Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 39

Freyr - 01.04.1995, Qupperneq 39
aðarráðherra sem féllst á þessa málsmeðferð. í þessu sambandi skal þess getið að vegna misskilnings féll niður að leggja fyrir aðalfund tillögu um innheimtu verðskerðingargjalds af nautakjöti og hrossakjöti. Með sam- þykki landbúnaðaráðherra var mál þetta leyst með því að aðalfund- arfulltrúum voru send göng varðandi málið og afstaða þeirra könnuð sím- leiðis. Mikill meirihluti fulltrúa var samþykkur töku á verðskerðing- argjaldi í þessum búgreinum. Alyktun um að Framleiðsluráði landbúnaðarins verði falið að meta hve hátt verðskerðingargjald verði tekið skv. 3. gr. laga nr. 99/1993. Niðurstaða Framleiðsluráðs varð sú að gjald þetta skyldi ekki tekið. 1.14. Ályktun um aðilaskipti á greiðslumarki í ályktuninni var mælt með því að breytt verði ákvæði í samningi um stjórnun mjólkurframleiðslu frá ágúst 1992, grein 4.2., á þann veg að aðilaskipti á greiðslumarki verði heimil frá verðlagsáramótum til 20. apríl. Ákvæðum reglugerðar hefur verið breytt til samræmis við þetta. 1.15. Ályktun um beingreiðsl- ur í ályktuninni er því beint til stjórnar að skoða möguleika á því að greiða einstökum bændum beingreiðslur í samræmi við flokkaskiptingu kindakjöts. Slík breyting hefur ekki komið til framkvæmda enn. 1.16. Ályktun um ímynd landbúnaðarins I ályktuninni er fagnað þeim árangri sem orðið hefur í viðleitni bænda- samtakanna til þess að færa til betri vegar ímynd landbúnaðarins. Áfram hefur verið unnið að því ímyndaátaki fyrir landbúnaðinn sem hófst 1993 á vegum Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Um er að ræða verkáætlun til þriggja ára sem stendur til loka þessa árs. 1.17. Þakkir til matreiðslu- meistara I ályktuninni er „Landsliði mat- reiðslumeistara“ þakkað mjög gott starf að kynningu á landbúnaðarvör- um. Álytkun þessi var send Félagi Kjartan Ólafsson, ráðunautur og bóndi, fulllrúi Bsb. Suðurlands. matreiðslumeistara og stjórn Fram- leiðnisjóðs sem studdi þetta framtak. Áfram hefur verið höfð samvinna við félagið um ýmis verkefni. 1.18 Ályktun um atvinnu- leysisbœtur í ályktuninni er þess krafist að sveitafólk fái eðlilegan rétt til at- vinnuleysisbóta. Mál þetta hefur verið mikið til umfjöllunar á þeim tíma sem liðinn er frá síðasta aðalfundi. Það kemur æ betur í ljós, sem Stéttarsambandið benti á í upphafi, að miklum vandkvæðum er bundið að fella bændur undir almennar reglur í þessu sambandi. Skilgrein- ing á samdrætti framleiðslu og þau tímamörk sem sett voru í núgild- andi reglugerð eru það þröng að einungis fáir bændur hafa enn öðl- ast rétt til bóta. Þá hindrar það bótarétt í mjög mörgum tilvikum að einungis öðru hjóna eru taldar tekjur, en skilyrði fyrir rétti til atvinnuleysisbóta er að taldar hafi verið fram tekjur og tryggingagjald greitt. 1 tengslum við ákvörðun greiðslu- marks í sauðfé á sl. hausti kom þetta mál til skoðunar. I framhaldi af því gáfu landbúnaðarráðherra og félags- málaráðherra út yfirlýsingu um að þeir væru reiðubúnir til þess að beita sér fyrir þeim breytingum sem nauð- synlegar kunni að vera til þess að bændur og makar þeirra njóti eðli- legra réttinda til atvinnuleysisbóta. Málið hefur síðan verið til athug- unar í þessum ráðuneytum, en þeg- ar þetta er ritað hefur ekki fundist viðunandi lausn. Inn í þessa um- ræðu blandast síðan fjármálaráðu- neytið sem ábyrgt er fyrir fjárreið- um Atvinnuleysistryggingasjóðs. Ljóst er að veruleg tregða er þar á því að hleypa svo stórum hópi fólks sem hér gæti verið um að ræða inn í atvinnuleysisbótakerfið vegna þess kostnaðar sem því fylgir. 1.19 Ályktun um jöfnun námskostnaðar Ályktun þessi var send fjármálaráð- herra, menntamálaráðherra, félags- málaráðherra, og þingmönnum í fjárlaganefnd og menntamálanefnd Álþingis. Þessu var síðan fylgt eftir með fjölda viðtala við þingmenn og ráðherra. Leitað var liðsinnis Sam- bands ísl. sveitarfélaga sem sendi frá sér ályktun til stuðnings þessu máli. Niðurstaðan varð sú, að við lokaafgreiðslu fjárlaga í desember sl. var framlagið til jöfnunar náms- kostnaðar hækkað úr kr. 96,5 millj. í kr. 110,2 millj. 1.20 Ályktun um lengingu skólaársins í ályktuninni er lagst gegn hug- myndum um lengingu skólaársins úr 9 mánuðum í 10, en tekið undir hugmyndir um betri nýtingu þess. Ályktanir svipaðs eðlis kom frá ýmsum samtökum á sl. hausti, þar á meðal frá samtökum foreldra. Vegna þeirrar miklu andstöðu sem fram kom við þessar hugmyndir voru þær dregnar til baka og í nýsamþykkt- um gmnnskólalögum er áfram gert ráð fyrir 9 mánaða skólaári. 1.21. Ályktun um neðri mörk greiðslumarks I ályktuninni er fallist á að samið verði við landbúnaðarráðherra um lækkun á neðri mörkum greiðslu- marks án skerðingar hjá bændum sem tímabundið sinna verkefnum á sviði landgræðslu og skógræktar. Ekki hefur ennþá verið gengið formlega frá þessari breytingu á bú- vörusamningi. 1.22. Ályktun um atvinnu- mál í ályktuninni er vikið að nokkrum 4.’95- FREYR 167

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.