Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 16

Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 16
Hrútasýningar haustið 1998 Hrútasýningar haustið 1998 voru skipulagðar á sama hátt og hófst haustið 1997. Reiknað er með að aðeins vetur- gamlir hrútar komi til sýninga, en sýningar séu haldnar um allt land á hverju ári. Odæmdir eldri hrútar eru einnig teknir til sýningar og einnig hrútar sem ætlað er að hafi ekki náð að sýna sitt rétta gervi veturgamlir og eru þvi endursýndir til hækkunar í verðlaunaflokki. Þátttaka í sýningahaldi var mikil. Samtals voru sýndir 3073 hrútar á landinu samanborið við 2617 haust- ið 1997. Það er að visu áberandi hve hrútaásetningur er orðinn breyti- legur milli ára á þeim stöðum á landinu þar sem sæðingar eru að- eins stundaðar annað hvert ár. Þann- ig eru nú sýndir talsvert færri hrútar á Vesturlandi en haustið 1997 en á Norðurlandi er hins vegar feikilega mikil aukning í sýningarþátttöku. Sýningarþátttaka eldri hrútanna heyrir ekki enn sögunni til því að 244 hrútur, tveggja vetra og eldri, var sýndur. Það er að vísu veruleg fækkun frá haustinu áður þegar þeir voru 436. Vegna þess hvemig sá hópur hrúta er skilgreindur, sem á sýningarrétt í þessum hópi, er tæp- ast raunhæft að bera þungatölur þeirra saman við tölur fyrri ára, en þeir hrútar, sem sýndir voru, vigt- uðu að meðaltali 93,4 kg. Af þeim fengu 213 I. verðlauna viðurkenn- ingu eða 87,3% þeirra, en þeir sem ekki náðu þeirri viðurkenningu fengu allir utan einn II. verðlaun. Veturgömlu hrútarnir voru um- talsvert fleiri en árið áður eða 2829, samanborið við 2181 hrút, þá eða tæplega 30% aukning í fjölda. Hrútamir vora ívíð léttari en haust- ið áður eða að jafnaði 80,1 kg en haustið 1997 vora þeir að meðaltali 80,4 kg. Af þessum hrútum vora 2414 sem fengu I. verðlauna viður- kenningu, eða 85,3%, sem er örlitlu lakari flokkun en haustið 1997. Nú voru 404 hrútar með II. verðlaun og 11 hrútar fengu III. verðlaun, þ.e. töldust með öllu ónothæfír hrútar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir sýningarhaldi í hverri sýslu. Ákveðið var að hafa þessa umfjöll- un umfangsminni en á siðasta ári, m.a. vegna þess að allitarlega er gerð grein fyrir niðurstöðum af- kvæmarannsókna haustið 1998 í annarri grein og liklegt að þær nið- urstöður, sem þar má fínna, gefí meiri upplýsingar um kynbótagildi hrútanna en einstaklingsdómur. Rétt er að benda á að skýrslur um sýningarniðurstöður fyrir einstakar sveitir, ásamt skrám um I. verð- launa hrúta, er að finna í sértöku skýrsluriti frá BÍ sem mögulegt er að panta sérstaklega og auglýst er á öðrum stað í ritinu. Hrútar á Staðarbakka í Hörgárdal haustið 1998. Ljósm. Ólafur G. Vagnsson. 16- FREYR 5-6/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.