Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1999, Page 30

Freyr - 01.03.1999, Page 30
á undan, en þó í einstaka tilvikum með rótendann á undan (hávaxinn gróður og stutt skurðarborð). Sópvindan á að jafna mötunina inn í vélina, hindra að það safnist fyrir uppskera á skurðarborðinu framan við snigilinn og hún hjálpar líka til við að lyfta upp gróðri sem er lagstur á akurinn. Sópvindur eru af mismunandi stærðum en þvermál þeirra er oftast á bilinn 1,0-1,7 m í þeim þreskivélum sem nú eru á markaðnum. Stór sópvinda hefur lengra virkt vinnslusvæði og á meiri möguleika á að geta hvort tveggja í einu, að lyfta gróðrinum upp á borðið og jafnframt að fylgja honum nægjanlega eftir inn á borðið og halda þannig Ijá og axlyftum hreinum. Stór sópvinda hentar því oft betur þar sem algengt er að akrar séu lagstir fyrir skurð. Lítil sóp- vinda getur aftur á móti unnið nær sniglinum sem getur verið kostur þegar stráin eru stutt. Sópvindan er yfirleitt með 5 eða 6 kamba og á kambana eru festir fjaðrandi tindar. Halli kambanna og þar með tindanna (kambhom) er stillanlegur, sem kemur í góðar þarfir t.d. þegar akur er í legu. A sópvindu eru fjögur atriði sem þarf að vera hægt að stilla: *• Upp - niður * Fram - aftur * Kambhom * Snúningshraði Stillingin upp og niður er ávallt mikið notuð, en þegar verið er að skera jafnan standandi akur er best að hafa hæðina þannig að kamb- arnir leggist á stráin rétt neðan við öxin. Hæðina er alltaf hægt að stilla innan úr ökumannshúsi. Still- ingin fram og aftur er einkum háð því hversu vel uppistandandi stráin eru sem og lengd þeirra. Snúningshraði sópvindunnar er eitt af mikilvægustu stillingaratriðum á þreskivélinni allri, og honum er hægt að stjóma úr ökumannshúsi. Við "venjulegar" aðstæður, þ.e.a.s. þegar akurinn er jafn og allur uppistandandi, er hæfilegt að ferilhraði sópvindunnar sé 1,3-1,4 sinnum öku- hraði. Þá leggur sópvindan upp- skeruna mjúk- lega inn á borðið með öxin á und- an. Þetta þýðir það að sé öku- hraða breytt þarf að breyta snúningshraða sópvindu líka til samræmis. Ein- hver algengústu mistök sem gerð em við komskurð em að sópvinda er höfð á of mikl- um snúnings- hraða og of lágt stillt en það getur valdið miklu korntapi, einkum þó ef komið er vel þroskað á akrinum og farið að losna úr öxunum. Á nýjustu þreskivélum er hægt að velja sjálfvirka samræmingu á ökuhr- aða og sópvinduhraða. Færisnigill og færistokkur Færisnigillinn safnar uppsker- unni að miðjunni þar sem færi- stokkurinn tekur við henni og flytur hana upp í vélina að þreskibúnaði. Færisnigilinn er hægt að stilla upp og niður, oftast um 4-5 cm, og stundum er hægt að stilla hann örlítið fram og aftur líka. Þessar stillingar eru frekar tímafrekar og því lítið notaðar, enda yfirleitt ekki ástæða til breytinga ef vélin er alltaf notuð í sömu korntegund. Venjulega passar að hafa hæð snigilsins um 2 cm frá botni skurðarborðsins (fingurþykkt). Ef verið er að skera mjög grófar og uppskerumiklar tegundir getur verið ástæða til að hækka snigilinn (t.d. ef um raps er að ræða), en varla er ástæða til að ætla að slíkar aðstæður séu algengar hérlendis. Mötunarpinnar í miðju snigilsins eru hjá- miðjutengdir í snigilinn þannig að þeir teygja sig út að framanverðu og krækja í uppskeruna en dragast inn að aftanverðu þegar færiband færistokksins tekur við. Stundum er hægt að stilla hallann á þessum pinnum. og þeir eru oft þannig gerðir að ef þeir brotna þá lenda þeir inni í sniglinum í stað þess að fara með uppskerunni inn í vélina og valda skemmdum þar. Færibandið í færistokknum er drifið af öxlinum í efri endanum, og sá endi er fastur en neðri endinn er hreyfanlegur. Uppskeran flyst upp færistokkinn á milli færibands að neðan verðu og botnplötu færi- stokks. Á mörgum þreskivélum er liægt að snúa snúningsátt færi- bandsins við og stundum snúnings- átt færisnigilsins líka, en það er til að hægt sé að losa um stíflur sem kunna að verða þegar aðstæður eru erfíðar. Mynd 2. Þreskiverk. Hraði uppskerunnar þrefaldast við juið aðfara í gegnum þreskiverkið, en er samt ekki nema 1/3 af ferilhraða þreskivalar þegar hálmurinn kemur í gegn. Mikilvœgt er að axendinn komi á undan til að stráiðfái ekki hröðun áður en þreskivölurinn nœr í öxin en það dregur úr möguleikum hans á að slá kornin úr öxunum. Bilið á milli þreskivalar og þreskihvelfu er oftast um helmingi meira að franum en aftan. Ferilhraði þreskivalar og bil milli lians og þreskihvelfu eru með mikilvœgustu stillingum þreskivélarinnar. 30- FREYR 2/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.