Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1999, Síða 42

Freyr - 01.05.1999, Síða 42
Vanhöld á lömbum Inngangur Vanhöld unglamba eru mismikil bæði eftir bæjum og héruðum. Einnig eru áraskipti að vanhöldum. ítarlegar athuganir hafa ekki verði gerðar á þessu yfir landið í heild. Lauslegar athuganir benda þó til þess að vanhöld frá burði til hausts séu að jafnaði undir 10%. Þau eru minni af lömbum eldri áa eða um 6% en af gemlingslömbum um 15% að jafnaði. Vanhöldin fara mjög eftir aðbúð og umhirðu, en gæði heyjanna, sem eru háð veðr- áttu að vori og sumri, hafa sitt að segja og að sjálfsögðu veðráttan um og eftir sauðburð. Hættur inni og úti og vargur taka drjúgan toll á mörgumbæjum. Það er því ljóst að sjúkdómar eiga ekki alla sök á van- höldum. Talsvert af vanhöldunum er unnt að fyrirbyggja með aðgát og fyrirhyggju. Erlendis eru lamba- vanhöld víðast hvar meiri en hér á landi eða frá 15-35%. Þar er m.a. um að kenna mun fleiri sjúkdóm- um. Fósturlát Fósturlát kemur fyrir árlega í flestum hjörðum en í litlum mæli (1-2%). Fóstrin geta dáið á fyrsta hluta meðgöngu án þess að eftir því sé tekið. Þegar nokkrar eða margar ær eru lamblausar eða beiða upp getur ástæðan verið smitefni eða gallar eins og skemmd eða vöntun í fóðri. Ástæða fósturláts getur verið snögg breyting á fóðri eða streita seinni hluta meðgöngu eða aðrir sjúkdómar í ánum. Stundum lætur helmingur ánna eða meira fóstrum. Þá er um að ræða sýkingu, svokall- að smitandi fósturlát, annað hvort af völdum sýkilsins Camphylobact- er foetus /Vibriosis, sem fullorðið sauðfé og mörg fleiri dýr, þ.m.t. fuglar, geta borið í sér, eða þá af völdum bogfrymla (býgla), Býgla- sótt/Toxoplasmosis, sem kettir bera, einkum ungir kettir. Önnur eftir Sigurð Sigurðarson, dýralækni, Keldum smitefni, sem geta valdið fósturláti, eru Hvanneyrarveikisýklar (List- eria) og heysýklar (Basillus subtil- is) úr gölluðu og sýktu heyi. Þeir síðamefndu fínnast í gölluðu þurru heyi, síður í rúllum. Líklega má þakka nálluvæðingunni að þessi or- sök fósturláta er nær horfln. Sveppir (Aspergillus fumigatus) eða sveppaeitur (Mycotoxin) geta lika valdið fósturdauða. Þegar eitt og eitt lamb fæðist andvana er ástæðan oft skortur á súrefni vegna þess að lokast hefur fyrir nafla- streng í móðurlífi eða þá að fóstrið hefur orðið fyrir hnjaski í móður- kviði. Innvortis blæðingar finnast við krufningu. Naflastrengur slitn- ar stundum í erfiðri fæðingu og lambinu blæðir út eða inn. Lamb verður stundum fyrir meiðslum við harkalega fæðingarhjálp. Það getur kafnað í hildum. Alltaf ætti að leita orsaka og líta á fósturlát sem hluta af stærri vanda. Hafi fleiri en ein ær látið, sendið þá fóstrið og hildir kælt til rannsóknar. í þeim finnst oft ástæðan þótt annað bregðist. Takið ekki á fóstmm og hildum með berum höndum, notið hanska. Sýklar sem valda fósturláti eru oft hættulegir fólki, ekki síst vanfærum konum. Látið ekki hunda eða hræ- fugla komast í fóstur eða hildir, brennið það eða grafið strax. Takið æmar ffá þeim óbornu og merkið þær. Þær geta dreift sýklum í marga daga á eftir, þótt þær veikist ekki sjálfar. Ef tjón er mikið ætti sem fyrst að hafa samband við dýralækni vegna vottorðagjafar. Ætlið honum ekki að votta það löngu síðar . Búist til sauðburðar * Athugið þrif ánna. Hverjar em geldar, júgur- og spenagallar, spenaop, sár, vörtur. * Athugið framtennur og jaxla ánna, skeiðarsig, kviðslit o.fl., skráið athugasemdir. * Hugsið fyrir brynningu, notið hentug sótthreinsanleg ílát og hættulaus fyrir lömb. * Skipuleggið aðstöðu fyrir lamb- féð inni þannig að ekki verði of þröngt, en nægilega bjart og hættulaust fyrir lömbin. Yfirfar- ið grindur og búið til nýjar. Munið eftir sjúkrastíu. * Skipuleggið útihólf fyrir bomar ær og óbomar á sama hátt. * Athugið læsanlegan lyfjaskáp. Pantið merki, lyf og búnað til að hafa við höndina? * Athugið skráningarkerfi fyrir sjúkdóma og lyfjagjöf vegna vistvænnar framleiðslu. * Búið í haginn fyrir fjárhirðinn og vaktmenn á sauðburði og gerið þeim auðvelt að sinna nauðsyn- legum þrifum og sótthreinsun og jafnvel geta sest niður til að hvíl- ast og til að skrifa. Þá eru meiri líkur á að starfinu verði sinnt af kostgæfni eins og vert er. * Brýnt er að hafa afdrep í fjárhús- unum fyrir borð með handlaug og rennandi heitt og kalt vatn og sótthreinsiaðstöðu og aðstöðu til að skipta um hlífðarfot. Burðarhjálp Ekki rjúka til að hjálpa of snemma. Leyfið náttúmnni að hafa sinn gang. Eðlileg fæðing fyrra (fýrsta) lambs tekur 5-30 mínútur. Innan klukkustundar á seinna lamb- ið að koma, að öllu eðlilegu. Þurft getur að kanna legu og ástand. Lamb ber ekki alltaf rétt að. Bíða má annan hálftíma, ef allt virðist á 42- FREYR 5-6/99

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.