Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 26
Hvammshrepps voru
bestu hrútahóparnir í
Fagradal og í Kerlingar-
dal. Stiga hæstir voru
Fengur og Losti í Kerl-
ingardal, undan Ara
Glampasyni 93-984, og
Vísir í Fagradal sem er
sonur Storms 92-393,
Goðasonar 89-928.
Rangárvallasýsla
Þar í sýslu komu til
sýninga 195 hrútar og
voru 23 þeirra úr hópi
eldri hrúta. Veturgömlu
hrútarnir, 172 að tölu,
voru að meðatali 78,3 kg
að þyngd og fengu þeir
allir utan tveir I. verð-
launa viðurkenningu.
í ijárræktarfélaginu
Jökli var mikið hrútaúrval
og þá sérstaklega í
Skarðshlíð og Ytri-Skóg-
um. í Skarðshlíð bar af
veturgömlu hrútunum Ai
undan Skóga frá Ytri-
Skógum. Hann er mjög
holdþéttur og með sér-
staklega góð lærahold og
mikil bakvöðvaþykkt.
Þrír Bútssynir 93-982 í
Ytri-Skógum komu til
sýningar. Blær 97-100 er
með feiknagóð bak-,
mala- og lærahold en gul-
ur á ull. Fífill 97-098 með
mjög góðan afturpart en
aðeins grófur á háls og
herðar og gulur á ull.
Trölli 97-103 er sístur af
hálfbræðrunum en með
miklar útlögur.
Á sýningu í fjárræktar-
félagi Vestur-Eyjaljalla-
Baukur í Teigi í Fljótshlíð. Ljósm. F.Ó.L.).
hrepps stóð efstur Hörva-
son, sonur Hörva 92-972.
Hörvason er mjög prúð
kind á velli, þroskamikill
og þéttholda. Á sýning-
unni voru fleiri góðir
hrútar. Þar má nefna Ás í
Stóra-Dal með miklar út-
lögur og góð lærahold,
son Mjaldurs 93-985, og
Horni á Efstu-Grund með
góð mala- og lærahold,
sonarsonur Galsa 93-963.
Á Fitjamýri er gott úrval
hrúta. 97-002 sonur Fífds
og 97-017 sonur Glampa
93-984 voru bestir,
þroskamiklir og með
feiknar mala- og læra-
hold.
Á sýningu í íjárræktar-
félaginu Kyndli var at-
hyglisverðastur Eiki 97-
052 á Voðmúlastöðum
frá Kanastöðum, sonur
Jarls 92-004. Hann er
svarflekkóttur og var
þyngstur af veturgömlu
hrútunum á sýningunni,
með rniklar útlögur, góð
mala- og lærahold og
bollangur. Þessi hrútur er
hæst stigaði misliti hrút-
urinn á Suðurlandi í
haust. Margir fleiri at-
hyglisverðir hrútar voru
á sýningunni, m.a. Voði
á Lágafelli frá Voðmúla-
stöðum, undan Hvít 95-
043, Aðall á Skiðbakka I,
undan Bút 93-982, og
Fengur 97-048 á Voð-
múlastöðum, undan
Djákna 93-983.
Þátttaka á sýningu í
ijárræktarfélagi Vestur-
Landeyjahrepps var
frekar lítil. Tveir
Glampasynir 93-984
komu þar best út, Lambi
97-067 í Miðkoti og
Lambi 97-147 í Vestra-
Fíflholti, báðir bollangir
og jafnvaxnir.
Sýningar hjá fjárrækt-
arfélaginu Hnífli eru allt-
af skemmtilegar, þátttaka
er þar mjög góð og mikið
um góða hrúta. Þar stóð
efstur Goði á Kirkjulæk,
sonur Mjaldurs 93-985.
Goði er með miklar útlög-
ur, jafna og feikngóða
holdíyllingu og sérstak-
lega góð lærahold. Annar
í röðinni var Baukur í
Teigi I, sonur Búts 93-
982. Baukur er með mjög
góð bak-, mala- og læra-
hold en aðeins gulur á ull.
Moli á Kirkjulæk, undan
Mola 93-986, var þriðji í
röðinni. Hann er með
bestu læraholdin, aðeins
grófur á herðar en annars
mjög þéttur á velli. Fjórði
efsti hrúturinn var Ormur
á Kirkjulæk, sonur Búts
93-982. Þessir hrútar voru
allir jafnir að stigum og
erfitt var að gera upp á
Goði á Kirkjulœk i Fljótshlíð. Ljósm. F.Ó.L.).
Moli á Kirkjulœk í Fljótshlíð. Ljósm. F.Ó.L.).
26- FREYR 5-6/99