Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 15

Freyr - 01.05.1999, Page 15
Dóma- og sýningarstörf í sauðfjárrækt haustið 1998 Fullvíst má telja að aldrei áður hafí verið unnið jafn umfangsmikið starf við dóma á lifandi sauðfé á vegum búnaðarsambandanna eins og haustið 1998. Þar var um að ræða hinar umfangs- miklu afkvæmarannsóknir sem fjallað er um í grein á öðmm stað í blaðinu, auk heföbundinnar skoðun- ar á verðugum ásetningshrútsefnum. Einnig er um að ræða sýningar á veturgömlum hrútum um allt land, en um báða síðartöldu þættina er fjallað i greinum hér í blaðinu. Að þessari vinnu kom ijöldi ráðunauta. Á svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands var startið undir stjóm Lárusar G. Birgissonar, en með honum störfuðu Friórik Jónsson, Hallgrímur Sveinsson og Guðmundur Sigurðsson. Þeir fóru vítt um í þessari vinnu því að auk starfssvæðis Búnaóarsamtakanna önnuðust þeir hana einnig í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og í Reykhólahreppi. Á öðrum stöðum á svæði Bsb. Vestijarða var vinnan í höndum Þor- valdar Þórðarsonar, bónda á Stað í Súgandafirði, líkt og haustið áður. Dómstörf í Strandasýslu voru líkt og áóur í hönd- um Brynjólfs Sæmundssonar. Gunnar Þórarinsson vann störfin í Vestur-Húnavatnssýslu, líkt og áður, og hið sama gerði Guðbjartur Guðmundsson í Austur-Húnavatnssýslu. í Skagafírði var vinnan á höndum Jóhannesar Ríkharðssonar og Svanborgar Einarsdóttur en í Eyjafirði vom Olafur G. Vagns- son og Þórður. G. Sigurjónsson að störfum. I Þing- eyjarsýslum voru það eins og haustið áður Ari Teitsson og María S. Jónsdóttir sem unnu dómstörf. Þórarinn Lárusson vann þessi störf í Múlasýslum. I Austur-Skaftafellssýslu var vinnan á höndum Guð- mundar Jóhannessonar og Höllu Eyglóar Sveins- dóttur. Á Suðurlandi vom störfin unnin af þeim Jóni Vilmundarsyni og Fanneyju Ólöfu Lárusdótt- ur. Á vegum BÍ var Jón Viðar Jónmundsson við störf og kom hann að vinnu á eftirtöldum stöðum; tals- vert víða á Vesturlandi, m.a. í nær öllum sveitum á Snæfellsnesi, lítillega í Strandasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu, í flestum sveitum á svæði Bsb. EyjaQarðar þar sem haldnar voru sameiginlegar sýningar og einnig dæmdi hann á sameiginlegum sýningum í Norður-Þingeyjarsýslu, sem og á all- nokkrum stöðum í Múlasýslum og aó síðustu kom hann á nokkrar sýningar í Vestur-Skaftafellssýslu. Skrif um sýningar eru byggð á umsögnum við- komandi dómara en texti er samræmdur og felldur í eina heild af Jóni Viðari. FREYR 5-6/99 - 15

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.