Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 12
%fleirlembdar 1997
Mynd 5. Hlutfall af marglembum í fjárœktarfélögunum vorið 1997 flokkað
eftir héruðum.
Áður hefur verið á það bent að
aukna ffjósemi ánna hin síðari ár
má öðru frekar skýra með lítið eitt
vaxandi hlutfalli marglemba með
hverju ári. Nokkuð stökk kom í
þessa þróun þegar Þokugenið
dreifðist víða urn land með notkun
hrúta á sæðingarstöðvunum sem
höfðu þennan erfðavísi. Á myncl 3
er sýnt hlutfall marglemba í ein-
stökum sýslum. Þar sést allmikill
munur í þessurn efnum á milli hér-
aða. Hin mikla sérstaða fyrir Kjós-
arsýslu skýrist líklega fremur af því
að þar er verið að reikna hlutfall af
örfáum ám. Þama eru ef til vill öðm
fremur þrjár sýslur þar sem þetta
hlutfall er lágt, þ.e. Mýrasýsla,
Snæfellsnes og Austur-Húnavatns-
sýsla, þrátt fyrir að þar í sýslu sé
eitt bú með mjög hátt hlutfall þar
sem marglembufjöldi er verulegur.
Þetta em að vonum því þær sömu
sýslur þar sem meðalfrjósemi ánna
er minnst. Það er ljóst að það er
vemlega háð bústærð, búskaparað-
stæðum og búskaparlagi hvaða
ávinning marglembubúskapur kann
að gefa og hvaða rétt hann á á sér.
Með aukinni sókn bænda í að mæta
kröfum markaðar um dreifðari slát-
urtíma en verið hefur er þetta samt
áreiðanlega einn af þeim þáttum
sem bændur sem hyggja á strand-
högg á þeim sviðum eiga að skoða.
Þar sem reiknað kjötmagn eftir
hverja á er margfeldi lambafjölda
og vænleika lamba, og frjósemi er
lík haustið 1997 og árið áður en
meðalfallþungi var ívíð lægri 1997
(14,83 kg) en árið áður (14,96 kg)
verður framleiðsla eftir hverja kind
örlítið minni haustið 1997 en hún
var haustið 1996.
Reiknað kjötmagn hjá hverri tví-
lembu var að jafnaði 30,6 kg (
30,9), en hjá einlembunni 17,3 kg
(17,4). Effir hverja á sem skilar
lambi að hausti fást 27,6 kg (27,8)
af dilkakjöti og eftir á sem var lif-
andi á suðburði er reiknað magn
dilkakjöts að meðaltali 26,1 kg
(26,3). Ástæða er til að vekja at-
hygli á því að kjötmagnsgrunnur í
skýrslum fjárræktarfélaganna miðar
við blautvigt í sláturhúsi til að gera
sláturtölumar sambærilegar á milli
ára, þó að sífellt fleiri sláturhús skili
bændum þessum tölum sem þurr-
vigt. Þess vegna fer að verða tíma-
bært að huga að endurskoðun á
þessum viðmiðunargrunni.
Eins og oft áður er framleiðslan
eftir hverja kind mest á Vestfjörð-
um og fara Strandamenn þar eins
og oft áður fremstir í flokki en þessi
meðaltöl í einstökum hémðum era
sýnd á mynd 4. í Strandasýslu skil-
aði tvílemban að jafnaði 33,5 kg af
dilkakjöti, einlemban 19 kg og eftir
hverja á fást að meðaltali 29,8 kg.
Vænleiki dilka í Norður-ísaijarðar-
sýslu er að visu enn meiri en í
Strandasýslu en frjósemi ánna
verulega minni þannig að eftir ána
fást að jafnaði 28,2 kg. í Barða-
strandasýslu er framleiðsla eftir
hvetja á að jafhaði 27,8 kg. Þegar
litið er á samanburð eftir héruðum
vekur einnig athygli hve afurðir era
miklar í báðum Múlasýslunum. Þar
er um að ræða feikilega miklar
breytingar frá því sem var fyrir fjár-
skiptin fyrir áratug á meginhluta
þessa svæðis. Oneitanlega fer því
fleira og fleira að benda til að með
fjárskiptum hafi komið á þessi
svæði umtalsvert afurðasamari fjár-
stofnar en þar var að fínna áður.
Félög meö meira
en 30 kg eftir ána
Haustið 1997 eruþað 15 fjárræktar-
félög sem ná því marki að hver
skýrslufærð ær skili 30 kg af dilka-
kjöti eða meira. Flest þessi félög eru í
Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu
og Suður-Múlasýslu. Mestar era
meðalafurðir í Sf. Norðfjarðar, þar
sem 34,6 kg af dilkakjöti fást að
jafnaði eftir þær 86 ær sem þar eru
skýrslufærðar, en vænleiki lamba
þama er með ólíkindum mikill, því að
reiknuð kjötffamleiðsla hjá tvílemb-
unni er þama 43,5 kg. Mörg af þess-
um félögum, þar sem meðalafurðir
eru feikilega miklar, eru með fátt
skýrslufært fé, en meðal þeirra er
einnig að finna fjármörg félög, eins
Dilkakjöt eftir hverja á
30-fl ri
oo ]/'
Mynd 4. Reiknað magn dilkakjöts eftir hverja fullorðna á á skýrslu haustið
1997.
12- FREYR 5-6/99