Freyr - 15.07.1998, Qupperneq 12
snerta búfjáráburð. Hjá okkur hefur
á undanförnum árum verið nokkur
stöðnun í þessum málaflokki út frá
tæknilegu sjónarmiði, m.a. vegna
þess hvað endurnýjun gripahúsa
hefur verið hæg. Sú athugun sem
hér er greint frá er liður í því að búa
okkur betur undir það að móta
hvernig gripahúsum og tengibygg-
ingum við þær muni best fyrir kom-
ið við aðstæður hér á landi. Ekki er
verið að greina frá tölulegum niður-
stöðum heldur fyrst og fremst verið
að vekja athygli á þeim möguleikum
sem tiltækir eru þegar kemur að ný-
byggingum og endurbyggingu eldri
gripahúsa. Mikil nauðsyn er á að
geta lagt meiri áherslu á rannsóknir
sem snerta samspil á milli áburðar-
geymslna og búfjárhúsa, bæði með
tilliti til tæknilegra atriða, nýtingar á
áburðarefnum og svo mengunar.
Æskilegt væri að leggja meiri vinnu
í hagkvæmnisútreikninga á hinum
ýmsu geymsluaðferðum þannig að
leiðbeiningastarfsemin og bændur
fengju skýrari viðmiðanir í þeim
efnum. I framtíðinni þarf að einfalda
geymslu- og blöndunartækni eins og
kostur er og kanna áhrif vatnsblönd-
unar á búfjáráburðinn og með tilliti
til nýtingar. Þá þyrfti einnig að gera
athuganir á dreifingartækni, einkum
að bera saman yfirborðsdreifingu og
ídreifingu búfjáráburðar. Ennfrentur
væri gagnlegt að kanna betur áhrif
þjöppunar á jarðveg með ólíkum
flutningatækjum og flothjólbörðum.
Heimildaskrá
Við samantekt efnisins er stuðst við upp-
lýsingar frá framleiðanda að geymslu-
tanknum, Malgar, Lancaster Bros Lim-
ited, Englandi og umboðsaðila hans
Vélaval-Varmahlíð hf. og auk þess
eftirfarandi heimildir:
Berg, Knut, 1994. Lagring og handtering
av husdyrgjödsel. Norges Landbruks-
högskole, Institutt for tekniske fag,
59/1994, Norge.
Erna Bjamadóttir & Stefán Valdimarsson,
1992. Verðmæti búfjáráburðar. Rit bú-
vísindadeildar, nr. 1, Nýting búfjár-
áburðar. Bændaskólinn á Hvanneyri:
53-61.
Grétar Einarsson, 1992. Tækni við með-
höndlun búfjáráburðar. Rit búvísinda-
deildar, nr. 1, Nýting búfjáráburðar.
Bændaskólinn á Hvanneyri: 81-91.
Gunnar Jónasson, 1998. Lánastofnun land-
búnaðarins. munnlegar upplýsingar.
Livestock Waste Facilities Handbook,
1985. An agricultural engineering
program of 13 Universities serving
homeowners, farmers and industry.
Midwest plan service.
Lund, Morten, 1973. Utendörs lager eller
gjödselkjeller for blautgjödsel. Institutt
for bygningsteknikk, melding nr. 71.
Norges Landbmkshögskole.
Magnús Sigsteinsson, 1996. Lausgöngu-
fjós með legubásum, bráðabirgða-
skýrsla (fjölrit). Bændasamtök Islands.
Morken, John, 1994. Ammoniakktap fra
husdyrrom og gjödsellager. NLH, Insti-
tutt for tekniske fag, melding nr. 13.
Nilsson, Christer, 1974. Lagringsbehállare
för flytgödsel. Akuellt frán Lantbruks-
högskolan 203, teknik 24, Uppsala.
Pétur Diðriksson, 1992. Notkun og verð-
mæti búfjáráburðar. Rit búvísindadeild-
ar, nr. 1, Nýting búfjáráburðar. Bænda-
skólinn á Hvanneyri: 63-63.
Ryeng, Vidar, 1996. Maskinbrug pá jord i
nord. Driftsteknikk tilpasset natur-
grunnlaget. Landbrugsforlaget, Oslo.
Simensen, Egil, 1986. Husdyrhygiene.
Yrkeslitteratur as., Oslo.
Sörensen, Claus Grön, 1993. Gylle kontra
fast og flydende staldgödning. Land-
brugsministeriet Statens Jordbrags-
tekniske Forsög, beretning nr. 54/1993.
Storing, handling and spreading of manure
and municipal waste, 1988. Seminar of
the 2nd and 3rd Technical Section of
the C.I.G.R. Jordbrukstekniska insti-
tutet rapport 96: 1 og 2.
Útitankar fyrir
mykju
Framhald af bls. 15.
kr. 4.740 á hvern rúmmetra. Til sam-
anburðar er verð mykjukjallara
u.þ.b. 5.995 kr/m’ miðað við 350 m’
stærð og 5.005 kr/m’ miðað við 800
m’ stærð (Gunnar M. Jónasson,
Lánasjóði landbúnaðarins). Mykju-
kjallari með steyptri loftplötu utan
við gripahús yrði talsvert dýrari. Það
skal þó enn tekið fram að aðstæður
geta skekkt samanburðinn á hvom
veginn sem er. I framhaldi af þess-
um samanburði má svo spyrja hvort
hægt sé að reikna með jafnlöngum
endingartíma útitankanna.
Utitönkum má telja það til kosts
að auðvelt og fljótlegt er að koma
þeim upp. Sem annmarka má helst
nefna að þeir geta orðið talsvert
áberandi í ásýnd bæjarhúsanna og
e.t.v. að sumra mati til óprýði. Þó að
mikil reynsla sé af notkun slflcra
tanka erlendis er hún nánast engin
hér á landi, og e.t.v. geta komið upp
vandamál í snjóþungum héruðum.
Ef það skeflir að tanknum þarf að
gera viðeigandi öryggisráðstafanir
með girðingu til þess að vama því
að börn og skepnur geti farið sér að
voða. Urkoma lendir að sjálfsögðu í
tankinn og eykur það magn sem aka
þarf á völl.
Heimildaskrá:
Grétar Einarsson 1998. Athugun á notkun
útitanka við geymslu búfjáráburðar,
Ráðunautafundur 1998.
GunnarM. Jónasson, 1998, Lánasjóður land-
búnaðarins, byggingakostnaður 1998/1.
Ymsir auglýsingabæklingar frá framleið-
endum útitanka.
Molar
Stuðlað að kynslóðaskiptum í norskum
landbúnaði
1 Noregi starfa tvenn bændasamtök og þau semja árlega við stjórn-
völd um framlög hins opinbera til landbúnaðarins, jafnframt því
sem samið er um framleiðendaverð helstu búvara.
A þessu ári var jafnframt samið um framlög til að flýta fyrir
kynslóðaskiptum á jörðum. Akveðið var að bændur á aldrinum 62-
67 ára, sem búið hafa í 15 ár eða lengur, geti farið á eftirlaun ef
næsta kynslóð er að taka við jörðinni. Eftirlaunagreiðslur eru um
kr. 850 þúsund til einstaklings, en kr. 136 þúsund til hjóna og eru
þessar greiðslur hluti af framlögum hins opinbera til landbúnaðar-
ins.
(Internationella Perspektiv nr. 19/1998)
12-Freyr 9/98