Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 22

Freyr - 01.05.1999, Page 22
áður eða samtals 180 hrútar en 14 þeirra voru úr hópi fullorðinna hrúta. Veturgömlu hrút- arnir 166 voru 81,4 kg að jafnaði eða talsvert léttari en jafnaldrar þeirra haustið 1997. Af þeim voru 138 með 1. verðlauna viðurkenn- ingu eða 83%. I Olafsfirði dæmdist bestur Nökkvi 97-124 á Kvíabekk, undan Hnykk 91-958. Hann er bol- langur með góð læra- hold en vantar þykkri bakvöðva. Patti 97-215 á Hálsi dæmdist bestur hrúta á Dalvík en hann er sonur Frama 94-996. Hann er mjög fíngerð kind með ágætan afturpart. í Svarfaðardal var Kubbur 97-314 á Urðum talinn bestur. Hann er frá Hagalandi í Þistil- fírði, sonur Kúnna 94- 997. Kubbur er jafnvax- inn en með gallaða ull. Svalur 97-236 á Krossum dæmdist best- ur á Árskógsströnd og stigaðist hæst allra hrúta í héraði. Faðir hans er Frami 94-996. Svalur hefur miklar útlögur og frábær hold á mölum og ágæt hold í lærum og auk þess mikla og hrein- hvíta ull, glæsilegur ein- staklingur. Á sýningu í Arnar- neshreppi voru tveir mjög vel gerðir hrútar Feykir 97-760 á Staðarbakka. (Ljósm. Ó.V.). Goði 97-781 á Barká í Skriðuhreppi. (Ljósm. Ó.V.). Óðinn 97-754 á Staðarbakka. (Ljósm. Ó.V.). Meistari 97-467 i Torfufelli í Eyjafjarðarsveit. (Ljósm. Ó. V). frá Litla-Dunhaga, þeir Hnoðri 97-344, sem er sonur Frama 94-998, og Prúður 97-347, sem er sonur Kletts 89-930, báðir þéttvaxnir, vel gerðir og ullargóðir. Margt góðra hrúta var að sjá á sýningu í Skriðuhreppi. Feykir 97-760 á Staðarbakka skipaði efsta sætið, ákaflega fallegur hrútur, jafnvaxinn með mjög góðar útlögur og steypt- ur í holdum. Goði 97- 781 á Barká er virkja- mikil kind með mjög góða holdfyllingu en vart nógu ullargóður, hann er sonur Svaða 94- 996. Óðinn 97-754 á Staðarbakka er mjög út- lögugóður með ágæt lærahold og góða ull. Á Staðarbakka er vafalítið nú að fínna langræktað- asta og samstæðasta Qárstofn í sýslunni. Sameiginleg sýning var fyrir Öxnadal og Glæsi- bæjarhrepp. Kúði 97-070 á Þverá var athyglisverð- astur hrúta þar, mjög þétt- holda og jafnvaxinn en mætti vera ullarbetri, en hann skilaði sérlega góðu kjötmati hjá afkvæmum sínum í haust. Þessi hrút- ur er sonur Kúnna 94- 997. Ripp 97-031 á Auðnurn er samanrekinn holdahnaus, sonur Galsa 93-963. Leggur 97-685 hjá Áma Magnússyni á Akur- eyri er glæsilegur ein- staklingur en þó ekki jafnoki foður síns, Hnatt- ar 96-684, sem dæmdur var besti hrútur í sýslunni á síðasta ári. I Eyjafjarðarsveit voru tveir hrútar sem báru verulega af öðrum. 22- FREYR 5-6/99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.