýra- læknum dýralyf til notkunar á eigin stofum eða í vitjunum og til sölu á starfsstofum þeirra. Gert er ráð fyrir að heilbrigði- sráðherra setji í reglugerð ákvæði um hvaða lyf dýralæknar mega selja og hvaða lyf þeir mega eingöngu sjálfir gefa dýrum. Einnig er í lögunum ákvæði um að lyfjaverðlagsnefnd ákveði verð- lagningu dýralyfja sem seld eru án lyfseðils. Áður kváðu lögin svo á að verðlagning slíkra lyfja skyldi vera frjáls. Þá er í nýju lögunum kveðið á um að lyfjaverðlagsnefnd ákvarði

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.