Freyr - 01.05.1999, Page 37
í einkunn úr ómsjárhluta.
Þessi hrútur, sem er sonur
Fóla 88-911, er nú á sæð-
ingarstöð á Möðruvöllum
með númer 88-826. Af
fimm hrútum á Bjama-
stöðum bar Óðinn 96-448
verulega af með 124 í
heildareinkunn, en hér er
um að ræða sonarson
Gosa 91-945. Á Ærlæk
stóð eins og á afkvæma-
sýningu árið áður efstur
Stjúpi 95-392 með 112 í
heildareinkunn og góða
niðurstöðu um báða þætti
rannsóknar. Hér er á ferð
sonur Fóstra 90-943. Á
Brekku í Núpasveit voru
átta hrútar í rannsókn og
sýndu tveir þeirra vem-
lega yfirburði. Fantur 95-
418 var með 123 i heild-
areinkunn og Moli 97-
472 með 118 í einkunn.
Moli er sonur Hnykks 91 -
958 og keyptur frá Ær-
læk. Á Snartarstöðum II
bar Stúfur 95-294 mjög af
með 130 í heildareinkunn
með góða flokkun slátur-
lamba og 155 í einkunn í
ómsjárhluta rannsóknar.
Hrútur þessi er frá Hafra-
fellstungu sonur Nagla
93-826 sem að framan
getur. í Presthólum vora
átta hrútar í prófún og
stóð þar efstur Snúður 97-
333 með 118 i heildar-
einkunn en hann er sonur
Stúfs 95-294 sem sagt er
frá hér áður. Fjalar 95-
301 sýndi einnig eins og á
síðasta ári nrjög góðar
niðurstöður með 116 i
heildareinkunn. I Leir-
höfn stóð efstur Ari 94-
283 í hópi 10 hrúta með
114 í heildareinkunn en
þessi hrútur sem er sonar-
sonur Fóla 88-911 sem
fékk einnig mjög góðan
dóm á afkvæmasýningu
árið áður.
í Laxárdal, þar sem sjö
hrútar vom metnir, voru
miklir yfírburðir Bláusar
93-554 staðfestir, líkt og
á fyrra ári, en hann var
með 125 í heildareink-
unn. Á Gunnarsstöðum
var stór rannsókn 12
hrúta. Þar stóð efstur
Bambi 97-756 með 123 í
heildareinkunn með góða
dóma um báða þætti en
annars var í þessari rann-
sókn nokkurt ósamræmi á
milli ómsjár- og kjötmats-
hluta. Slóði 92-523 var
með 132 í einkunn í óm-
sjárhluta en þessi hrútur
er sonarsonur Lopa 84-
917. Besta dóma í kjöt-
matshluta fengu hins veg-
ar Hákur 96-686, sem er
ffá Snartarstöðum sonur
Stúfs 95-294 sem að
framan er nefndur, og ís
97-753 úr Leirhöfn, sonur
íss 92-251. Á Ytra-
Álandi vora átta hrútar í
rannsókn og stóðu efstir
Daði 92-527 með 112 í
heildareinkunn og Skaði
97-645 með 111 í heildar-
einkunn en hann er sonur
Svaða 94-998. Á Haga-
landi sýndi Blómi 96-695
mikla yfirburði í hópi sjö
hrúta með 122 i heildar-
einkunn og mjög jákvæð-
an dóm um báða þætti, en
hér skýtur upp kollinum
enn einn sonarsonur Gosa
91-945. í Sveinungsvík
vora enn staðfestir miklir
yfirburðir hjá Sunna 96-
691 í bakþykkt með 142 i
einkunn um þann þátt, en
þeir yfirburðir komu ekki
fram í kjötmati. Þessi
hrútur, sem einnig er son-
arsonur Gosa 91-945, er
nú á sæðingarstöðinni á
Möðravöllum með skrán-
ingamúmer 96-830. I
Garði í Þistilfirði voru
yfirburðir Goða 96-650
afgerandi með 127 í
heildareinkunn, en hann
er sonur Goða 89-928. í
Efra-Lóni vora yfirburðir
Freys 94-002 frá fýrra ári
staðfestir en hann fékk
117 í heildareinkunn. Á
Syðri-Brekkum bar Bjart-
ur 97-022 mjög af sex
hrútum með 114 í heildar-
einkunn, en þessi hrútur
er frá Hagalandi.
Múlasýslur
í Múlasýslum voru
rannsóknir gerðar á 22 bú-
um og komu þar til dóms
hópar undan 105 hrútum.
Á Hauksstöðum i Vopna-
firði sýndi Hörvi 96-026
mikla yfirburði í hópi 10
hrúta, sem metnir vora,
með 120 í heildareinkunn
en fituflokkun afkvæma
hans var ákaflega hag-
stæð. Hrútur þessi er frá
Smáhömram, sonur
Hörva 92-972. Á Melum í
Fljótsdal stóð efstur Ari
97-111 meðal sex hrúta
sem dæmdir vora en þessi
hrútur var með 129 í eink-
unn í ómsjárhluta. I hópi
fjögurra hrúta í Laufási í
Hjaltastaðaþinghá stóð
fremstur Víkingur 92-035
með 112 í einkunn. Á
Unaósi í sömu sveit stóð
Baugur 94-070 skýrt
efstur bæði í kjötmati og
ómsjármælingu og var
með 113 i heildareinkunn.
Á Hallbjarnarstöðum í
Skriðdal vora þrír hópar
dæmdir og var þar í
sérflokki Hreinhvítur 94-
036 en á síðasta ári var
hann einnig með mjög
góða niðurstöðu á af-
kvæmasýningu. í Þemu-
nesi í Fáskrúðsfirði vora
metnir sex hrútar og bára
tveir hópar veralega af.
Baddi 93-004 er kollóttur
FREYR 5-6/99 - 37