Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Síða 4

Freyr - 01.05.1999, Síða 4
Haraldur Sveinsson sauðfjár- og hrossabóndi á Hrafnkelsstöðum: Nýja kjötmatið er mikil framför Haraldur Sveinsson hefur í rúm 30 ár rekið sauðfjár- bú að Hrafnkclsstöðum í Hrunamannahreppi. A þessum tíma hefur margt breyst í þessari grein og hefur Haraldur ákveðn- ar skoðanir á mörgu því sem er að gerast í þeim málum. Haraldur fæddist á Hrafnkelsstöð- uni 1941 og ólst þar upp. Hann hef- ur búið þar alla ævi að frátöldum þeim tíma þegar hann var i námi. Eftir skyldunám var hann einn vetur í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1961 og þremur árum síðar tók hann síðan við búrekstri á Hrafnkelsstöð- um af hinum kunna fjárræktarmanni Helga Haraldssyni sem var móður- bróðir hans. Helgi lést árið 1984. Haraldur hefur búið á Hrafnkels- stöðum síðan 1964 ásamt konu sinni, Jóhönnu Bríet Ingólfsdóttur frá Iðu í Biskupstungum. Þau eiga tvo uppkomna syni. Um 1930 varð vakning í sveitinni í sauðfjárrækt. Þá var leitað að ungum manni til að fara norður í Þingeyjar- sýslu til að kynna sér hana. Ur varð að Helgi Haraldsson dvaldist einn vetur í Mývatnssveit á vegum Búnaðarfélags Hmnamanna. Hann kom svo suður um vorið með nokkrar kindur. „Hann þuidfi að reka kindumar til Húsavíkur i skip. Skipið fór til Reykjavíkur og síðan var féð rekið hingað austur. Upp úr þessu stofhaði hann sauðfjárkyn- bótabú sem var að hluta styrkt af Bún- aðarfélagi íslands og Búnaðarsam- bandi Suðurlands. Það kom gott kyn- bótafé út af þessu fé sem dreifðist um sveitir,“ segir Haraldur. Arið 1951 urðu fjárskipti þar sem þurfti að skera niður fé vegna mæði- og gamaveiki sem komið hafði upp. Þá fékk Helgi aftur valið fé úr Þing- eyjarsýslu og var því fljótur að byggja upp sterkan stofh. Árið 1964 hætti Helgi síðan fjárbúskap og Haraldur tók við. Haraldur segir að þegar hann hafi tekið við búinu hafi lítið verið um byggingar. „Þama var eitt fjárhús sem tók 60-70 kindur. Við þurftum að byija á því að byggja yfir okkur íbúð- arhús, sem var kannski ekki hag- kvæmt fyrir reksturinn, en þetta hafð- ist allt saman. Síðan var byggt nýtt fjárhús, vélageymsla og hesthús 1987.“ Nú em á búinu um 300 ær og með gemlingum og hrútum er hann með um 370 ljár. Meðffam þessu reka þau hjónin síðan tamningastöð fyrir hross og er þetta 36. veturinn sem þau gera það. Þar temja þau bæði fyrir sig sjálf og aðra. Haraldur segir að oft hafi verið sagt bæði í gríni og alvöru að hrossin hafi í raun og vem unnið fyrir sauðfénu. „Nú á seinni ámm hefúr staðan verið sú að manni hefúr fúndist lítill afgang- Haraldur Sveinsson og kona hans, Jóhanna Bríet Ingólfsdóttir, í jjárhúsinu. 4- FREYR 5-6/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.